Samkeppniseftirlitið tekur samninga við stórnotendur til rannsóknar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 10:43 Landsvirkjun sætir nú rannsókn Samkeppniseftirlitsins vegna ákvæðis í samningum við stórnotendur. Landsvirkjun Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á því hvort tiltekið ákvæði í samningum Landsvirkjunar við stórnotendur standist ákvæði samkeppnislaga og samkeppnisreglur EES-samningsins. Frá þessu er greint á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að umrætt ákveði kveði á um að stórnotendum sé ekki heimilt að selja frá sér ónýtta raforku aftur inn á kerfið. „Takmarkanir af þessu tagi, af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis, geta falið í sér brot á banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu skv. 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Þannig geta slík samningsákvæði verið til þess fallin að verja eða styrkja stöðu hins markaðsráðandi fyrirtækis á kostnað viðskiptavina og almennings,“ segir í tilkynningunni. „Í samkeppnismálum erlendis hafa slík endursölubönn markaðsráðandi raforkufyrirtækja verið talin draga úr skilvirkni heildsölumarkaða með rafmagn sem leiðir til minni samkeppni og raforkuöryggis. Brjóti samningsákvæði í bága við samkeppnislög teljast þau ógild, sbr. 1. mgr. 33. gr. samkeppnislaga.“ Upphaf málsins megi rekja til bréfs Samkeppniseftirlitsins til Landsvirkjunnar dagsettu 23. nóvember síðastliðinn, þar sem óskað var eftir upplýsingum um ákvæðið. Landsvirkjun var tilkynnt 9. febrúar að eftirlitið hefði ákveðið að taka málið til rannsóknar. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verið upplýst um málið. „Við rannsókn af þessu tagi er markaður málsins skilgreindur og staða viðkomandi fyrirtækis metin. Sé fyrirtækið talið markaðsráðandi er í framhaldinu tekin afstaða til þess hvort um brot sé að ræða. Telji eftirlitið að íþyngjandi ákvörðun kunni að verða tekin er fyrirtækinu sem rannsókn beinist að birt svokallað andmælaskjal þar sem frummati eftirlitsins er lýst og fyrirtækinu gefinn kostur á að koma ítarlegum sjónarmiðum á framfæri, áður en ákvörðun er tekin,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn málsins sé á fyrstu stigum. Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að umrætt ákveði kveði á um að stórnotendum sé ekki heimilt að selja frá sér ónýtta raforku aftur inn á kerfið. „Takmarkanir af þessu tagi, af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis, geta falið í sér brot á banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu skv. 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Þannig geta slík samningsákvæði verið til þess fallin að verja eða styrkja stöðu hins markaðsráðandi fyrirtækis á kostnað viðskiptavina og almennings,“ segir í tilkynningunni. „Í samkeppnismálum erlendis hafa slík endursölubönn markaðsráðandi raforkufyrirtækja verið talin draga úr skilvirkni heildsölumarkaða með rafmagn sem leiðir til minni samkeppni og raforkuöryggis. Brjóti samningsákvæði í bága við samkeppnislög teljast þau ógild, sbr. 1. mgr. 33. gr. samkeppnislaga.“ Upphaf málsins megi rekja til bréfs Samkeppniseftirlitsins til Landsvirkjunnar dagsettu 23. nóvember síðastliðinn, þar sem óskað var eftir upplýsingum um ákvæðið. Landsvirkjun var tilkynnt 9. febrúar að eftirlitið hefði ákveðið að taka málið til rannsóknar. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verið upplýst um málið. „Við rannsókn af þessu tagi er markaður málsins skilgreindur og staða viðkomandi fyrirtækis metin. Sé fyrirtækið talið markaðsráðandi er í framhaldinu tekin afstaða til þess hvort um brot sé að ræða. Telji eftirlitið að íþyngjandi ákvörðun kunni að verða tekin er fyrirtækinu sem rannsókn beinist að birt svokallað andmælaskjal þar sem frummati eftirlitsins er lýst og fyrirtækinu gefinn kostur á að koma ítarlegum sjónarmiðum á framfæri, áður en ákvörðun er tekin,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn málsins sé á fyrstu stigum.
Landsvirkjun Samkeppnismál Orkumál Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira