Fylgdi hjartanu og tók áhættu Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2024 10:00 Perla Ruth sneri aftur til uppeldisfélags síns Selfoss fyrir yfirstandandi tímabil og á hún stóran þátt í því að liðið hefur nú tryggt sér veru í deild þeirra bestu á nýjan leik. Mynd: UMF Selfoss Íslenska landsliðskonan í handbolta, Perla Ruth Albertsdóttir, þurfti að taka stóra ákvörðun fyrir yfirstandandi tímabil. Átti hún að fylgja uppeldisfélagi sínu Selfoss niður í næst efstu deild í endurkomu sinni eða halda á önnur mið? Perla ákvað að halda tryggð við Selfyssinga sem hafa reynst óstöðvandi á tímabilinu og tryggt sér sæti í efstu deild á nýjan leik. Því staðreyndin var sú að þegar að Perla Ruth og forráðamenn handknattleiksdeildar Selfoss náðu samkomulagi, þess efnis að hún myndi snúa aftur til uppeldisfélagsins fyrir tímabilið 2023/24, var Selfoss enn í efstu deild og voru ekki að horfa á deildina fyrir neðan sig. Örlög liðsins voru hins vegar sú að lúta í lægra haldi fyrir liði ÍR í umspili um laust sæti í efstu deild. Selfoss þurfti því að bíta í það súra epli að falla niður um deild. Eitthvað sem landsliðskonan Perla, sem hefur á sínum ferli bæði lyft Íslands- og bikarmeistaratitlinum, og félagið höfðu ekki ætlað sér. „Já þetta var náttúrulega ekki það sem hvorki ég, né aðrir í kringum félagið, höfðum planað,“ segir Perla í samtali við Vísi um aðstæðurnar sem uppi voru eftir síðasta tímabil eftir fall Selfoss. „Fallið var töluverður skellur en fljótlega sá maður bara tækifærin í þessu og það hefur sýnt sig núna. Við erum búnar að græða ótrúlega mikið á þessari reynslu sem hópur og á sama tíma hefur þetta gefið félaginu ótrúlega mikið. Það er bara virkilega gaman að allir tóku þátt í þessu verkefni. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt tímabil sem hefur gefið okkur mikla reynslu. Þetta var heldur betur þess virði.“ Þú varst nú að taka töluverða áhættu með ákvörðun þinni að halda tryggð við félagið er það féll úr efstu deild er það ekki? Svona ef við setjum þetta í það samhengi að þú hefur verið hluti af íslenska landsliðinu og býrð yfir farsælum tíma í efstu deild. „Ég hugsaði það kannski einstöku sinnum (að þetta væri áhætta). En það var alveg mjög fljótt að breytast yfir í það að sjá tækifærin í þessu. Ég þekki þetta félag mjög vel, veit hvaða metnaður býr í fólkinu í kringum félagið. Ég vissi að allir sem ég var að fara vinna með hér, bæði leikmenn, þjálfararnir og fólkið í kringum liðið myndu standa sig með mikilli fagmennsku. Það er gaman að ná að sanna þessa vissu mína svona.“ Perla Ruth í leik með íslenska landsliðinuVísir/Hulda Margrét Og væntanlega bara enn þá sætara að eiga þátt í því að hjálpa uppeldisfélagi sínu aftur upp í deild þeirra bestu? „Algjörlega. Maður gat alveg ímyndað sér, ef að einhverjir póstar hefðu ekki sagt já við því að vera áfram með liðinu í næstefstu deild, að Selfoss myndi mögulega ekki tefla fram kvennaliði í handboltanum á þessu tímabili. Það hefði verið auðvelt, ef einhverjar af okkar sterku póstum hefðu sagt nei við því að spila með liðinu á tímabilinu, að þær hefðu bara allar farið og að liðið hefði verið lagt niður. Er ég ímyndaði mér það hugsaði ég um leið um alla framtíðarleikmenn liðsins sem eru að æfa hér með yngri flokkunum á Selfossi. Það eru mjög efnilegir árgangar að koma upp hjá okkur og mögulega hefði ekki verið neitt meistaraflokkslið til staðar fyrir þær til að stíga upp í. Ég er með Selfoss hjarta og var ekki til í að láta það gerast. Það er virkilega sætt að geta hjálpað félaginu með þessum hætti og að það hafi sömuleiðis tekið svona stuttan tíma að búa til flottan grunn sem við ætlum svo að halda áfram að vinna á.“ Staðreyndin er sú að lið Selfoss hefur verið óstöðvandi á yfirstandandi tímabili. Liðið hefur ekki tapað leik í næstefstu deild og er sömuleiðis komið í undanúrslit bikarsins og hefur á þeirri vegferð lagt af velli lið úr efstu deild. Það sýnir sig að þetta lið sem þið eruð með í höndunum er allt of gott til þess að vera í næstefstu deild er það ekki? „Jú klárlega. Við erum bara hundrað prósent sammála því og höfum sagt það alveg frá byrjun þessa tímabils. Það hefði verið rosalega auðvelt að taka bara þátt með það eitt fyrir augum að vera bara með í þessari deild. Við ákváðum hins vegar að gera það ekki. Við vildum vera með yfirburði í þessari deild, mæta af krafti og sýna mikla fagmennsku. Ekki bara vinna leikina, heldur vinna þá öruggt og sýna hvað við erum góðar. Sem við erum búnar að ná að gera hingað til, bæði í deild og bikar þar sem að við erum búnar að vinna lið úr efstu deild með ég veit ekki hversu mörgum mörkum. Þetta hefur verið mikil fagmennska og virkilega vel gert hjá okkar flotta hóp.“ Og hefur Perla séð liðsandann hjá þessu spræka liði Selfyssinga eflast eftir því sem líður á tímabilið. „Þetta er bara einn besti hópur sem ég hef verið hluti af. Maður hugsar bara að það gerist allt af ástæðu. Ef þetta hefði ekki gerst þá hefðum við aldrei fengið leikmenn eins og Hörpu Valey Gylfadóttur til okkar. Þetta fer allt eins og það á að fara og það sýnir sig virkilega á þessu tímabili. Við byrjuðum þetta tímabil á góðri æfingaferð á Spáni þar sem að einbeitingin var mikið á því að efla liðsheildina. Það er heldur betur búið að vera skila sér í vetur. Þetta er frábær hópur sem er virkilega vel samsettur. Karakterarnir eru mjög skemmtilegir.“ En þó svo að deildarmeistaratitill næstefstu deildar sé í höfn og þar með sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik tryggt, er ætlunarverki Selfyssinga á yfirstandandi tímabili ekki lokið. Framundan eru undanúrslit bikarkeppninnar og möguleiki á öðrum titli. Það er væntanlega markmiðið hjá ykkur að valda enn þá meiri usla, gera atlögu að bikarmeistaratitlinum? „Auðvitað. Það eru öll liðin með það markmið að vinna þennan bikar. Við ætlum bara að halda áfram að fara inn í hvern leik og vinna að markmiðunum okkar. Við settum okkur nokkur markmið fyrir tímabilið. Við höfum náð einu þeirra en það er enginn orðinn saddur. Við eigum enn þá allavegana tvö markmið í viðbót sem við erum að stefna að. Við höldum áfram að mæta í hvern leik og gera betur en í síðasta.“ Olís-deild kvenna Landslið kvenna í handbolta UMF Selfoss Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Sjá meira
Því staðreyndin var sú að þegar að Perla Ruth og forráðamenn handknattleiksdeildar Selfoss náðu samkomulagi, þess efnis að hún myndi snúa aftur til uppeldisfélagsins fyrir tímabilið 2023/24, var Selfoss enn í efstu deild og voru ekki að horfa á deildina fyrir neðan sig. Örlög liðsins voru hins vegar sú að lúta í lægra haldi fyrir liði ÍR í umspili um laust sæti í efstu deild. Selfoss þurfti því að bíta í það súra epli að falla niður um deild. Eitthvað sem landsliðskonan Perla, sem hefur á sínum ferli bæði lyft Íslands- og bikarmeistaratitlinum, og félagið höfðu ekki ætlað sér. „Já þetta var náttúrulega ekki það sem hvorki ég, né aðrir í kringum félagið, höfðum planað,“ segir Perla í samtali við Vísi um aðstæðurnar sem uppi voru eftir síðasta tímabil eftir fall Selfoss. „Fallið var töluverður skellur en fljótlega sá maður bara tækifærin í þessu og það hefur sýnt sig núna. Við erum búnar að græða ótrúlega mikið á þessari reynslu sem hópur og á sama tíma hefur þetta gefið félaginu ótrúlega mikið. Það er bara virkilega gaman að allir tóku þátt í þessu verkefni. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt tímabil sem hefur gefið okkur mikla reynslu. Þetta var heldur betur þess virði.“ Þú varst nú að taka töluverða áhættu með ákvörðun þinni að halda tryggð við félagið er það féll úr efstu deild er það ekki? Svona ef við setjum þetta í það samhengi að þú hefur verið hluti af íslenska landsliðinu og býrð yfir farsælum tíma í efstu deild. „Ég hugsaði það kannski einstöku sinnum (að þetta væri áhætta). En það var alveg mjög fljótt að breytast yfir í það að sjá tækifærin í þessu. Ég þekki þetta félag mjög vel, veit hvaða metnaður býr í fólkinu í kringum félagið. Ég vissi að allir sem ég var að fara vinna með hér, bæði leikmenn, þjálfararnir og fólkið í kringum liðið myndu standa sig með mikilli fagmennsku. Það er gaman að ná að sanna þessa vissu mína svona.“ Perla Ruth í leik með íslenska landsliðinuVísir/Hulda Margrét Og væntanlega bara enn þá sætara að eiga þátt í því að hjálpa uppeldisfélagi sínu aftur upp í deild þeirra bestu? „Algjörlega. Maður gat alveg ímyndað sér, ef að einhverjir póstar hefðu ekki sagt já við því að vera áfram með liðinu í næstefstu deild, að Selfoss myndi mögulega ekki tefla fram kvennaliði í handboltanum á þessu tímabili. Það hefði verið auðvelt, ef einhverjar af okkar sterku póstum hefðu sagt nei við því að spila með liðinu á tímabilinu, að þær hefðu bara allar farið og að liðið hefði verið lagt niður. Er ég ímyndaði mér það hugsaði ég um leið um alla framtíðarleikmenn liðsins sem eru að æfa hér með yngri flokkunum á Selfossi. Það eru mjög efnilegir árgangar að koma upp hjá okkur og mögulega hefði ekki verið neitt meistaraflokkslið til staðar fyrir þær til að stíga upp í. Ég er með Selfoss hjarta og var ekki til í að láta það gerast. Það er virkilega sætt að geta hjálpað félaginu með þessum hætti og að það hafi sömuleiðis tekið svona stuttan tíma að búa til flottan grunn sem við ætlum svo að halda áfram að vinna á.“ Staðreyndin er sú að lið Selfoss hefur verið óstöðvandi á yfirstandandi tímabili. Liðið hefur ekki tapað leik í næstefstu deild og er sömuleiðis komið í undanúrslit bikarsins og hefur á þeirri vegferð lagt af velli lið úr efstu deild. Það sýnir sig að þetta lið sem þið eruð með í höndunum er allt of gott til þess að vera í næstefstu deild er það ekki? „Jú klárlega. Við erum bara hundrað prósent sammála því og höfum sagt það alveg frá byrjun þessa tímabils. Það hefði verið rosalega auðvelt að taka bara þátt með það eitt fyrir augum að vera bara með í þessari deild. Við ákváðum hins vegar að gera það ekki. Við vildum vera með yfirburði í þessari deild, mæta af krafti og sýna mikla fagmennsku. Ekki bara vinna leikina, heldur vinna þá öruggt og sýna hvað við erum góðar. Sem við erum búnar að ná að gera hingað til, bæði í deild og bikar þar sem að við erum búnar að vinna lið úr efstu deild með ég veit ekki hversu mörgum mörkum. Þetta hefur verið mikil fagmennska og virkilega vel gert hjá okkar flotta hóp.“ Og hefur Perla séð liðsandann hjá þessu spræka liði Selfyssinga eflast eftir því sem líður á tímabilið. „Þetta er bara einn besti hópur sem ég hef verið hluti af. Maður hugsar bara að það gerist allt af ástæðu. Ef þetta hefði ekki gerst þá hefðum við aldrei fengið leikmenn eins og Hörpu Valey Gylfadóttur til okkar. Þetta fer allt eins og það á að fara og það sýnir sig virkilega á þessu tímabili. Við byrjuðum þetta tímabil á góðri æfingaferð á Spáni þar sem að einbeitingin var mikið á því að efla liðsheildina. Það er heldur betur búið að vera skila sér í vetur. Þetta er frábær hópur sem er virkilega vel samsettur. Karakterarnir eru mjög skemmtilegir.“ En þó svo að deildarmeistaratitill næstefstu deildar sé í höfn og þar með sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik tryggt, er ætlunarverki Selfyssinga á yfirstandandi tímabili ekki lokið. Framundan eru undanúrslit bikarkeppninnar og möguleiki á öðrum titli. Það er væntanlega markmiðið hjá ykkur að valda enn þá meiri usla, gera atlögu að bikarmeistaratitlinum? „Auðvitað. Það eru öll liðin með það markmið að vinna þennan bikar. Við ætlum bara að halda áfram að fara inn í hvern leik og vinna að markmiðunum okkar. Við settum okkur nokkur markmið fyrir tímabilið. Við höfum náð einu þeirra en það er enginn orðinn saddur. Við eigum enn þá allavegana tvö markmið í viðbót sem við erum að stefna að. Við höldum áfram að mæta í hvern leik og gera betur en í síðasta.“
Olís-deild kvenna Landslið kvenna í handbolta UMF Selfoss Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Sjá meira