Sjálfstæðismenn skriðið í eina sæng með röngum bandamanni Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2024 16:28 Inga hélt því fram að á Íslandi ríkti algert ófremdarástand í málefnum hælisleitenda, á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn alla ábyrgð. Guðrún var til andmæla en Ingu varð ekki hnikað. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, beindi fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á Alþingi nú áðan. Og vandaði Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í leiðinni. „Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Síðustu tvö ár hefur kostnaður okkar vegna þessara umsókna verið yfir 35 milljarðar króna,“ sagði Inga. Og hún vildi meina að þessu fylgdi tilheyrandi álag á innviði og aukinn félagslegan vanda. „Ég spyr hæstvirtan dómsmálaráðherra hvers vegna dómsmálaráðuneytið er ekki búið að koma upp tímabundnu innra eftirliti með landamærunum í samræmi við undanþágu í Schengen-samstarfinu líkt og Austurríki, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Noregur og Svíþjóð hafa gert.“ Engin vernd fyrir alþjóðlegri glæpastarfsemi Þá vildi Inga gjarnan fá upplýsingar um hvar gerð PNR-samninga standi? „Til að tryggja að erlend flugfélög skili öllum farþegalistum sem óskað er eftir við komu þeirra hingað til lands. Þannig munum við efla getu lögreglu til að tryggja frekara öryggi okkar og um leið koma í veg fyrir innflutta skipulagða glæpastarfsemi.“ Ingu var heitt í hamsi og hún var ekki hætt því hún vildi einnig spyrja Guðrúnu um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem allir viti að hefur um árabil borið hundrað prósent ábyrgð á útlendingamálunum, sé sáttur við ófremdarástand sem skapast hefur í málefnum hælisleitenda, þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd. „Þar sem flokkurinn, kannski í valdagræðgi sinni – ég veit það ekki – skríður ítrekað í eina sæng með Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem allir vita að aðhyllist hér algjörlega opin landamæri.“ Guðrún komst ekki mikið lengra með að svara fyrirspurn Ingu en að því leytinu til að minna á að hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af fjölda þeirra sem hingað koma og sækja um vernd. Þeir séu alltof margir, jafn margir og byggja Árborg. „Síðustu tíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með málaflokkinn en hins vegar er það svo að þingið hefur hafnað öllum breytingum, ekki einu sinni eða tvisvar heldur fimm sinnum. Þingið hefur komið í veg fyrir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að gera breytingar. Og það hafi ekkert með valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins að gera.“ Í bólið með röngum aðila Guðrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa tekið að sér málaflokkinn af mikilli ábyrgð en þinginu væri um að kenna að ekkert hafi hnikast. Inga þakkaði Guðrún svarið en sagði hana hafa fest umsvifalaust í vangaveltu sinni um valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins. Það sé hins vegar svo að það þýði ekkert fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð í þessum efnum. Hún væri hundrað prósent. „Þeir hafa bara valið sér ranga bandamenn, skríða í sæng með röngum aðila sem þeir vita fyrirfram að er bara til vandræða,“ sagði Inga. Hún vildi meina að það skipti öllu að velja sér bandamenn við hæfi svo hlutirnir gætu gengið hér smurt fyrir heill samfélagsins alls. Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Síðustu tvö ár hefur kostnaður okkar vegna þessara umsókna verið yfir 35 milljarðar króna,“ sagði Inga. Og hún vildi meina að þessu fylgdi tilheyrandi álag á innviði og aukinn félagslegan vanda. „Ég spyr hæstvirtan dómsmálaráðherra hvers vegna dómsmálaráðuneytið er ekki búið að koma upp tímabundnu innra eftirliti með landamærunum í samræmi við undanþágu í Schengen-samstarfinu líkt og Austurríki, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Noregur og Svíþjóð hafa gert.“ Engin vernd fyrir alþjóðlegri glæpastarfsemi Þá vildi Inga gjarnan fá upplýsingar um hvar gerð PNR-samninga standi? „Til að tryggja að erlend flugfélög skili öllum farþegalistum sem óskað er eftir við komu þeirra hingað til lands. Þannig munum við efla getu lögreglu til að tryggja frekara öryggi okkar og um leið koma í veg fyrir innflutta skipulagða glæpastarfsemi.“ Ingu var heitt í hamsi og hún var ekki hætt því hún vildi einnig spyrja Guðrúnu um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem allir viti að hefur um árabil borið hundrað prósent ábyrgð á útlendingamálunum, sé sáttur við ófremdarástand sem skapast hefur í málefnum hælisleitenda, þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd. „Þar sem flokkurinn, kannski í valdagræðgi sinni – ég veit það ekki – skríður ítrekað í eina sæng með Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem allir vita að aðhyllist hér algjörlega opin landamæri.“ Guðrún komst ekki mikið lengra með að svara fyrirspurn Ingu en að því leytinu til að minna á að hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af fjölda þeirra sem hingað koma og sækja um vernd. Þeir séu alltof margir, jafn margir og byggja Árborg. „Síðustu tíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með málaflokkinn en hins vegar er það svo að þingið hefur hafnað öllum breytingum, ekki einu sinni eða tvisvar heldur fimm sinnum. Þingið hefur komið í veg fyrir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að gera breytingar. Og það hafi ekkert með valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins að gera.“ Í bólið með röngum aðila Guðrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa tekið að sér málaflokkinn af mikilli ábyrgð en þinginu væri um að kenna að ekkert hafi hnikast. Inga þakkaði Guðrún svarið en sagði hana hafa fest umsvifalaust í vangaveltu sinni um valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins. Það sé hins vegar svo að það þýði ekkert fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð í þessum efnum. Hún væri hundrað prósent. „Þeir hafa bara valið sér ranga bandamenn, skríða í sæng með röngum aðila sem þeir vita fyrirfram að er bara til vandræða,“ sagði Inga. Hún vildi meina að það skipti öllu að velja sér bandamenn við hæfi svo hlutirnir gætu gengið hér smurt fyrir heill samfélagsins alls.
Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira