Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 21. febrúar 2024 23:11 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Vísir/Arnar Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hófust á ný í dag, eftir að hafa legið niðri í um tvær vikur. Fundi þeirra lauk á niðurstöðu á fimmta tímanum í dag en aftur verður fundað á morgun. Á meðan þær viðræður hafa verið á ís hafa Fagfélögin, sem samanstanda af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, fundað með SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandins, fór yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Viðræður hafa gengið þannig að við höfum átt nokkra fundi í vikunni, funduðum í gær og á mánudag og síðan eru vinnufundir í gangi. Það er fundur á aftur á morgun. Þetta hefur gengið frekar hægt en samtalið hefur verið í gangi, sem er auðvitað mikilvægt til að koma þessu áfram,“ segir Kristján Þórður. Mjakast áfram Kristján Þórður segir að viðræðurnar hafi mjakast áfram en Fagfélögin hefði viljað hafa hraðari gang á þeim. Á föstudag verði fundað með stórum samninganefndum og staðan verði tekin á þeim tímapunkti. Setja pressu á Samtök atvinnulífsins Kristján Þórður segir að Fagfélögin vilji fara að sjá til lands í viðræðunum. „Við vonumst til þess að það verði komið á föstudaginn og ef það gerist ekki þá þurfum við bara að fara að meta þá stöðu sem er í viðræðunum.“ Ef SA kemur ekki með neitt að borðinu á föstudaginn, sjáum við þá fram á aðgerðir? „Ef málin fara ekki að hreyfast, þá já. Þá er það væntanlega skrefið í kjölfarið. Við auðvitað höldum í vonina að samtalið skili okkur eitthvað áfram. En ef það gerist ekki þá þurfum við að beita meiri þrýstingi.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hófust á ný í dag, eftir að hafa legið niðri í um tvær vikur. Fundi þeirra lauk á niðurstöðu á fimmta tímanum í dag en aftur verður fundað á morgun. Á meðan þær viðræður hafa verið á ís hafa Fagfélögin, sem samanstanda af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, fundað með SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandins, fór yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Viðræður hafa gengið þannig að við höfum átt nokkra fundi í vikunni, funduðum í gær og á mánudag og síðan eru vinnufundir í gangi. Það er fundur á aftur á morgun. Þetta hefur gengið frekar hægt en samtalið hefur verið í gangi, sem er auðvitað mikilvægt til að koma þessu áfram,“ segir Kristján Þórður. Mjakast áfram Kristján Þórður segir að viðræðurnar hafi mjakast áfram en Fagfélögin hefði viljað hafa hraðari gang á þeim. Á föstudag verði fundað með stórum samninganefndum og staðan verði tekin á þeim tímapunkti. Setja pressu á Samtök atvinnulífsins Kristján Þórður segir að Fagfélögin vilji fara að sjá til lands í viðræðunum. „Við vonumst til þess að það verði komið á föstudaginn og ef það gerist ekki þá þurfum við bara að fara að meta þá stöðu sem er í viðræðunum.“ Ef SA kemur ekki með neitt að borðinu á föstudaginn, sjáum við þá fram á aðgerðir? „Ef málin fara ekki að hreyfast, þá já. Þá er það væntanlega skrefið í kjölfarið. Við auðvitað höldum í vonina að samtalið skili okkur eitthvað áfram. En ef það gerist ekki þá þurfum við að beita meiri þrýstingi.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15