Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. febrúar 2024 08:01 Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl stefnir á að fara út til Egyptalands til að koma ættingjum sínum til bjargar. Það kostar sitt og því verða haldnir styrktartónleikar í Iðnó næsta laugardag. aðsend „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. „Þegar ég sá íslensku konurnar, sem fóru til Egyptalands og björguðu fjölskyldu þar frá Rafah, þá ákvað ég að kanna þetta. Ég heyrði í þeim og fékk upplýsingar frá fjölskyldu minni sem er stödd í Rafah. Það kemur í ljós að þetta kostar gígantískar upphæðir,“ segir Alexander í samtali við Vísi. Eins og áður segir verða styrktartónleikarnir haldnir næsta laugardag í Iðnó, og það er stórskotalið sem mætir til leiks ásamt Alexander Jarl; Birnir, Floni, Clubdub, Daniil, Kzoba og Krabba Mane. „Ég hef þetta, ég hef rappið og kollega í rappsenunni sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þetta er í grunninn það sem hipp hopp snýst um, þó það hafi aðeins farið af brautinni,“ bætir Alexander við. „Þú færð ekki svona line-up fyrir fimm og níu annars staðar.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu. Frá mótmælum á Austurvelli, þar sem krafist hefur verið fjölskyldusameiningar á grundvelli dvalarleyfa. aðsend Búið að reyna allt annað Alexander er sjálfur fæddur og uppalinn í Vesturbæ. Hann á íslenska móður en föður frá Palestínu. „Á sama tíma og konurnar fóru út hef ég verið í auknum samskiptum við fjölskylduna mína úti. Þau spurðu mig síðan hvort þau gætu komið til Íslands. Ég fór og heimsótti ömmu mína þegar ég var sex ára á Gasa-svæðið, en síðan hef ég bara hitt hana hjá pabba mínum sem er búsettur í Bandaríkjunum.“ Alexander hefur sömuleiðis verið í sambandi við föðurbróður sinn og fjölskyldu á netinu. „Þau hef ég ekki hitt í langan tíma. Þannig að það að þau séu að hafa samband við mig en ekki aðra ættingja þýðir að það er búið að reyna allt annað,“ segir Alexander sem fékk þær upplýsingar frá yfirvöldum hér að ættingjarnir þyrftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komu, prenta það út sérstaklega og skila í frumriti. Alexander ásamt dóttur sinni Ronju, sem skírð er eftir frænku þeirra sem nú er stödd á Gasa-svæðinu.aðsend „Þau fara ekki að prenta út í flóttamannabúðum í Rafah, sem er verið að sprengja daglega.“ Til stendur að bjarga þeim ættingjum sem hafa vegabréf undir höndum. Ömmu hans Alexanders, föðurbróður, konu hans og börnum þeirra fimm. „Þau eru frá fjögurra ára og upp í sextán ára. Þau eiga öll vegabréf en svo eiga föðursystir mín, Ronja, og tvö börn ekki vegabréf. Og þá skilst mér að þær eigi í raun ekki séns. En planið er að koma þeim sem ég get yfir og það kostar einhverjar milljónir, þótt upphæðin sé óljós á þessu stigi. En þetta er byrjunin, og ef ég næ bara að safna fyrir einum þá gerum við það, eða komum þessu í hendur þeirra sem geta það úti.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Egyptaland Tónleikar á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Þegar ég sá íslensku konurnar, sem fóru til Egyptalands og björguðu fjölskyldu þar frá Rafah, þá ákvað ég að kanna þetta. Ég heyrði í þeim og fékk upplýsingar frá fjölskyldu minni sem er stödd í Rafah. Það kemur í ljós að þetta kostar gígantískar upphæðir,“ segir Alexander í samtali við Vísi. Eins og áður segir verða styrktartónleikarnir haldnir næsta laugardag í Iðnó, og það er stórskotalið sem mætir til leiks ásamt Alexander Jarl; Birnir, Floni, Clubdub, Daniil, Kzoba og Krabba Mane. „Ég hef þetta, ég hef rappið og kollega í rappsenunni sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þetta er í grunninn það sem hipp hopp snýst um, þó það hafi aðeins farið af brautinni,“ bætir Alexander við. „Þú færð ekki svona line-up fyrir fimm og níu annars staðar.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu. Frá mótmælum á Austurvelli, þar sem krafist hefur verið fjölskyldusameiningar á grundvelli dvalarleyfa. aðsend Búið að reyna allt annað Alexander er sjálfur fæddur og uppalinn í Vesturbæ. Hann á íslenska móður en föður frá Palestínu. „Á sama tíma og konurnar fóru út hef ég verið í auknum samskiptum við fjölskylduna mína úti. Þau spurðu mig síðan hvort þau gætu komið til Íslands. Ég fór og heimsótti ömmu mína þegar ég var sex ára á Gasa-svæðið, en síðan hef ég bara hitt hana hjá pabba mínum sem er búsettur í Bandaríkjunum.“ Alexander hefur sömuleiðis verið í sambandi við föðurbróður sinn og fjölskyldu á netinu. „Þau hef ég ekki hitt í langan tíma. Þannig að það að þau séu að hafa samband við mig en ekki aðra ættingja þýðir að það er búið að reyna allt annað,“ segir Alexander sem fékk þær upplýsingar frá yfirvöldum hér að ættingjarnir þyrftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komu, prenta það út sérstaklega og skila í frumriti. Alexander ásamt dóttur sinni Ronju, sem skírð er eftir frænku þeirra sem nú er stödd á Gasa-svæðinu.aðsend „Þau fara ekki að prenta út í flóttamannabúðum í Rafah, sem er verið að sprengja daglega.“ Til stendur að bjarga þeim ættingjum sem hafa vegabréf undir höndum. Ömmu hans Alexanders, föðurbróður, konu hans og börnum þeirra fimm. „Þau eru frá fjögurra ára og upp í sextán ára. Þau eiga öll vegabréf en svo eiga föðursystir mín, Ronja, og tvö börn ekki vegabréf. Og þá skilst mér að þær eigi í raun ekki séns. En planið er að koma þeim sem ég get yfir og það kostar einhverjar milljónir, þótt upphæðin sé óljós á þessu stigi. En þetta er byrjunin, og ef ég næ bara að safna fyrir einum þá gerum við það, eða komum þessu í hendur þeirra sem geta það úti.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Egyptaland Tónleikar á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira