Aldrei séð svona öldugang við landið: Hurfu undir öldu á Arnarstapa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2024 10:45 Á myndbandinu sést hvernig ferðamennirnir hverfa undir ölduna. Ferðamenn voru hætt komnir á Arnarstapa í fyrradag þegar þeir hurfu undir risastóra öldu sem skall á stapanum. Leiðsögumaður segist aldrei áður hafa séð slíkan öldugang og ekki bara á Arnarstapa heldur víðar um landið. „Ég hef verið leiðsögumaður í nítján ár en aldrei séð svona öldugang,“ segir Tatjana Jastsuk leiðsögumaður og eigandi Aurora Tours í samtali við Vísi. Hún fékk leyfi frá ferðamönnum sínum sem urðu vitni að atvikinu til þess að birta myndbandið en sjálf var hún ekki á staðnum. Tatjana segir ljóst að ferðamennirnir á brúnni á Arnarstapa hafi verið gríðarlega heppnir. Ljóst sé að töluvert verr hefði getað farið, enginn hafi slasast. Tatjana segist alltaf vara sína hópa við að fara að öllu með gát í grennd við sjó. „En svo hefur maður nú aldrei séð neitt þessu líkt við Arnarstapa, þannig það er kannski erfitt að vara einhvern við svona öldugangi sem maður hefur aldrei séð áður,“ segir Tatjana. Hún segir þetta ekki bara eiga við um Arnarstapa heldur fleiri staði líkt og Djúpalónssand og við Reynisfjöru. Vísir greindi frá því í gær að öldur hefðu farið alla leið yfir bílastæðið við fjöruna í Reynisfjöru. Um er að ræða sama dag og atvikið við Arnarstapa átti sér stað, síðastliðinn þriðjudag. Tatjana segir veðrið alla jafna verra á þessum tíma líkt og allir viti. „En maður hefur aldrei séð þetta svona. Þetta eru risastórar öldur.“ Fjallað var um hættuna við strendur landsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá að neðan. Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Ég hef verið leiðsögumaður í nítján ár en aldrei séð svona öldugang,“ segir Tatjana Jastsuk leiðsögumaður og eigandi Aurora Tours í samtali við Vísi. Hún fékk leyfi frá ferðamönnum sínum sem urðu vitni að atvikinu til þess að birta myndbandið en sjálf var hún ekki á staðnum. Tatjana segir ljóst að ferðamennirnir á brúnni á Arnarstapa hafi verið gríðarlega heppnir. Ljóst sé að töluvert verr hefði getað farið, enginn hafi slasast. Tatjana segist alltaf vara sína hópa við að fara að öllu með gát í grennd við sjó. „En svo hefur maður nú aldrei séð neitt þessu líkt við Arnarstapa, þannig það er kannski erfitt að vara einhvern við svona öldugangi sem maður hefur aldrei séð áður,“ segir Tatjana. Hún segir þetta ekki bara eiga við um Arnarstapa heldur fleiri staði líkt og Djúpalónssand og við Reynisfjöru. Vísir greindi frá því í gær að öldur hefðu farið alla leið yfir bílastæðið við fjöruna í Reynisfjöru. Um er að ræða sama dag og atvikið við Arnarstapa átti sér stað, síðastliðinn þriðjudag. Tatjana segir veðrið alla jafna verra á þessum tíma líkt og allir viti. „En maður hefur aldrei séð þetta svona. Þetta eru risastórar öldur.“ Fjallað var um hættuna við strendur landsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21. febrúar 2024 12:24