Lögregla var einnig kölluð til vegna einstaklings sem var sagður ógna starfsmönnum matsölustaðar í miðborginni. Stuttu seinna barst önnur tilkynning um einstakling sem veittist að leigubifreið með höggum og spörkum og reyndist um sama manna að ræða.
Var viðkomandi handtekinn og færður í fangageymslu.
Tilkynnt var um slagsmál í miðborginni og æstan aðila í apóteki en sá var farinn þegar lögreglu bar að. Þá var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í póstnúmerinu 105 og fannst meintur þjófur stuttu síðar.
Í umdæminu Hafnarfjörður/Garðabær/Álftanes voru þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum og í Kópavogi/Breiðholti barst tilkynning um innbrot í heimahús, sem er í rannsókn.
Í Grafarvogi/Mosfellsbæ/Árbæ barst tilkynning um þjófnað í matvöruverslun og þá var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum. Þegar hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku lét viðkomandi öllum illum látum; sparkaði í hurðir og öskraði.
Neitaði hann að yfirefa starfstöð lögreglu þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli og var að lokum vistaður í fangageymslu.