Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 11:09 Því er enn ósvarað hversu lengi ríkið ætlar að halda utan um fasteignirnar og hvað verður gert til að halda þeim við. Vísir/Arnar Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. Þannig sé ekki gert ráð fyrir að NTÍ fái eignarhlutdeild í fasteignunum, veðrétt né hlut í eignaumsýslufélaginu sem til stendur að stofna um kaupinn. Þetta kemur fram í umsögn NTÍ um frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík en undir hana rita Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, og Sigurður Kári Kristjánsson stjórnarformaður. Benda þau á að um framlag NTÍ gæti numið á bilinu 10 til 15 milljörðum króna en eigið fé stofnunarinnar er 60 milljarðar króna. Gjaldþol stofnunarinnar muni dragast saman og nauðsynlegt að endurskoða fjármögnun hennar til framtíðar. Í umsögninni segir einnig að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að fjármunum NTÍ verði varið í uppkaup án endurgjalds, sé jafnframt horft til þess að í ókominni framtíð verði fasteignunum mögulega ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða þær fénýttar, til útleigu eða sölu. NTÍ telji rétt að ef til þessa komi sé rétt að endursöluverð fasteignanna eða leigutekjur af þim verði ráðstafað aftur til NTÍ, að minnsta kosti í hlutfalli við hlutdeild stofnunarinnar við fjármögnun aðgerðanna. Þá er einnig fjallað um tjónakostnað sem NTÍ kemur mögulega til með að greiða út vegna umræddra fasteigna: „NTÍ hefur lagt áherslu á mikilvægi þess í aðdraganda þessarar lagasetningar að í lagatextanum sé tekið fram að komi til þess að eignaumsýslufélagið geri bótakröfur á NTÍ vegna þeirra eigna sem keyptar verða af eigendum íbúðarhúsnæðis í Grindavík, verði litið svo á að þeir fjármunir sem teknir verða úr sjóðum NTÍ og lagðir til eignaumsýslufélagsins gangi upp í tjónakostnað NTÍ áður en til þess kemur að NTÍ greiði tjónabæturtil eignaumsýslufélagsins,“ segir í umsögninni. „Bótaskylt tjón sem kann að greinast á eignum eftir að eignarhald færist yfir til eignaumsýslufélagsins þurfi því að nema hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem tekin verður úr sjóði NTÍ áður en til bótagreiðslu kæmi til handa eignaumsýslufélaginu frá NTÍ. Að öðrum kosti verður að líta svo á að sjóðir NTÍ verði bæði nýttir til uppkaupa á fasteignum í Grindavík og síðan til greiðslu bóta vegna sömu fasteigna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Þannig sé ekki gert ráð fyrir að NTÍ fái eignarhlutdeild í fasteignunum, veðrétt né hlut í eignaumsýslufélaginu sem til stendur að stofna um kaupinn. Þetta kemur fram í umsögn NTÍ um frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík en undir hana rita Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, og Sigurður Kári Kristjánsson stjórnarformaður. Benda þau á að um framlag NTÍ gæti numið á bilinu 10 til 15 milljörðum króna en eigið fé stofnunarinnar er 60 milljarðar króna. Gjaldþol stofnunarinnar muni dragast saman og nauðsynlegt að endurskoða fjármögnun hennar til framtíðar. Í umsögninni segir einnig að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að fjármunum NTÍ verði varið í uppkaup án endurgjalds, sé jafnframt horft til þess að í ókominni framtíð verði fasteignunum mögulega ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða þær fénýttar, til útleigu eða sölu. NTÍ telji rétt að ef til þessa komi sé rétt að endursöluverð fasteignanna eða leigutekjur af þim verði ráðstafað aftur til NTÍ, að minnsta kosti í hlutfalli við hlutdeild stofnunarinnar við fjármögnun aðgerðanna. Þá er einnig fjallað um tjónakostnað sem NTÍ kemur mögulega til með að greiða út vegna umræddra fasteigna: „NTÍ hefur lagt áherslu á mikilvægi þess í aðdraganda þessarar lagasetningar að í lagatextanum sé tekið fram að komi til þess að eignaumsýslufélagið geri bótakröfur á NTÍ vegna þeirra eigna sem keyptar verða af eigendum íbúðarhúsnæðis í Grindavík, verði litið svo á að þeir fjármunir sem teknir verða úr sjóðum NTÍ og lagðir til eignaumsýslufélagsins gangi upp í tjónakostnað NTÍ áður en til þess kemur að NTÍ greiði tjónabæturtil eignaumsýslufélagsins,“ segir í umsögninni. „Bótaskylt tjón sem kann að greinast á eignum eftir að eignarhald færist yfir til eignaumsýslufélagsins þurfi því að nema hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem tekin verður úr sjóði NTÍ áður en til bótagreiðslu kæmi til handa eignaumsýslufélaginu frá NTÍ. Að öðrum kosti verður að líta svo á að sjóðir NTÍ verði bæði nýttir til uppkaupa á fasteignum í Grindavík og síðan til greiðslu bóta vegna sömu fasteigna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira