Halda leit áfram þriðja daginn í röð Lovísa Arnardóttir skrifar 15. febrúar 2024 09:08 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar árið 2019. vísir/Getty/Brian Lawless Leit heldur áfram þriðja daginn í röð að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dyflinni á Írlandi. Lögreglan er byrjuð að grafa í skóglendi sem afgirt var í gær í garðinum. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan í febrúar 2019 eftir að hann fór gangandi frá Bonnington hótelinu. Þar hafði hann dvalið ásamt unnustu sinni en þau komu til borgarinnar til að spila póker. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík Greint var frá því í gær að lögreglan í Dyflinni teldi líklegt að Jón Þröstur hafi farið í Santry Demense garðinn til að hitta einhvern til að fjármagna áframhaldandi pókerspil. Sá fundur hafi endað illa. Lögreglan er sögð byggja það á tveimur nafnlausum bréfum sem voru annars vegar send á lögreglu og hins vegar á prest. Lögreglan hefur hvatt þá sem sendu bréfin til að hafa samband og lofað þeim nafnleynd. Umfangsmikil leit hefur farið fram í almenningsgarðinum í tvo daga og hafa komið að leitinni leitarhundar og kafarar. Skóglendi í garðinum var girt af í gær eftir að leitarhundar fóru yfir svæðið og brugðust við lykt á svæðinu. Lögreglan hefur ekkert gefið upp um leitina en mikið er fjallað um málið í írskum fjölmiðlum. Á vef Newstalk segir að leit verði haldið áfram í dag og á vef RTE, írska ríkismiðilsins, segir að réttarmeinafræðingar séu við störf í garðinum. Á vef Dublin Live segir að lögreglan sé byrjuð að grafa á vettvangi. Systkini Jóns í Dyflinni Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dyflinni fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans. Þetta kom fram í Kastljósi í gærkvöldi þar sem rætt var við þau Önnu Hildi Jónsdóttur og Davíð Karl Wiium sem stödd eru í Dublin. Fréttin var uppfærð klukkan 10.15 með tilvísun í frétt Dublin Live um að það sé byrjað að grafa í garðinum. Leitin að Jóni Þresti Írland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. 14. febrúar 2024 14:53 Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54 Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Leitin að Jóni Þresti færist í almenningsgarð í Dublin Írska lögreglan hefur efnt til leitaraðgerða í almenningsgarði með skóglendi og vatni í Dublin í tengslum við rannsókn sína á mannshvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í írsku höfuðborginni fyrir fimm árum. 13. febrúar 2024 16:24 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan í febrúar 2019 eftir að hann fór gangandi frá Bonnington hótelinu. Þar hafði hann dvalið ásamt unnustu sinni en þau komu til borgarinnar til að spila póker. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík Greint var frá því í gær að lögreglan í Dyflinni teldi líklegt að Jón Þröstur hafi farið í Santry Demense garðinn til að hitta einhvern til að fjármagna áframhaldandi pókerspil. Sá fundur hafi endað illa. Lögreglan er sögð byggja það á tveimur nafnlausum bréfum sem voru annars vegar send á lögreglu og hins vegar á prest. Lögreglan hefur hvatt þá sem sendu bréfin til að hafa samband og lofað þeim nafnleynd. Umfangsmikil leit hefur farið fram í almenningsgarðinum í tvo daga og hafa komið að leitinni leitarhundar og kafarar. Skóglendi í garðinum var girt af í gær eftir að leitarhundar fóru yfir svæðið og brugðust við lykt á svæðinu. Lögreglan hefur ekkert gefið upp um leitina en mikið er fjallað um málið í írskum fjölmiðlum. Á vef Newstalk segir að leit verði haldið áfram í dag og á vef RTE, írska ríkismiðilsins, segir að réttarmeinafræðingar séu við störf í garðinum. Á vef Dublin Live segir að lögreglan sé byrjuð að grafa á vettvangi. Systkini Jóns í Dyflinni Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dyflinni fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans. Þetta kom fram í Kastljósi í gærkvöldi þar sem rætt var við þau Önnu Hildi Jónsdóttur og Davíð Karl Wiium sem stödd eru í Dublin. Fréttin var uppfærð klukkan 10.15 með tilvísun í frétt Dublin Live um að það sé byrjað að grafa í garðinum.
Leitin að Jóni Þresti Írland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. 14. febrúar 2024 14:53 Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54 Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Leitin að Jóni Þresti færist í almenningsgarð í Dublin Írska lögreglan hefur efnt til leitaraðgerða í almenningsgarði með skóglendi og vatni í Dublin í tengslum við rannsókn sína á mannshvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í írsku höfuðborginni fyrir fimm árum. 13. febrúar 2024 16:24 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. 14. febrúar 2024 14:53
Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54
Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11
Leitin að Jóni Þresti færist í almenningsgarð í Dublin Írska lögreglan hefur efnt til leitaraðgerða í almenningsgarði með skóglendi og vatni í Dublin í tengslum við rannsókn sína á mannshvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í írsku höfuðborginni fyrir fimm árum. 13. febrúar 2024 16:24
Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05