Sænska poppstjarnan sem lifir venjulegu lífi í Garðabæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 10:30 Amit Paul býr í Garðabæ með konu sinni og börnum. Hann og hljómsveit hans A*Teens fóru á langt tónleikaferðalag með Britney Spears upp úr aldamótum. Sænska hljómsveitin A*Teens, sem fór sigurför um heiminn upp úr aldamótum, kom nýverið saman á Melodifestivalen í Malmö í fyrsta sinn í tuttugu ár. Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur á Íslandi með íslenskri konu sinni og börnum - og talar reiprennandi íslensku. Við hittum hann í Garðabænum í Íslandi í dag. Árið er 1999 og við erum stödd í Svíþjóð. Haldið er upp á tímamót; 25 ár eru liðin frá því ABBA vann Eurovision með Waterloo. Og í tilefni þess er auðvitað ákveðið að setja saman ABBA-coverband. Hljómsveit skipaða fjórum kornungum, sænskum hæfileikasprengjum. Nafnið ABBA-Teens er valið á sveitina, einkar lýsandi nafn sem skömmu síðar var þó breytt í A*Teens. Og A*Teens enda á að fara sigurför um heiminn. Og nú, tuttugu og fimm árum eftir að sveitin var stofnuð, hefur einn meðlimanna búið sér líf í Garðabæ af öllum stöðum - og talar reiprennandi íslensku. Amit Paul var fimmtán ára þegar hann var fenginn til liðs við A*Teens. Fyrsta lag þeirra, ábreiða af hinu ódauðlega ABBA-lagi Mamma Mia skaust beint á topp vinsældarlista í Svíþjóð og sat þar óslitið í átta vikur. Amit fer yfir ótrúlega ferilinn í Íslandi í dag; hljómsveitin hélt í tónleikaferðalag með Britney Spears, varð andlit Coca-Cola í Tælandi um hríð og sérstakar A*Teens dúkkur voru framleiddar svo eitthvað sé nefnt. En hvernig endaði Amit á Íslandi? Áhugi hans á fjallaskíðum leiddi hann í skíðaferð til Grænlands fyrir um áratug, með örlagaríkri millilendingu á Íslandi þar sem hópurinn sat veðurtepptur. Þar kynntist hann konu sinni, Unni Ýrr Helgadóttur listakonu. „Hún var í kringum vinina, við hittumst niðri í bæ. Og hún var bara: Þú getur ekki setið hér! Komdu í sund! Og ég sagði mjög snemma við hana: Þú ert konan í lífi mínu. Og hún var bara: Þú ert bilaður, það er eitthvað að. Og ég bara: Neinei sjáum til. Og eftir nokkur ár plataði ég hana í að koma til Svíþjóðar,“ lýsir Amit. Fjölskyldan, Amit, Unnur og dætur þeirra tvær, flutti til Íslands fyrir um þremur árum. Amit segir lífið á Íslandi algjörlega frábært. „Það er það besta sem ég hef gert [að flytja til Íslands]. Að komast á fjallaskíði, hlaupa og hjóla. Heiðmörk!,“ segir Amit. Brot úr viðtali Íslands í dag við Amit má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2. Hér fyrir neðan má svo finna atriði A*Teens í Melodifestivalen frá 3. febrúar og tónlistarmyndbandið við ABBA-ábreiðuna Mamma Mia. A*Teens á Melodifestivalen 3. febrúar 2024: Mamma Mia-A*Teens: Svíþjóð Tónlist Ísland í dag Garðabær Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Árið er 1999 og við erum stödd í Svíþjóð. Haldið er upp á tímamót; 25 ár eru liðin frá því ABBA vann Eurovision með Waterloo. Og í tilefni þess er auðvitað ákveðið að setja saman ABBA-coverband. Hljómsveit skipaða fjórum kornungum, sænskum hæfileikasprengjum. Nafnið ABBA-Teens er valið á sveitina, einkar lýsandi nafn sem skömmu síðar var þó breytt í A*Teens. Og A*Teens enda á að fara sigurför um heiminn. Og nú, tuttugu og fimm árum eftir að sveitin var stofnuð, hefur einn meðlimanna búið sér líf í Garðabæ af öllum stöðum - og talar reiprennandi íslensku. Amit Paul var fimmtán ára þegar hann var fenginn til liðs við A*Teens. Fyrsta lag þeirra, ábreiða af hinu ódauðlega ABBA-lagi Mamma Mia skaust beint á topp vinsældarlista í Svíþjóð og sat þar óslitið í átta vikur. Amit fer yfir ótrúlega ferilinn í Íslandi í dag; hljómsveitin hélt í tónleikaferðalag með Britney Spears, varð andlit Coca-Cola í Tælandi um hríð og sérstakar A*Teens dúkkur voru framleiddar svo eitthvað sé nefnt. En hvernig endaði Amit á Íslandi? Áhugi hans á fjallaskíðum leiddi hann í skíðaferð til Grænlands fyrir um áratug, með örlagaríkri millilendingu á Íslandi þar sem hópurinn sat veðurtepptur. Þar kynntist hann konu sinni, Unni Ýrr Helgadóttur listakonu. „Hún var í kringum vinina, við hittumst niðri í bæ. Og hún var bara: Þú getur ekki setið hér! Komdu í sund! Og ég sagði mjög snemma við hana: Þú ert konan í lífi mínu. Og hún var bara: Þú ert bilaður, það er eitthvað að. Og ég bara: Neinei sjáum til. Og eftir nokkur ár plataði ég hana í að koma til Svíþjóðar,“ lýsir Amit. Fjölskyldan, Amit, Unnur og dætur þeirra tvær, flutti til Íslands fyrir um þremur árum. Amit segir lífið á Íslandi algjörlega frábært. „Það er það besta sem ég hef gert [að flytja til Íslands]. Að komast á fjallaskíði, hlaupa og hjóla. Heiðmörk!,“ segir Amit. Brot úr viðtali Íslands í dag við Amit má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2. Hér fyrir neðan má svo finna atriði A*Teens í Melodifestivalen frá 3. febrúar og tónlistarmyndbandið við ABBA-ábreiðuna Mamma Mia. A*Teens á Melodifestivalen 3. febrúar 2024: Mamma Mia-A*Teens:
Svíþjóð Tónlist Ísland í dag Garðabær Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein