Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 12:30 Leikur Íslands við Portúgal á síðasta ári skilaði tekjum fyrir KSÍ enda var uppselt á leikinn. Tekjur af landsleikjum í fyrra námu alls tæplega 160 milljónum króna. vísir/Hulda Margrét Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. Ljóst er að semja þarf við leikmenn landsliðanna um afreksgreiðslur til þeirra, það er að segja upphæðina sem leikmenn fá fyrir hvern sigur og hvert jafntefli, en áætlanir og vonir KSÍ standa til þess að þær lækki um helming. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er ekki gert ráð fyrir því að A-landslið karla komist í lokakeppni EM í sumar, en til þess að það tækist þyrfti liðið að vinna Ísrael í næsta mánuði sem og sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu. Ljóst er að EM-sæti myndi hafa gríðarleg áhrif á fjárhagsstöðu sambandsins því fyrir það fengjust að lágmarki 9,25 milljónir evra, eða tæplega 1,4 milljarður króna. Frá þeirri upphæð drægist þó umtalsverður kostnaður við þátttöku á mótinu. Milljarður frá UEFA og FIFA Helstu tekjur KSÍ verða eftir sem áður frá stóru alþjóðasamböndunum, UEFA og FIFA. Gert er ráð fyrir tæpum milljarði frá þeim, eða 756 milljónum frá UEFA og 227 milljónum frá FIFA. Ekki er gert ráð fyrir krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ frekar en síðustu ár, vegna afstöðu ÍSÍ. Alls eru áætlaðar tekjur KSÍ í ár rétt rúmir tveir milljarðar, en auk styrkja UEFA og FIFA vega þar þyngst tekjur af sjónvarpsrétti upp á rúmar 450 milljónir króna. Einnig fást tekjur af miðasölu en í greinargerð með fjárhagsáætlun er þess getið að svo til allar miðasölutekjur af heimaleikjum íslenskra landsliða komi í gegnum sölu á leiki A-landsliðs karla. Í ár spili það lið færri heimaleiki en í fyrra, og mótherjarnir (Svartfjallaland, Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni) skapi ekki hæstu mögulegu tekjur. Í fyrra var til að mynda uppselt á leikinn við Portúgal í undankeppni EM, þrátt fyrir hæsta miðaverð sem haft er á leikjum. Tekjur af landsleikjum eru þannig áætlaðar rúmar 120 milljónir í stað 160 milljóna í fyrra. Áætlað er að kostnaður við A-landslið kvenna lækki um níu milljónir, í tæpa 231 milljón króna á árinu.vísir/Hulda Margrét Færri leikir þrátt fyrir ábendingar UEFA og FIFA Reiknað er með því að kostnaður við landslið lækki úr 981 milljón í 910 milljónir. Kostnaður við öll landslið, nema U21 karla og U23 kvenna, ætti að lækka milli ára, og er alls gert ráð fyrir 92 landsleikjum sem er 10 færra en í fyrra. Þó leika yngri landslið Íslands 40% færri leiki en löndin sem KSÍ vill bera sig saman við. Í greinargerð með áætluninni er þess getið að bæði UEFA og FIFA hafi ítrekað bent á að KSÍ þurfi að fjölga leikjum yngri landsliða því það sé forsenda þess að Ísland haldi í við framþróun í samanburðarlöndum. Skrifstofukostnaður hækki en vallarkostnaður lækki Áætlað er að skrifstofu- og rekstrarkostnaður hækki um tæpar 30 milljónir á milli ára, í 435 milljónir, en gert er ráð fyrir 21 fastráðnum starfsmönnum á skrifstofu KSÍ. Mótakostnaður hækkar einnig og verður samkvæmt áætlun 288 milljónir, en þar vegur dómarakostnaður langmest eða 83%. Gert er ráð fyrir að aðildarfélög KSÍ greiði 11,1 milljón króna í ferða- og uppihaldskostnað dómara í ár. Þá er gert ráð fyrir mun lægri rekstrarkostnaði við að halda Laugardalsvelli leikfærum, eða sem nemur 125 milljónum króna í stað 190 milljóna, en leikið var á vellinum fram á vetur vegna landsleikja og Evrópuleikja karlaliðs Breiðabliks. Fjárhagsáætlun KSÍ má finna hér. Ársþing KSÍ verður haldið í Úlfarsárdal næstkomandi laugardag. KSÍ UEFA FIFA Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Ljóst er að semja þarf við leikmenn landsliðanna um afreksgreiðslur til þeirra, það er að segja upphæðina sem leikmenn fá fyrir hvern sigur og hvert jafntefli, en áætlanir og vonir KSÍ standa til þess að þær lækki um helming. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er ekki gert ráð fyrir því að A-landslið karla komist í lokakeppni EM í sumar, en til þess að það tækist þyrfti liðið að vinna Ísrael í næsta mánuði sem og sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu. Ljóst er að EM-sæti myndi hafa gríðarleg áhrif á fjárhagsstöðu sambandsins því fyrir það fengjust að lágmarki 9,25 milljónir evra, eða tæplega 1,4 milljarður króna. Frá þeirri upphæð drægist þó umtalsverður kostnaður við þátttöku á mótinu. Milljarður frá UEFA og FIFA Helstu tekjur KSÍ verða eftir sem áður frá stóru alþjóðasamböndunum, UEFA og FIFA. Gert er ráð fyrir tæpum milljarði frá þeim, eða 756 milljónum frá UEFA og 227 milljónum frá FIFA. Ekki er gert ráð fyrir krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ frekar en síðustu ár, vegna afstöðu ÍSÍ. Alls eru áætlaðar tekjur KSÍ í ár rétt rúmir tveir milljarðar, en auk styrkja UEFA og FIFA vega þar þyngst tekjur af sjónvarpsrétti upp á rúmar 450 milljónir króna. Einnig fást tekjur af miðasölu en í greinargerð með fjárhagsáætlun er þess getið að svo til allar miðasölutekjur af heimaleikjum íslenskra landsliða komi í gegnum sölu á leiki A-landsliðs karla. Í ár spili það lið færri heimaleiki en í fyrra, og mótherjarnir (Svartfjallaland, Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni) skapi ekki hæstu mögulegu tekjur. Í fyrra var til að mynda uppselt á leikinn við Portúgal í undankeppni EM, þrátt fyrir hæsta miðaverð sem haft er á leikjum. Tekjur af landsleikjum eru þannig áætlaðar rúmar 120 milljónir í stað 160 milljóna í fyrra. Áætlað er að kostnaður við A-landslið kvenna lækki um níu milljónir, í tæpa 231 milljón króna á árinu.vísir/Hulda Margrét Færri leikir þrátt fyrir ábendingar UEFA og FIFA Reiknað er með því að kostnaður við landslið lækki úr 981 milljón í 910 milljónir. Kostnaður við öll landslið, nema U21 karla og U23 kvenna, ætti að lækka milli ára, og er alls gert ráð fyrir 92 landsleikjum sem er 10 færra en í fyrra. Þó leika yngri landslið Íslands 40% færri leiki en löndin sem KSÍ vill bera sig saman við. Í greinargerð með áætluninni er þess getið að bæði UEFA og FIFA hafi ítrekað bent á að KSÍ þurfi að fjölga leikjum yngri landsliða því það sé forsenda þess að Ísland haldi í við framþróun í samanburðarlöndum. Skrifstofukostnaður hækki en vallarkostnaður lækki Áætlað er að skrifstofu- og rekstrarkostnaður hækki um tæpar 30 milljónir á milli ára, í 435 milljónir, en gert er ráð fyrir 21 fastráðnum starfsmönnum á skrifstofu KSÍ. Mótakostnaður hækkar einnig og verður samkvæmt áætlun 288 milljónir, en þar vegur dómarakostnaður langmest eða 83%. Gert er ráð fyrir að aðildarfélög KSÍ greiði 11,1 milljón króna í ferða- og uppihaldskostnað dómara í ár. Þá er gert ráð fyrir mun lægri rekstrarkostnaði við að halda Laugardalsvelli leikfærum, eða sem nemur 125 milljónum króna í stað 190 milljóna, en leikið var á vellinum fram á vetur vegna landsleikja og Evrópuleikja karlaliðs Breiðabliks. Fjárhagsáætlun KSÍ má finna hér. Ársþing KSÍ verður haldið í Úlfarsárdal næstkomandi laugardag.
KSÍ UEFA FIFA Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn