Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Lovísa Arnardóttir skrifar 21. febrúar 2024 08:24 Birgir Þórarinsson hefur rætt við leigubílstjóra um breytingarnar. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. Birgir lagði í desember í fyrra fram fyrirspurn á þingi til innviðaráðherra um það hvernig hefur gengið frá því að breytingar á lögunum tóku gildi í apríl árið 2023, fjölda tilvika sem hafa verið tilkynnt til Samgöngustofu og svo hvers eðlis þessi atvik eru. Birgir ræddi leigubílalögin í Bítinu í morgun. Hann segist bíða svara frá innviðaráðherra við fyrirspurn sinni en hana er hægt að kynna sér hér.. Þar spyr hann hversu margir hafi tekið próf á ensku og hversu margir á íslensku. Um breytingar á leigubifreiðaakstri og hvaða áhrif breytingarnar hafi haft á afkomu þeirra sem hafa leigubifreiðaakstur að aðalstarfi. Birgir segir að hann vilji líta til Danmerkur hvað varðar til dæmis tungumál þeirra sem aki leigubíla. Þar séu skilyrði um að tala dönsku og að sömu leið ætti að fara hér. „Ég tek eðlilegt að flýta þessari vinnu í ljósi þess sem við höfum séð fréttir af og í ljósi þess sem þeir segja sem vinna við greinina.“ Samkvæmt lögunum þarf hreint sakavottorð, gott orðspor og að sækja námskeið til að fá leyfi til að aka leigubíl. Birgir segir að hann telji vandamálið liggja í eftirlitsþættinum hjá Samgöngustofu. Þar þurfi betur að fara yfir. Svo séu próf í ökuskólanum á íslensku og að hann hafi heimild fyrir því að margir sem hafi fengið leyfi tali samt sem áður ekki íslensku. „Það á að vera eftirlit með því en það sem ég hef heyrt frá þeim sem starfa í greininni er að það eru þarna hlutir sem þarf að fara yfir og ég tel eðlilegt að það þurfi að flýta þeirri vinnu,“ segir Birgir. Hann segir að leigubílstjórar hafi ekki verið ósáttir við það að lögunum hafi verið breytt. Þeir hafi viljað gott samráð við stjórnvöld. Það hafi verið skortur á leigubílum og nauðsynlegt að gera breytingar. „Tilgangurinn var að fjölga bílum og auka samkeppni og svo framvegis. Það þarf að fara yfir þessa þætti,“ segir Birgir. Kynferðisofbeldi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Leigubílar Bítið Tengdar fréttir Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Birgir lagði í desember í fyrra fram fyrirspurn á þingi til innviðaráðherra um það hvernig hefur gengið frá því að breytingar á lögunum tóku gildi í apríl árið 2023, fjölda tilvika sem hafa verið tilkynnt til Samgöngustofu og svo hvers eðlis þessi atvik eru. Birgir ræddi leigubílalögin í Bítinu í morgun. Hann segist bíða svara frá innviðaráðherra við fyrirspurn sinni en hana er hægt að kynna sér hér.. Þar spyr hann hversu margir hafi tekið próf á ensku og hversu margir á íslensku. Um breytingar á leigubifreiðaakstri og hvaða áhrif breytingarnar hafi haft á afkomu þeirra sem hafa leigubifreiðaakstur að aðalstarfi. Birgir segir að hann vilji líta til Danmerkur hvað varðar til dæmis tungumál þeirra sem aki leigubíla. Þar séu skilyrði um að tala dönsku og að sömu leið ætti að fara hér. „Ég tek eðlilegt að flýta þessari vinnu í ljósi þess sem við höfum séð fréttir af og í ljósi þess sem þeir segja sem vinna við greinina.“ Samkvæmt lögunum þarf hreint sakavottorð, gott orðspor og að sækja námskeið til að fá leyfi til að aka leigubíl. Birgir segir að hann telji vandamálið liggja í eftirlitsþættinum hjá Samgöngustofu. Þar þurfi betur að fara yfir. Svo séu próf í ökuskólanum á íslensku og að hann hafi heimild fyrir því að margir sem hafi fengið leyfi tali samt sem áður ekki íslensku. „Það á að vera eftirlit með því en það sem ég hef heyrt frá þeim sem starfa í greininni er að það eru þarna hlutir sem þarf að fara yfir og ég tel eðlilegt að það þurfi að flýta þeirri vinnu,“ segir Birgir. Hann segir að leigubílstjórar hafi ekki verið ósáttir við það að lögunum hafi verið breytt. Þeir hafi viljað gott samráð við stjórnvöld. Það hafi verið skortur á leigubílum og nauðsynlegt að gera breytingar. „Tilgangurinn var að fjölga bílum og auka samkeppni og svo framvegis. Það þarf að fara yfir þessa þætti,“ segir Birgir.
Kynferðisofbeldi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Leigubílar Bítið Tengdar fréttir Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Stéttarfélög leigubílstjóra harma umrætt kynferðisbrot Stjórnarmenn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama harma að ung kona hafi nýlega orðið fyrir ofbeldi af hendi tveggja manna, þar af meints leigubifreiðastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum tveimur 16. febrúar 2024 19:00