Skjálftahrinan gæti bent til komandi neðansjávargoss Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2024 20:00 Þorvaldur Þórðarson er eldfjallafræðingur. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosafræðingur telur líkur á því að skjálftahrina við Eldey gæti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum. Gjósi neðansjávar yrði það sprengigos. Frá því að eldgosið þann 8. febrúar hófst hafa fjölmargir skjálftar mælst við Eldey sem er fimmtán kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Nokkrir hafa mælst yfir þrír á stærð, sá stærsti 3,2. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að skjálftarnir hafi byrjað á tíu kílómetra dýpi en séu nú komnir mun nær yfirborðinu og eru á fjögurra kílómetra dýpi. „Þessi skjálftavirkni gæti verið að gefa til kynna, eða er ein möguleg túlkun, að þarna sé að safnast kvika sem hefur byrjað að koma inn frekar djúpt og hefur verið að færa sig á minna dýpi. Það er ein túlkunin en hin er að þetta eru skjálftar á plötuskilum og ég held að við verðum bara að sjá og bíða hvað raungerist,“ segir Þorvaldur. Klippa: Eldgosahrinan geti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum Svipað afl Komi til neðansjávareldgoss úti við Eldey yrði það sprengigos með einhverju öskufalli. Aflið í gosinu yrði svipað og í eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. „Þetta verður aldrei neitt voðalega mikið. Þetta yrði frekar takmarkað gjóskufall sem getur valdið einhverri truflun í kannski einn eða tvo daga vestast á Suðurnesjum. Síðan myndi þetta bara lognast út af eins og önnur gos og við höldum áfram,“ segir Þorvaldur. Kerfið er komið í gang Hann telur skjálftavirknina tengjast eldgosunum sem við höfum séð á Reykjanesi síðustu ár. „Ég held að þetta sé sama kerfi, að því leytinu til er það tengt. Það kerfi er komið í gang og þá getum við fengum gos á öllum þessum gosreinum, hvort sem það er í Fagradalsfjalli, Sundhnjúkum, Eldvörpum eða Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. Ný eyja gæti myndast á svæðinu í neðansjávareldgosi. „Eldey, hún er ein afleiðing af gosum þarna. Margir telja að hún hafi myndast í gosinu á þrettándu öldinni. Þannig það er alveg hugsanlegt að við fáum nýja eyju,“ segir Þorvaldur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Frá því að eldgosið þann 8. febrúar hófst hafa fjölmargir skjálftar mælst við Eldey sem er fimmtán kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Nokkrir hafa mælst yfir þrír á stærð, sá stærsti 3,2. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að skjálftarnir hafi byrjað á tíu kílómetra dýpi en séu nú komnir mun nær yfirborðinu og eru á fjögurra kílómetra dýpi. „Þessi skjálftavirkni gæti verið að gefa til kynna, eða er ein möguleg túlkun, að þarna sé að safnast kvika sem hefur byrjað að koma inn frekar djúpt og hefur verið að færa sig á minna dýpi. Það er ein túlkunin en hin er að þetta eru skjálftar á plötuskilum og ég held að við verðum bara að sjá og bíða hvað raungerist,“ segir Þorvaldur. Klippa: Eldgosahrinan geti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum Svipað afl Komi til neðansjávareldgoss úti við Eldey yrði það sprengigos með einhverju öskufalli. Aflið í gosinu yrði svipað og í eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. „Þetta verður aldrei neitt voðalega mikið. Þetta yrði frekar takmarkað gjóskufall sem getur valdið einhverri truflun í kannski einn eða tvo daga vestast á Suðurnesjum. Síðan myndi þetta bara lognast út af eins og önnur gos og við höldum áfram,“ segir Þorvaldur. Kerfið er komið í gang Hann telur skjálftavirknina tengjast eldgosunum sem við höfum séð á Reykjanesi síðustu ár. „Ég held að þetta sé sama kerfi, að því leytinu til er það tengt. Það kerfi er komið í gang og þá getum við fengum gos á öllum þessum gosreinum, hvort sem það er í Fagradalsfjalli, Sundhnjúkum, Eldvörpum eða Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. Ný eyja gæti myndast á svæðinu í neðansjávareldgosi. „Eldey, hún er ein afleiðing af gosum þarna. Margir telja að hún hafi myndast í gosinu á þrettándu öldinni. Þannig það er alveg hugsanlegt að við fáum nýja eyju,“ segir Þorvaldur
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira