Glódís Perla: Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 07:32 Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar hefja leik klukkan 14.30 í dag. Vísir/Arnar Aðstöðuleysið á Ísland þýðir mjög furðulegur leiktími í dag fyrir gríðarlega mikilvægan leik íslenska kvennalandsliðsins í baráttunni um sæti á EM 2025. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, talaði ekkert undir rós á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila úrslitaleik um sæti í A-deildinni á gervigrasvelli og klukkan 14.30 um dag. Laugardalsvöllur er ekki leikfær og þá standast flóðljósin á Kópavogsvelli ekki kröfur UEFA. Þess vegna þarf annars vegar að spila leikinn á gervigrasinu í Kópavogi og birtuskilyrði á Íslandi í febrúar kalla á það að leikurinn er spilaður rétt eftir hádegi á virkum degi. Glódís Perla segir það synd að Ísland geti ekki boðið upp á betri aðstæður en raun ber vitni. „Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að standardinn sé ekki jafn hár kvennamegin og karlamegin. Að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður en ekki að kröfurnar séu þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís. Það hefur verið kallað lengi eftir nýjum þjóðarleikvangi og ár eftir ár hefur verið reynt að halda Laugardalsvellinum spilhæfum um miðjan vetur. Það var hins vegar ekki hægt að halda honum „á lífi" að þessu sinni. „Þetta er blanda af mörgu. Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað er það eitthvað sem myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli," sagði Glódís. Það má hlusta á Glódísi frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Laugardalsvöllur Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, talaði ekkert undir rós á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila úrslitaleik um sæti í A-deildinni á gervigrasvelli og klukkan 14.30 um dag. Laugardalsvöllur er ekki leikfær og þá standast flóðljósin á Kópavogsvelli ekki kröfur UEFA. Þess vegna þarf annars vegar að spila leikinn á gervigrasinu í Kópavogi og birtuskilyrði á Íslandi í febrúar kalla á það að leikurinn er spilaður rétt eftir hádegi á virkum degi. Glódís Perla segir það synd að Ísland geti ekki boðið upp á betri aðstæður en raun ber vitni. „Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að standardinn sé ekki jafn hár kvennamegin og karlamegin. Að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður en ekki að kröfurnar séu þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís. Það hefur verið kallað lengi eftir nýjum þjóðarleikvangi og ár eftir ár hefur verið reynt að halda Laugardalsvellinum spilhæfum um miðjan vetur. Það var hins vegar ekki hægt að halda honum „á lífi" að þessu sinni. „Þetta er blanda af mörgu. Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað er það eitthvað sem myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli," sagði Glódís. Það má hlusta á Glódísi frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Laugardalsvöllur Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira