Önnur palestínsk fjölskylda komin til landsins: „Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 19:29 Sjálfboðaliðarnir fimm í Egyptalandi. Aðsend Palestínsk móðir og dætur hennar þrjár, sem dvalið hafa á Gasaströndinni, eru komnar til landsins. Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem hópur íslenskra sjálfboðaliða aðstoðar nú við að komast yfir Rafah-landamærin. Sigrún Johnson er einn fimm sjálfboðaliða sem lögðu leið sína til Egyptalands í vikunni til þess að aðstoða þá Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til landsins. Sigrún lenti seinni partinn í dag ásamt mæðgunum. Dæturnar þrjár eru þriggja, sex og tólf ára. Um er að ræða aðra fjölskyldusameininguna í tengslum við átökin á Gasa. Þegar er ein fjölskylda komin til landsins með hjálp Maríu Lilju Þrastardóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Fjölskyldufaðirinn hefur dvalið hér á landi í tvö ár. Í samtali við Vísi segir Sigrún mikla fagnaðarfundi hafa átt sér stað þegar þau sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru ótrúlega ljúfar og flottar stelpur,“ segir Sigrún um dæturnar þrjár. „Ég hef aðeins spjallað við pabbann sem er ekkert nema yndislegheitin. Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag.“ Unnið að komu átta til viðbótar Sigrún segir sjálfboðaliðana hafa aðstoðað mæðgurnar með pappírsvinnu sem hafi þurft að fylla út til þess að komast heim. Sjálfar hafi mæðgurnar, með aðstoð ættingja og vina, safnað pening fyrir ferðalaginu. „Þetta kom allt í gegn á mánudag en þær fengu ekki símtal fyrr en í gær um að þær myndu fá flug um kvöldið,“ segir Sigrún, en flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sér um að bóka flug fyrir flóttafólk frá Gasa. Sigrún segir ferðalagið hafa gengið vel þrátt fyrir hnökra tengda pappírsvinnu. „Þær skilja takmarkaða ensku og hafa aldrei flogið áður þannig að þetta var svolítið nýtt fyrir þeim.“ Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem komist hafa á svokallaðan landamæralista, fengið leyfi til þess að fara yfir Rafah-landamærin. Restin af sjálfboðaliðunum vinnur nú að því að koma þeim átta sem eftir standa til landsins. Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sigrún Johnson er einn fimm sjálfboðaliða sem lögðu leið sína til Egyptalands í vikunni til þess að aðstoða þá Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til landsins. Sigrún lenti seinni partinn í dag ásamt mæðgunum. Dæturnar þrjár eru þriggja, sex og tólf ára. Um er að ræða aðra fjölskyldusameininguna í tengslum við átökin á Gasa. Þegar er ein fjölskylda komin til landsins með hjálp Maríu Lilju Þrastardóttur, Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Fjölskyldufaðirinn hefur dvalið hér á landi í tvö ár. Í samtali við Vísi segir Sigrún mikla fagnaðarfundi hafa átt sér stað þegar þau sameinuðust á Keflavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru ótrúlega ljúfar og flottar stelpur,“ segir Sigrún um dæturnar þrjár. „Ég hef aðeins spjallað við pabbann sem er ekkert nema yndislegheitin. Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag.“ Unnið að komu átta til viðbótar Sigrún segir sjálfboðaliðana hafa aðstoðað mæðgurnar með pappírsvinnu sem hafi þurft að fylla út til þess að komast heim. Sjálfar hafi mæðgurnar, með aðstoð ættingja og vina, safnað pening fyrir ferðalaginu. „Þetta kom allt í gegn á mánudag en þær fengu ekki símtal fyrr en í gær um að þær myndu fá flug um kvöldið,“ segir Sigrún, en flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sér um að bóka flug fyrir flóttafólk frá Gasa. Sigrún segir ferðalagið hafa gengið vel þrátt fyrir hnökra tengda pappírsvinnu. „Þær skilja takmarkaða ensku og hafa aldrei flogið áður þannig að þetta var svolítið nýtt fyrir þeim.“ Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem komist hafa á svokallaðan landamæralista, fengið leyfi til þess að fara yfir Rafah-landamærin. Restin af sjálfboðaliðunum vinnur nú að því að koma þeim átta sem eftir standa til landsins.
Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55 Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn. 9. febrúar 2024 19:55
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09
Ráðuneytið hundsi ítrekaðar tilraunir sjálfboðaliðanna til samskipta Hópur íslenskra sjálfboðaliða í Kaíró í Egyptalandi mun á næstu dögum aðstoða tólf Palestínumenn, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi, yfir landamærin frá Gasa. Þeir gagnrýna að íslensk stjórnvöld hafi hundsað allar þeirra tilraunir til samskipta. 15. febrúar 2024 11:36