Játar að hafa stungið mann sem seldi honum lélegt kókaín Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2024 14:36 Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldúrskurð yfir manninum. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars næstkomandi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur játað að hafa stungið mann, sem hafi selt lélegt kókaín í samkvæmi. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag með vísan til forsendna, segir að í greinargerð héraðssaksóknara sé atvikum lýst með þeim hætti að að morgni föstudagsins 24. nóvember síðastliðins hafi lögreglu borist upplýsingar um að karlmaður hafi komið á slysadeild með leigubifreið með stungusár. Lögreglukona í fríi varð vitni að árásinni Þá hafi lögregla einnig fengið þær upplýsingar að lögreglukona á frívakt hafi orðið vitni að árásinni. Samkvæmt framburði lögreglukonunnar hafi hún verið aka út af bifreiðastæði við þegar hún sá þrjá menn veitast að manni sem lá á miðri götunni. Hún hafi ekið upp að þeim og haft afskipti af þeim og mennirnir þá látið af háttseminni. Hún hafi lýst mönnunum þannig að einn hafi verið lágvaxinn og af asísku bergi brotinn, annar hávaxinn með svarta eyrnalokka og sá þriðji í áberandi hvítum, svörtum og grængulum jakka. Hún hafi tilkynnt mönnunum að hún væri lögreglumaður og ætlaði að tilkynna málið, en þá hafi sá lágvaxni hlaupið af vettvangi, en hún náð ljósmynd af hinum tveimur. Kom sér alvarlega særður á spítala Árásarþoli hafi farið með leigubíl, sem hann hafi áður hringt eftir, á bráðamóttöku þar sem gert var að sárum hans. Samkvæmt bráðabirgðalæknisvottorði hafi árásarþoli verið með stungusár, um það bil 2 sentimetra, aftanvert á vinstri brjóstkassa yfir herðablaði. Þá var hann með tvö stungusár, skurð og möguleg varnarsár. Samkvæmt niðurstöðu vottorðsins hafi verið um alvarlega árás að ræða. Stungusár yfir brjóstholi, kviðarholi og lifrarstað. Því sé lýst að hefðu stungurnar náð dýpra hefðu verið miklar líkur á alvarlegum blæðingum, sem hefðu getað orðið lífshættulegar. Mennirnir tveir sem eftir voru á vettvangi hafi verið handteknir af lögreglu og færðir í fangaklefa. Kom í samkvæmi til að selja kókaín Þá segir í úrskurðinum að brotaþoli hafi verið gestkomandi í íbúð, sem hann hafi komið með leigubíl að. Fyrir hafi verið íbúi íbúðarinnar og fimm gestir, þar á meðal sá sem sætir gæsluvarðhaldi. Í þágu rannsóknar hafi allir viðstaddir verið handteknir, fyrir utan þá tvo sem flúðu undan lögreglukonunni. Framburður hinna handteknu hafi að miklu leyti verið í samræmi. Það er að til ósættis hafi komið á milli brotaþola og þess grunaða og þess sem flúði vettvang árásarinni. Brotaþoli hafi hlaupið út úr íbúðinni og hinir tveir á eftir honum og ráðist á hann. Í kjölfarið hafi svo tveir gestanna hlaupið út til að fylgjast með. Öllum handteknum hafi verið sleppt að loknum skýrslutökum og leit fram haldið að meintum gerendum. Hinn grunaði hafi svo verið handtekinn að kvöldi 25. nóvember síðastliðins. Tekin hafi verið skýrsla af honum og hann játað að hafa stungið brotaþola með hnífi. „Lýsti hann því að brotaþoli hafi komið í samkvæmið til að selja gestum kókaín. Varnaraðili hafi kvartað yfir því að þetta væri ekki gott efni og í kjölfarið hafi varnaraðili og brotaþoli farið að rífast. Brotaþoli hafi komið að varnaraðila fyrir utan húsið og ýtt honum upp að vegg. Hann sagðist þá hafa ýtt brotaþola sjálfum upp að vegg og stungið hann í öxlina. Varnaraðili sagði að brotaþoli hafi þá hlaupið af stað og hafi hann rifið í bol brotaþola sem hafi rifnað. Hann sagðist hafa hlaupið á eftir brotaþola og þeir báðir dottið í hálku stuttu síðar. Varnaraðili sagðist þá hafa stungið brotaþola í bakið eða öxlina. Þeir hafi síðan hlaupið aftur af stað og dottið aftur. Sagðist varnaraðili hafa þá fengið högg frá brotaþola sem reyndi að ýta honum frá sér. Varnaraðili sagðist þá hafa stungið brotaþola í höndina. Þarna sagði varnaraðili að einhverjir vegfarendur og leigubifreið hafi komið að átökunum„ Sem áður segir hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli gruns um tilraun til manndráps. Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag með vísan til forsendna, segir að í greinargerð héraðssaksóknara sé atvikum lýst með þeim hætti að að morgni föstudagsins 24. nóvember síðastliðins hafi lögreglu borist upplýsingar um að karlmaður hafi komið á slysadeild með leigubifreið með stungusár. Lögreglukona í fríi varð vitni að árásinni Þá hafi lögregla einnig fengið þær upplýsingar að lögreglukona á frívakt hafi orðið vitni að árásinni. Samkvæmt framburði lögreglukonunnar hafi hún verið aka út af bifreiðastæði við þegar hún sá þrjá menn veitast að manni sem lá á miðri götunni. Hún hafi ekið upp að þeim og haft afskipti af þeim og mennirnir þá látið af háttseminni. Hún hafi lýst mönnunum þannig að einn hafi verið lágvaxinn og af asísku bergi brotinn, annar hávaxinn með svarta eyrnalokka og sá þriðji í áberandi hvítum, svörtum og grængulum jakka. Hún hafi tilkynnt mönnunum að hún væri lögreglumaður og ætlaði að tilkynna málið, en þá hafi sá lágvaxni hlaupið af vettvangi, en hún náð ljósmynd af hinum tveimur. Kom sér alvarlega særður á spítala Árásarþoli hafi farið með leigubíl, sem hann hafi áður hringt eftir, á bráðamóttöku þar sem gert var að sárum hans. Samkvæmt bráðabirgðalæknisvottorði hafi árásarþoli verið með stungusár, um það bil 2 sentimetra, aftanvert á vinstri brjóstkassa yfir herðablaði. Þá var hann með tvö stungusár, skurð og möguleg varnarsár. Samkvæmt niðurstöðu vottorðsins hafi verið um alvarlega árás að ræða. Stungusár yfir brjóstholi, kviðarholi og lifrarstað. Því sé lýst að hefðu stungurnar náð dýpra hefðu verið miklar líkur á alvarlegum blæðingum, sem hefðu getað orðið lífshættulegar. Mennirnir tveir sem eftir voru á vettvangi hafi verið handteknir af lögreglu og færðir í fangaklefa. Kom í samkvæmi til að selja kókaín Þá segir í úrskurðinum að brotaþoli hafi verið gestkomandi í íbúð, sem hann hafi komið með leigubíl að. Fyrir hafi verið íbúi íbúðarinnar og fimm gestir, þar á meðal sá sem sætir gæsluvarðhaldi. Í þágu rannsóknar hafi allir viðstaddir verið handteknir, fyrir utan þá tvo sem flúðu undan lögreglukonunni. Framburður hinna handteknu hafi að miklu leyti verið í samræmi. Það er að til ósættis hafi komið á milli brotaþola og þess grunaða og þess sem flúði vettvang árásarinni. Brotaþoli hafi hlaupið út úr íbúðinni og hinir tveir á eftir honum og ráðist á hann. Í kjölfarið hafi svo tveir gestanna hlaupið út til að fylgjast með. Öllum handteknum hafi verið sleppt að loknum skýrslutökum og leit fram haldið að meintum gerendum. Hinn grunaði hafi svo verið handtekinn að kvöldi 25. nóvember síðastliðins. Tekin hafi verið skýrsla af honum og hann játað að hafa stungið brotaþola með hnífi. „Lýsti hann því að brotaþoli hafi komið í samkvæmið til að selja gestum kókaín. Varnaraðili hafi kvartað yfir því að þetta væri ekki gott efni og í kjölfarið hafi varnaraðili og brotaþoli farið að rífast. Brotaþoli hafi komið að varnaraðila fyrir utan húsið og ýtt honum upp að vegg. Hann sagðist þá hafa ýtt brotaþola sjálfum upp að vegg og stungið hann í öxlina. Varnaraðili sagði að brotaþoli hafi þá hlaupið af stað og hafi hann rifið í bol brotaþola sem hafi rifnað. Hann sagðist hafa hlaupið á eftir brotaþola og þeir báðir dottið í hálku stuttu síðar. Varnaraðili sagðist þá hafa stungið brotaþola í bakið eða öxlina. Þeir hafi síðan hlaupið aftur af stað og dottið aftur. Sagðist varnaraðili hafa þá fengið högg frá brotaþola sem reyndi að ýta honum frá sér. Varnaraðili sagðist þá hafa stungið brotaþola í höndina. Þarna sagði varnaraðili að einhverjir vegfarendur og leigubifreið hafi komið að átökunum„ Sem áður segir hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli gruns um tilraun til manndráps.
Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira