Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 13:40 Dusan Vlahovic skoraði tvö mörk og gaf svo stoðsendingu þegar Daniele Rugani tryggði Juventus sigur í dag. Jonathan Moscrop/Getty Images Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. Heimamenn tóku forystuna strax á 3. mínútu þegar Weston McKennie gaf boltann fyrir markið á Dusan Vlahović sem setti hann í netið. Frosinone komst 1-2 yfir með mörkum frá Walid Cheddira og Marco Brescianini á 14. og 27. mínútu. Fimm mínútum síðar var Vlahovic aftur á ferðinni fyrir Juventus og setti boltann í netið eftir aðra fyrirgjöf McKennie. 🇷🇸🇷🇸🇷🇸 pic.twitter.com/nuSMZIx0N6— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Fjögurra marka fyrri hálfleikur lauk jafn og liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir ríghéldu í stigið í seinni hálfleik gegn hættulegum sóknarleik heimamanna. Vlahović var allt í öllu, gaf góða fyrirgjöf sem varamaðurinn Kenan Yildiz nýtti ekki og skaut svo sjálfur í stöngina. Markvörður Frosinone, Michele Cerofolini, fékk gult spjald fyrir leiktöf rétt áður. Eftir ítrekaðar tilraunir að marki gestanna kom Daniele Rugani boltanum loksins í neitð fyrir Juventus á fimmtu mínútu uppbótartíma, Dusan Vlahović gaf að sjálfsögðu stoðsendinguna. JUVE GET THE WIN LATE INTO STOPPAGE TIME 😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳#JuveFrosinone pic.twitter.com/8e5j0b1KXV— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Juventus vann sér þarna inn mikilvæg þrjú stig í baráttunni um ítalska deildarmeistaratitilinn. Sex stigum munar milli þeirra og Inter Milan í efsta sætinu, en Inter á vissulega tvo leiki til góða. AC Milan fylgir þeim fast eftir, fimm stigum frá Juventus og með einn leik til góða. Frosinone berst í bökkunum, tveimur sætum og þremur stigum frá fallsæti. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Sjá meira
Heimamenn tóku forystuna strax á 3. mínútu þegar Weston McKennie gaf boltann fyrir markið á Dusan Vlahović sem setti hann í netið. Frosinone komst 1-2 yfir með mörkum frá Walid Cheddira og Marco Brescianini á 14. og 27. mínútu. Fimm mínútum síðar var Vlahovic aftur á ferðinni fyrir Juventus og setti boltann í netið eftir aðra fyrirgjöf McKennie. 🇷🇸🇷🇸🇷🇸 pic.twitter.com/nuSMZIx0N6— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Fjögurra marka fyrri hálfleikur lauk jafn og liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir ríghéldu í stigið í seinni hálfleik gegn hættulegum sóknarleik heimamanna. Vlahović var allt í öllu, gaf góða fyrirgjöf sem varamaðurinn Kenan Yildiz nýtti ekki og skaut svo sjálfur í stöngina. Markvörður Frosinone, Michele Cerofolini, fékk gult spjald fyrir leiktöf rétt áður. Eftir ítrekaðar tilraunir að marki gestanna kom Daniele Rugani boltanum loksins í neitð fyrir Juventus á fimmtu mínútu uppbótartíma, Dusan Vlahović gaf að sjálfsögðu stoðsendinguna. JUVE GET THE WIN LATE INTO STOPPAGE TIME 😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳#JuveFrosinone pic.twitter.com/8e5j0b1KXV— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Juventus vann sér þarna inn mikilvæg þrjú stig í baráttunni um ítalska deildarmeistaratitilinn. Sex stigum munar milli þeirra og Inter Milan í efsta sætinu, en Inter á vissulega tvo leiki til góða. AC Milan fylgir þeim fast eftir, fimm stigum frá Juventus og með einn leik til góða. Frosinone berst í bökkunum, tveimur sætum og þremur stigum frá fallsæti.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Sjá meira