Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 14:35 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. Árið 2014 innlimuðu Rússar Krímskaga en meðal annars þess vegna hafa Úkraínumenn sagt að allsherjarinnrás Rússa þann 24. febrúar 2022 hefði ekki átt að koma íbúum Evrópu í opna skjöldu. Martöð Úkraínumanna hófst fyrir fulla alvöru þennan dag fyrir tæpum tveimur árum en þá hófu Rússar loftárásir á nokkrar borgir samtímis, þar á meðal á Kænugarð. Til að minnast þessa dags og þeirra Úkraínumanna sem fallið hafa í stríðinu bauð úkraínska þingið formönnum utanríkismálanefnda í Evrópu og Kanada til Kænugarðs. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsótti úkraínska þingið í morgun og fundaði með forseta úkraínska þingsins og formönnum nefnda. Hún segir Úkraínumenn meðvitaða um þá stríðsþreytu sem hefur látið á sér kræla í Evrópu síðastliðið ár. „Það er svo merkilegt að hitta þetta fólk og finna hvað það er mikill styrkur í þessu fólki og mikið baráttuþrek og baráttuvilji og manni finnst það eiginlega hjákátlegt að maður nefnir, bæði í okkar álfu og víðar hjá vestrænum ríkjum, einhverja stríðsþreytu hjá þeim sem eru þó ekki eiginlega að heyja þetta stríð.“ Eftir því sem á líði færist hörmungarnar nær öllum í Úkraínu. „Ekki bara þegar kemur að eigin heilsu, heimili og atvinnu og annað heldur líka í mannfalli, þetta er orðið svo svakalega nálægt þeim öllum.“ Efst í huga Diljár er þakklæti í garð Úkraínumanna. „Þeir eru að berjast fyrir okkar gildum og fyrir okkar heimsmynd sem er sótt að úr öllum áttum og fyrir það erum við alveg gríðarlega þakklát og það er mikill samhljómur í okkar hópi hér og við vitum það fullvel að við þurfum að gera meira og standa okkur betur í að styðja við og standa með vinum okkar hér í Úkraínu.“ Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Árið 2014 innlimuðu Rússar Krímskaga en meðal annars þess vegna hafa Úkraínumenn sagt að allsherjarinnrás Rússa þann 24. febrúar 2022 hefði ekki átt að koma íbúum Evrópu í opna skjöldu. Martöð Úkraínumanna hófst fyrir fulla alvöru þennan dag fyrir tæpum tveimur árum en þá hófu Rússar loftárásir á nokkrar borgir samtímis, þar á meðal á Kænugarð. Til að minnast þessa dags og þeirra Úkraínumanna sem fallið hafa í stríðinu bauð úkraínska þingið formönnum utanríkismálanefnda í Evrópu og Kanada til Kænugarðs. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsótti úkraínska þingið í morgun og fundaði með forseta úkraínska þingsins og formönnum nefnda. Hún segir Úkraínumenn meðvitaða um þá stríðsþreytu sem hefur látið á sér kræla í Evrópu síðastliðið ár. „Það er svo merkilegt að hitta þetta fólk og finna hvað það er mikill styrkur í þessu fólki og mikið baráttuþrek og baráttuvilji og manni finnst það eiginlega hjákátlegt að maður nefnir, bæði í okkar álfu og víðar hjá vestrænum ríkjum, einhverja stríðsþreytu hjá þeim sem eru þó ekki eiginlega að heyja þetta stríð.“ Eftir því sem á líði færist hörmungarnar nær öllum í Úkraínu. „Ekki bara þegar kemur að eigin heilsu, heimili og atvinnu og annað heldur líka í mannfalli, þetta er orðið svo svakalega nálægt þeim öllum.“ Efst í huga Diljár er þakklæti í garð Úkraínumanna. „Þeir eru að berjast fyrir okkar gildum og fyrir okkar heimsmynd sem er sótt að úr öllum áttum og fyrir það erum við alveg gríðarlega þakklát og það er mikill samhljómur í okkar hópi hér og við vitum það fullvel að við þurfum að gera meira og standa okkur betur í að styðja við og standa með vinum okkar hér í Úkraínu.“
Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16
Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52
Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52