Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 18:44 Pétur J. Eiríksson er ósáttur með það hvernig staðið er að stofnun Þjóðaróperu. aðsend/vísir/vilhelm Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. Ákvörðun um nýja Þjóðaróperu innan Þjóðleikhússins hefur legið í loftinu um nokkurt skeið en í dag birtist í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. „Það er ákvörðun menningarmálaráðuneytisins að hætta fjárveitingum til Íslensku óperunnar og þá er í raun sjálfhætt,“ segir Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar í samtali við Vísi, en mbl.is greindi fyrst frá örlögum óperunnar íslensku. Skiptar skoðanir á Þjóðaróperu Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Að sögn Péturs voru framlög til Íslensku óperunnar 240 milljónir árið 2023. Þá er gert ráð fyrir 12 fullum stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 hálfum stöðugildum fyrir kór, auk fasts starfsfólks, áform sem Félag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, hefur tekið vel í. Tekist var á um þessi mál í Pallborðinu á Vísi í október. Þar sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri að verulega hafa skort á samráði við óperuna og að menningarslys væri í uppsliglingu ef ekki væri passað upp á að brúa bilið milli gömlu og nýju óperunnar. Pétur tekur undir þessi sjónarmið Steinunnar Birnu. „Það getur vel verið að það sé skynsamlegt að stofna Þjóðaróperu, en fram að þeim tíma er eðlilegt að íslenska óperan starfi af fullum krafti þar til Þjóðaróperan er tilbúin.“ Pétur J. eiríksson Lagt er til að Þjóðaróperan hefji starfsemi sína í áföngum og verði byggð upp í markvissum skrefum frá ársbyrjun 2025. „Við höfum lagt áherslu á það að halda óperustarfsemi áfram órofið en ríkisstjórnin hefur ekki viljað veita okkur fé til áframhaldandi starfsemi. Þetta er auðvitað hörmulegt, við höfum starfað í 44 ár við góðan orðstír og komin góð reynsla í þessari stofnun. Hún hefur virkað vel og við erum slegin yfir þessari ákvörðun.“ Ekki víst hvenær næsta ópera verður sýnd Engin ópera verður sýnd í mars en til stóð að setja upp La Boheme. Sömu sögu er að segja um verkið Agnesi eftir Daníel Bjarnason sem átti að koma á fjalirnar í september. „Við fengum peninga eyrnamerkta því verkefni en það verður bara ekki tilbúið í tæka tíð, og því verður ekkert af því. Það er því ekki vitað hvenær ópera verður sýnd hér næst. Þetta er í lausu lofti,“ segir Pétur. Árið 2023 fékk Íslenska óperan um 240 milljónir í framlög frá ríkinu og í ár 138 milljónir til að sýna verkið Agnesi. „Það verður hins vegar ekki af því,“ segir Pétur. Varðandi gagnrýni Klassís á stjórnarhætti Íslensku óperunnar segir Pétur: „Hún er furðuleg. Staðan í óperumálum er ekki búin til af Íslensku óperunni heldur annars staðar. Við höfum sýnt margar óperur í gegnum árin og alltaf fengið góða dóma, þannig ég skil ekki alveg hvert Klassís er að fara. En auðvitað fagna þau þessu enda er þeim lofað að ríkisóperan muni hafa sextán söngvara fastráðna, sem Íslenska óperan hefði getað gert líka ef þau hefðu fengið fjárveitingar til.“ 800 milljónir árlega Í frumvarpi Þjóðaróperunnar er gert ráð fyrir að aðalsetur Þjóðaróperu verði í Hörpu, sem mun aðlaga rými sín fyrir aukna óperustarfsemi í húsinu, en sýningar verði bæði í Hörpu, Þjóðleikhúsi, Hofi á Akureyri og víðar. Í gildandi fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir aukningu til málaflokksins, en við undirbúning fjármálaáætlunar 2025-2029 verður óskað eftir að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Þá er lagt til að fjölgað um tvo aðila í þjóðleikhúsráði sem hafi staðgóða reynslu af vettvangi óperulista. Þá er lagt til að nýjum kafla um Þjóðaróperu verði bætt inn í gildandi sviðslistalög. Íslenska óperan Menning Tónlist Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Þjóðaróperan Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ákvörðun um nýja Þjóðaróperu innan Þjóðleikhússins hefur legið í loftinu um nokkurt skeið en í dag birtist í samráðsgátt stjórnvalda frumvarpsdrög Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningarráðherra um stofnun Þjóðaróperu. „Það er ákvörðun menningarmálaráðuneytisins að hætta fjárveitingum til Íslensku óperunnar og þá er í raun sjálfhætt,“ segir Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Íslensku óperunnar í samtali við Vísi, en mbl.is greindi fyrst frá örlögum óperunnar íslensku. Skiptar skoðanir á Þjóðaróperu Áformað er að Þjóðarópera taki til starfa innan Þjóðleikhússins og óskað eftir því að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Að sögn Péturs voru framlög til Íslensku óperunnar 240 milljónir árið 2023. Þá er gert ráð fyrir 12 fullum stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 hálfum stöðugildum fyrir kór, auk fasts starfsfólks, áform sem Félag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, hefur tekið vel í. Tekist var á um þessi mál í Pallborðinu á Vísi í október. Þar sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri að verulega hafa skort á samráði við óperuna og að menningarslys væri í uppsliglingu ef ekki væri passað upp á að brúa bilið milli gömlu og nýju óperunnar. Pétur tekur undir þessi sjónarmið Steinunnar Birnu. „Það getur vel verið að það sé skynsamlegt að stofna Þjóðaróperu, en fram að þeim tíma er eðlilegt að íslenska óperan starfi af fullum krafti þar til Þjóðaróperan er tilbúin.“ Pétur J. eiríksson Lagt er til að Þjóðaróperan hefji starfsemi sína í áföngum og verði byggð upp í markvissum skrefum frá ársbyrjun 2025. „Við höfum lagt áherslu á það að halda óperustarfsemi áfram órofið en ríkisstjórnin hefur ekki viljað veita okkur fé til áframhaldandi starfsemi. Þetta er auðvitað hörmulegt, við höfum starfað í 44 ár við góðan orðstír og komin góð reynsla í þessari stofnun. Hún hefur virkað vel og við erum slegin yfir þessari ákvörðun.“ Ekki víst hvenær næsta ópera verður sýnd Engin ópera verður sýnd í mars en til stóð að setja upp La Boheme. Sömu sögu er að segja um verkið Agnesi eftir Daníel Bjarnason sem átti að koma á fjalirnar í september. „Við fengum peninga eyrnamerkta því verkefni en það verður bara ekki tilbúið í tæka tíð, og því verður ekkert af því. Það er því ekki vitað hvenær ópera verður sýnd hér næst. Þetta er í lausu lofti,“ segir Pétur. Árið 2023 fékk Íslenska óperan um 240 milljónir í framlög frá ríkinu og í ár 138 milljónir til að sýna verkið Agnesi. „Það verður hins vegar ekki af því,“ segir Pétur. Varðandi gagnrýni Klassís á stjórnarhætti Íslensku óperunnar segir Pétur: „Hún er furðuleg. Staðan í óperumálum er ekki búin til af Íslensku óperunni heldur annars staðar. Við höfum sýnt margar óperur í gegnum árin og alltaf fengið góða dóma, þannig ég skil ekki alveg hvert Klassís er að fara. En auðvitað fagna þau þessu enda er þeim lofað að ríkisóperan muni hafa sextán söngvara fastráðna, sem Íslenska óperan hefði getað gert líka ef þau hefðu fengið fjárveitingar til.“ 800 milljónir árlega Í frumvarpi Þjóðaróperunnar er gert ráð fyrir að aðalsetur Þjóðaróperu verði í Hörpu, sem mun aðlaga rými sín fyrir aukna óperustarfsemi í húsinu, en sýningar verði bæði í Hörpu, Þjóðleikhúsi, Hofi á Akureyri og víðar. Í gildandi fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir aukningu til málaflokksins, en við undirbúning fjármálaáætlunar 2025-2029 verður óskað eftir að varanlegt fjármagn til óperustarfsemi aukist um 600 m.kr. í áföngum og verði samtals 800 m.kr. árlega að núvirði frá og með árinu 2028. Þá er lagt til að fjölgað um tvo aðila í þjóðleikhúsráði sem hafi staðgóða reynslu af vettvangi óperulista. Þá er lagt til að nýjum kafla um Þjóðaróperu verði bætt inn í gildandi sviðslistalög.
Íslenska óperan Menning Tónlist Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Þjóðaróperan Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent