„Löngu tímabært að taka þetta skref“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 21:53 Lilja Alfreðsdóttir ræddi áform um Þjóðaróperu. vísir/vilhelm „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin. Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar gagnrýndi framkvæmdina í viðtali við Vísi fyrr í kvöld. Sagði hann meðal annars að ríkisstjórnin hafi ekki lagt til nægt fjármagn svo að hægt væri að halda starfi Íslensku óperunnar áfram þar til Þjóðarópera yrði stofnuð. Spurð út í þessi orð Péturs segir Lilja: „Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið í miklu og nánu samstarfi við Íslensku óperuna og lagt henni bæði fjármuni og faglegan stuðning á síðustu árum. Við höfum bæði stutt við uppsetningar og sér í lagi fyrirhugaða uppsetningu Daníels Bjarnasonar. Ég hefði viljað sjá það allt ganga eftir en við höfum sannarlega verið að styðja við Íslensku óperuna og óperustarf í landinu.“ Hún þakkar Íslensku óperunni samstarfið sem hafi gengið vel en nú séu nýir tímar framundan. „Við fórum bara að skipta framlögum öðruvísi upp. Framlag til óperustarfsemi hefur ekki minnkað eins og gefið er til kynna. Framlögin minnkuðu til Íslensku óperunnar því við vildum setja af stað Þjóðaróperu. Við þurftum líka að vera hagsýn og sýna fyrirhyggju svo þessi draumur gæti ræst. Listformið fái það súrefni sem það verðskuldar Lilja nefnir að samlegðaráhrif myndist við það að stofna óperuna innan Þjóðleikhússins. „Þetta er framsýnt en það er líka verið að nýta menningarinnviði sem eru til staðar. Það var löngu tímabært að taka þetta skref og þetta nýtur stuðnings hjá bæði óperusamfélaginu og sviðslistasamfélaginu. Við viljum vera með eina öfluga sviðslistastofnun, þar sem Þjóðleikhúsið, Þjóðarópera og Íslenski dansflokkurinn verður undir, að danskri fyrirmynd.“ Þjóðleikhúsið, Harpa og Hof verði nýtt til þess. Hún bætir við að aukningin verði í skrefum. „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref til að þetta listform fengi það súrefni sem það verðskuldar. Sumir vilja að þetta sé sjálfstætt en það verður þá ekki eins burðugt. Ég tel að við séum með þessu að fá miklu meira fyrir það opinbera fé sem við setjum í þetta, en við ella hefðum fengið,“ segir Lilja. Íslenska óperan Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tónlist Þjóðaróperan Tengdar fréttir Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar gagnrýndi framkvæmdina í viðtali við Vísi fyrr í kvöld. Sagði hann meðal annars að ríkisstjórnin hafi ekki lagt til nægt fjármagn svo að hægt væri að halda starfi Íslensku óperunnar áfram þar til Þjóðarópera yrði stofnuð. Spurð út í þessi orð Péturs segir Lilja: „Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur verið í miklu og nánu samstarfi við Íslensku óperuna og lagt henni bæði fjármuni og faglegan stuðning á síðustu árum. Við höfum bæði stutt við uppsetningar og sér í lagi fyrirhugaða uppsetningu Daníels Bjarnasonar. Ég hefði viljað sjá það allt ganga eftir en við höfum sannarlega verið að styðja við Íslensku óperuna og óperustarf í landinu.“ Hún þakkar Íslensku óperunni samstarfið sem hafi gengið vel en nú séu nýir tímar framundan. „Við fórum bara að skipta framlögum öðruvísi upp. Framlag til óperustarfsemi hefur ekki minnkað eins og gefið er til kynna. Framlögin minnkuðu til Íslensku óperunnar því við vildum setja af stað Þjóðaróperu. Við þurftum líka að vera hagsýn og sýna fyrirhyggju svo þessi draumur gæti ræst. Listformið fái það súrefni sem það verðskuldar Lilja nefnir að samlegðaráhrif myndist við það að stofna óperuna innan Þjóðleikhússins. „Þetta er framsýnt en það er líka verið að nýta menningarinnviði sem eru til staðar. Það var löngu tímabært að taka þetta skref og þetta nýtur stuðnings hjá bæði óperusamfélaginu og sviðslistasamfélaginu. Við viljum vera með eina öfluga sviðslistastofnun, þar sem Þjóðleikhúsið, Þjóðarópera og Íslenski dansflokkurinn verður undir, að danskri fyrirmynd.“ Þjóðleikhúsið, Harpa og Hof verði nýtt til þess. Hún bætir við að aukningin verði í skrefum. „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref til að þetta listform fengi það súrefni sem það verðskuldar. Sumir vilja að þetta sé sjálfstætt en það verður þá ekki eins burðugt. Ég tel að við séum með þessu að fá miklu meira fyrir það opinbera fé sem við setjum í þetta, en við ella hefðum fengið,“ segir Lilja.
Íslenska óperan Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tónlist Þjóðaróperan Tengdar fréttir Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ 5. október 2023 08:06
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu