„Þetta er fullkomlega óeðlilegt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2024 15:01 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hugmyndafræðin á bak við opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem vill að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Hann segir óþolandi að ríkismiðill stundi samkeppni við litla einkaaðila sem berjast í bökkum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður um stöðu Ríkisútvarpsins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á umhverfi fjölmiðla. „Þessi hugmyndafræði sem liggur að baki opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp og hefur ekki reynst vel og það á ekki eingöngu við um Ríkisúrvarpið.“ RÚV valdi stórkostlegum skaða Hann segir ótækt að ríkisrekstur, á hvaða sviði sem er stundi samkeppni við einkaaðila. Passa verði upp á að ríkisrekstur skaði sjálfstæð einkafyrirtæki sem minnst og hafi sem minnst áhrif á markaðinn. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að Ríkisútvarpið valdi stórkostlegum skaða á íslenskum fjölmiðlamarkaði og særi og veiki starfsemi sjálfstæðra fjölmiðla.“ Meginhlutverk RÚV hafi alltaf verið að varðveita íslenska tungu og menningu og segir Óli tíma til kominn að stofnunin einbeiti sér að því hlutverki. „Styðja við listir, menningarstarfsemi, sögu þjóðar og svo framvegis, veita áræðanlegar og traustar upplýsingar en dagskrágerðin miðar að því að hámarka áhorf til að geta selt síðan auglýsingar vegna þess að þeir eru á markaði. Það er auðvitað það sem einkareknir sjálfstæðir miðlar eiga frekar að gera og Ríkisútvarpið á að einbeita sér að því sem var alltaf hugsunin í upphafi.“ Hann segir mikilvægt að þingið nái saman í þessum efnum. „En því miður er það þannig að fram til þessa hefur meirihluti þingsins ekki verið þessarar skoðunar og þess vegna er staða sjálfstæðra fjölmiðla jafn veikburða og við erum vitni af. Púkinn í fjósinu hans Sæmundar, hann fitnar bara.“ Galin aðför Þá segist hann ekki skila hvers vegna ríkið stundi fjölmiðlarekstur. „Ég get skil marga sem hafa áhyggjur af því að það verði eitthvað gat á markaði ef ríkið sinni ekki ákveðnum þætti í listum og menningu og sögu þjóðarinnar. Og þá skulum við bara gera það þannig, þá skulum við haga ríkisrekstrinum með þeim hætti að það veiki ekki stöðu sjálfstæðra fjölmiðla.“ Tekur hann hlaðvörp sem dæmi en fjölmargir Íslendingar stunda nú atvinnu af því að halda úti litlum og meðalstórum hlaðvörpum. „Sem er orðin mjög fjölbreytt flóra í dag en hvað gerir Ríkisútvarpið þá? Um leið og Ríkisútvarpið verður vart við það að einstaklingar geta fundið sér einhverja syllu á markaði fjölmiðla eins og í hlaðvarpi þá fer það beint í samkeppni við þá og heggur litlu einstaklinganna. Þetta er auðvitað galin aðför.“ Tekjur RÚV aukist þó ekkert hafi gerst í rekstrinum Tekið sé á þessum málum í frumvarpinu, Nái það fram að ganga breytist fjármögnun Ríkisútvarpsins enda fer reksturinn inn í fjárlög og útvarpsgjaldið fellur niður. „Sko í hvert einasta skipti sem einhver íslendingur fagnar sextán ára afmæli eða einhver Íslendingur tekur sig til í bjartsýni og stofnar fyrirtæki þá fjölgar innan gæsalappa áskrifendum Ríkisútvarpsins. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast í hvert skipti þó ekkert hafi gerst í rekstrinum. Þetta er fullkomlega óeðlilegt.“ Fjölmiðlar Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður um stöðu Ríkisútvarpsins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á umhverfi fjölmiðla. „Þessi hugmyndafræði sem liggur að baki opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp og hefur ekki reynst vel og það á ekki eingöngu við um Ríkisúrvarpið.“ RÚV valdi stórkostlegum skaða Hann segir ótækt að ríkisrekstur, á hvaða sviði sem er stundi samkeppni við einkaaðila. Passa verði upp á að ríkisrekstur skaði sjálfstæð einkafyrirtæki sem minnst og hafi sem minnst áhrif á markaðinn. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að Ríkisútvarpið valdi stórkostlegum skaða á íslenskum fjölmiðlamarkaði og særi og veiki starfsemi sjálfstæðra fjölmiðla.“ Meginhlutverk RÚV hafi alltaf verið að varðveita íslenska tungu og menningu og segir Óli tíma til kominn að stofnunin einbeiti sér að því hlutverki. „Styðja við listir, menningarstarfsemi, sögu þjóðar og svo framvegis, veita áræðanlegar og traustar upplýsingar en dagskrágerðin miðar að því að hámarka áhorf til að geta selt síðan auglýsingar vegna þess að þeir eru á markaði. Það er auðvitað það sem einkareknir sjálfstæðir miðlar eiga frekar að gera og Ríkisútvarpið á að einbeita sér að því sem var alltaf hugsunin í upphafi.“ Hann segir mikilvægt að þingið nái saman í þessum efnum. „En því miður er það þannig að fram til þessa hefur meirihluti þingsins ekki verið þessarar skoðunar og þess vegna er staða sjálfstæðra fjölmiðla jafn veikburða og við erum vitni af. Púkinn í fjósinu hans Sæmundar, hann fitnar bara.“ Galin aðför Þá segist hann ekki skila hvers vegna ríkið stundi fjölmiðlarekstur. „Ég get skil marga sem hafa áhyggjur af því að það verði eitthvað gat á markaði ef ríkið sinni ekki ákveðnum þætti í listum og menningu og sögu þjóðarinnar. Og þá skulum við bara gera það þannig, þá skulum við haga ríkisrekstrinum með þeim hætti að það veiki ekki stöðu sjálfstæðra fjölmiðla.“ Tekur hann hlaðvörp sem dæmi en fjölmargir Íslendingar stunda nú atvinnu af því að halda úti litlum og meðalstórum hlaðvörpum. „Sem er orðin mjög fjölbreytt flóra í dag en hvað gerir Ríkisútvarpið þá? Um leið og Ríkisútvarpið verður vart við það að einstaklingar geta fundið sér einhverja syllu á markaði fjölmiðla eins og í hlaðvarpi þá fer það beint í samkeppni við þá og heggur litlu einstaklinganna. Þetta er auðvitað galin aðför.“ Tekjur RÚV aukist þó ekkert hafi gerst í rekstrinum Tekið sé á þessum málum í frumvarpinu, Nái það fram að ganga breytist fjármögnun Ríkisútvarpsins enda fer reksturinn inn í fjárlög og útvarpsgjaldið fellur niður. „Sko í hvert einasta skipti sem einhver íslendingur fagnar sextán ára afmæli eða einhver Íslendingur tekur sig til í bjartsýni og stofnar fyrirtæki þá fjölgar innan gæsalappa áskrifendum Ríkisútvarpsins. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast í hvert skipti þó ekkert hafi gerst í rekstrinum. Þetta er fullkomlega óeðlilegt.“
Fjölmiðlar Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira