Hiti rís upp frá nýju hrauni og myndar bólstra í lofti Lovísa Arnardóttir skrifar 22. febrúar 2024 13:15 Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Ef litið er frá höfuðborgarsvæðinu í átt að Reykjanesinu má í dag sjá röð skúraskýja frá nýju hrauni við Sundhnúkagíga og út á sjó. „Þetta er hiti sem stígur upp frá hrauninu. Það er svo mikill óstöðugleiki í loftinu. Það eru skúrabólstrar, éljabólstrar, úti fyrir Reykjanesið og hafa verið í dag. Það stígur upp raki og þéttist í loftinu og myndar svona myndarlega bólstra,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands og að vel hafi verið tekið eftir þessu á skrifstofu Veðurstofunnar á Bústaðavegi í dag. Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Hún segir að svona ský hafi oft myndast líka yfir hrauni í Geldingadölum í samskonar veðri. „Hraunið hitar loftið og það stígur upp og það þéttist rakinn í loftinu þegar það stígur upp.“ Á instagram-reikningi Veðuruglunnar sem haldið er úti af nokkrum náttúruvársérfræðingum á Veðurstofunni er fjallað um skýin en þar segir að þau kallist skúrasteðjar eða Cumuloninbus. Á vef Veðurstofunnar segir um skýin að skúraský séu mjög háreist ský sem geti náð frá lágskýjahæð upp til veðrahvarfa. View this post on Instagram A post shared by Helga Ugla (@veduruglan) „Risavaxnir bólstrar virðast oft vaxa upp í gegnum þau og efst hafa þau lögun sem líkist steðja. Úr þeim falla skúrir, snjóél eða haglél. Snarpur vindur fylgir oft úrkomunni og stundum þrumur og eldingar. Sjá einnig fróðleik um skúraský.“ Hægt er að kynna sér ólíkar gerðir skýja hér á vef Veðurstofunnar. Veður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Sjá meira
„Þetta er hiti sem stígur upp frá hrauninu. Það er svo mikill óstöðugleiki í loftinu. Það eru skúrabólstrar, éljabólstrar, úti fyrir Reykjanesið og hafa verið í dag. Það stígur upp raki og þéttist í loftinu og myndar svona myndarlega bólstra,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands og að vel hafi verið tekið eftir þessu á skrifstofu Veðurstofunnar á Bústaðavegi í dag. Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Hún segir að svona ský hafi oft myndast líka yfir hrauni í Geldingadölum í samskonar veðri. „Hraunið hitar loftið og það stígur upp og það þéttist rakinn í loftinu þegar það stígur upp.“ Á instagram-reikningi Veðuruglunnar sem haldið er úti af nokkrum náttúruvársérfræðingum á Veðurstofunni er fjallað um skýin en þar segir að þau kallist skúrasteðjar eða Cumuloninbus. Á vef Veðurstofunnar segir um skýin að skúraský séu mjög háreist ský sem geti náð frá lágskýjahæð upp til veðrahvarfa. View this post on Instagram A post shared by Helga Ugla (@veduruglan) „Risavaxnir bólstrar virðast oft vaxa upp í gegnum þau og efst hafa þau lögun sem líkist steðja. Úr þeim falla skúrir, snjóél eða haglél. Snarpur vindur fylgir oft úrkomunni og stundum þrumur og eldingar. Sjá einnig fróðleik um skúraský.“ Hægt er að kynna sér ólíkar gerðir skýja hér á vef Veðurstofunnar.
Veður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Sjá meira