Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 12:01 Ragnar Þór er sá eini sem ekki hefur samþykkt forsenduákvæðið sem breiðfylkingn náði saman um í gær. Vísir/Ívar Fannar Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, fundar með sínu baklandi um málið í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Ragnar Þór vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa talað við hann í morgun og vísaði til fjölmiðlabanns. Hann staðfesti þó að hann ætlaði að funda með samninganefnd sinni í hádeginu og baklandi sínu í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar breiðfylkingar í Karphúsinu í morgun og stendur hann enn yfir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Seðlabankastjóri sagði eðlilegra að miða við verðbólgu Samtök atvinnulífsins sögðust ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. „Lögbundið hlutverk bankans er að halda verðbólgu við markmið og beita til þess stýrivaxtatækinu. Það er svo hlutverk aðila vinnumarkaðarins að skapa umhverfi sem stuðlar að þessu markmiði,“ sagði í yfirlýsingu frá SA á þeim tíma. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði nokkrum dögum síðar á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Þá sagði hann að forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans en tók þó fram að í forsenduákvæðum samninga væri eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. 23. febrúar 2024 06:36 Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, fundar með sínu baklandi um málið í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Ragnar Þór vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa talað við hann í morgun og vísaði til fjölmiðlabanns. Hann staðfesti þó að hann ætlaði að funda með samninganefnd sinni í hádeginu og baklandi sínu í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar breiðfylkingar í Karphúsinu í morgun og stendur hann enn yfir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Seðlabankastjóri sagði eðlilegra að miða við verðbólgu Samtök atvinnulífsins sögðust ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. „Lögbundið hlutverk bankans er að halda verðbólgu við markmið og beita til þess stýrivaxtatækinu. Það er svo hlutverk aðila vinnumarkaðarins að skapa umhverfi sem stuðlar að þessu markmiði,“ sagði í yfirlýsingu frá SA á þeim tíma. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði nokkrum dögum síðar á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Þá sagði hann að forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans en tók þó fram að í forsenduákvæðum samninga væri eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. 23. febrúar 2024 06:36 Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. 23. febrúar 2024 06:36
Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15
Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42