Essin Trausti Hjálmarsson skrifar 15. febrúar 2024 09:01 Bændur voru í essinu sínu þegar þeir komu saman á nýlegum deildafundi búgreinanna á Hilton í Reykjavík. Í þeim er mikill sóknarhugur enda augljós meðbyr úr ýmsum áttum á öllum vígstöðvum. Stemningin leyndi sér ekki á fundum deildanna og hún sveif ekki síður yfir vötnum „utan dagskrár“ þegar talið barst að formanns- og stjórnarkjörinu sem framundan er hjá Bændasamtökunum. Í öllu því spjalli finnst mér ég skynja skýr skilaboð. Þau eru krafa um hreinskiptið samtal, aukið samstarf og órofa samstöðu innan Bændahreyfingarinnar. Sem sagt „essin þrjú“. Þetta eru einföld aðalatriði. Langt í frá flókin en samt svo augljós forsenda þess að við náum árangri. Það var afar þýðingarmikill áfangi þegar það tókst að sameina allar hinar ólíku búgreinar undir merkjum Bændasamtakanna. Verkefnið hér eftir sem hingað til er að efla samstöðu hinna ólíku búgreina um sameiginleg samtök okkar bænda. Það er langstærsta áskorun þeirrar forystu sem tekur við í framhaldi stjórnarkjörsins. Það er brýnt að valdið yfir hagsmunamálum landbúnaðarins sé hjá bændum sjálfum. Grasrótin heima í héraði hefur skýra sýn á mikilvægustu málefni sín og forystumönnum bænda ber að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess hrinda áherslumálum þeirra i framkvæmd. Ég treysti engu betur en lýðræðislegum ákvörðunum bænda til þess að leggja línurnar fyrir formann og stjórn Bændasamtaka Íslands. Í þeim efnum er hægt að gera betur og það vil ég gera. Formaður Bændasamtaka Íslands á að upplifa sig, hugsa og haga sér eins og starfsmaður bænda. Stjórn samtakanna á að ganga sömu erinda. Essin þrjú eru jafn mikilvæg innan veggja stjórnarherbergisins eins og utan þeirra: Samtal, samstarf og samstaða. Höfundur er frambjóðandi til formennsku í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Bændur voru í essinu sínu þegar þeir komu saman á nýlegum deildafundi búgreinanna á Hilton í Reykjavík. Í þeim er mikill sóknarhugur enda augljós meðbyr úr ýmsum áttum á öllum vígstöðvum. Stemningin leyndi sér ekki á fundum deildanna og hún sveif ekki síður yfir vötnum „utan dagskrár“ þegar talið barst að formanns- og stjórnarkjörinu sem framundan er hjá Bændasamtökunum. Í öllu því spjalli finnst mér ég skynja skýr skilaboð. Þau eru krafa um hreinskiptið samtal, aukið samstarf og órofa samstöðu innan Bændahreyfingarinnar. Sem sagt „essin þrjú“. Þetta eru einföld aðalatriði. Langt í frá flókin en samt svo augljós forsenda þess að við náum árangri. Það var afar þýðingarmikill áfangi þegar það tókst að sameina allar hinar ólíku búgreinar undir merkjum Bændasamtakanna. Verkefnið hér eftir sem hingað til er að efla samstöðu hinna ólíku búgreina um sameiginleg samtök okkar bænda. Það er langstærsta áskorun þeirrar forystu sem tekur við í framhaldi stjórnarkjörsins. Það er brýnt að valdið yfir hagsmunamálum landbúnaðarins sé hjá bændum sjálfum. Grasrótin heima í héraði hefur skýra sýn á mikilvægustu málefni sín og forystumönnum bænda ber að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess hrinda áherslumálum þeirra i framkvæmd. Ég treysti engu betur en lýðræðislegum ákvörðunum bænda til þess að leggja línurnar fyrir formann og stjórn Bændasamtaka Íslands. Í þeim efnum er hægt að gera betur og það vil ég gera. Formaður Bændasamtaka Íslands á að upplifa sig, hugsa og haga sér eins og starfsmaður bænda. Stjórn samtakanna á að ganga sömu erinda. Essin þrjú eru jafn mikilvæg innan veggja stjórnarherbergisins eins og utan þeirra: Samtal, samstarf og samstaða. Höfundur er frambjóðandi til formennsku í Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar