Harry Kane einu skrefi nær því óhugsandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 12:31 Þetta var vægast sagt vandræðaleg vika fyrir Harry Kane og félaga í Bayern München. APMartin Meissner) Harry Kane vildi komast til liðs til að vinna loksins titla. Hann valdi þýsku meistarana í Bayern München og allir héldu að langþráður titill væri um leið kominn í höfn. Annað hefur komið á daginn. Það efast enginn um hæfileika Kane enda einn mesti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur líka raðað inn mörkum með Bæjurum og er langmarkahæstur í þýsku deildinni með 24 mörk. Hann skoraði líka fullt af mörkum með Tottenham liðinu en tókst aldrei að vinna titil á þeim fjórtán árum sem hann var þar. It has taken Harry Kane just 8 months to turn Bayern Munich into Tottenham.What an impact. pic.twitter.com/qRKJncSWqY— Football Tweet (@Football__Tweet) February 14, 2024 Nú er hann einu skrefi nær því óhugsandi. Að vinna ekki titil með liðinu sem hefur orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð. Bayern hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju tímabili frá 2011-12 þegar þeir misstu þýska meistaratitilinn til Jürgen Klopp og lærisveina hans í Dortmund. Frammistaða Harry Kane og Bayern liðsins í síðustu tveimur leikjum er risaáhyggjuefni enda voru undir tveir síðustu titlarnir í boði. Fyrst steinlá liðið 3-0 í toppslagnum á móti Bayer Leverkusen og er fyrir vikið nú fimm stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso. Í gær tapaði Bayern síðan 1-0 á móti Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lazio lék stóran hluta seinni hálfleik manni fleiri en tókst ekki að bæta við mörkum. Kannski sem betur fer fyrir þá þýsku. Bayern liðið á auðvitað seinni leikinn eftir en miðað við sjálfstraustleysið og ráðaleysið í leik liðsins er það langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komi þar til baka. Liðið hefur náð samanlagt aðeins einu skoti á mark í þessum tveimur síðustu leikjum og Kane hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér. Áður hafði liðið dottið út úr þýska bikarnum á móti C-deildarliði Saarbrücken og tapaði 3-0 í meistarakeppninni á móti RB Leipzig. Pressan er mikil á liðinu og ekki síst á Thomas Tuchel þjálfara. Það gerir framhaldið ekki auðveldara en verst af öllu er að liðið ber sig ekki eins og stórlið. Að mæta svo máttlaust til leiks í þessa tvo mikilvægu leiki segir mikið til um ástandið og það lítur hreinlega út fyrir það að Kane fái ekki að lyfta bikar í vor. Sem betur fer er þó seinni leikurinn á móti Lazio ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Bæjarar hafa því tíma til að spila sig í gang. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Þýski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
Það efast enginn um hæfileika Kane enda einn mesti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur líka raðað inn mörkum með Bæjurum og er langmarkahæstur í þýsku deildinni með 24 mörk. Hann skoraði líka fullt af mörkum með Tottenham liðinu en tókst aldrei að vinna titil á þeim fjórtán árum sem hann var þar. It has taken Harry Kane just 8 months to turn Bayern Munich into Tottenham.What an impact. pic.twitter.com/qRKJncSWqY— Football Tweet (@Football__Tweet) February 14, 2024 Nú er hann einu skrefi nær því óhugsandi. Að vinna ekki titil með liðinu sem hefur orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð. Bayern hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju tímabili frá 2011-12 þegar þeir misstu þýska meistaratitilinn til Jürgen Klopp og lærisveina hans í Dortmund. Frammistaða Harry Kane og Bayern liðsins í síðustu tveimur leikjum er risaáhyggjuefni enda voru undir tveir síðustu titlarnir í boði. Fyrst steinlá liðið 3-0 í toppslagnum á móti Bayer Leverkusen og er fyrir vikið nú fimm stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso. Í gær tapaði Bayern síðan 1-0 á móti Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lazio lék stóran hluta seinni hálfleik manni fleiri en tókst ekki að bæta við mörkum. Kannski sem betur fer fyrir þá þýsku. Bayern liðið á auðvitað seinni leikinn eftir en miðað við sjálfstraustleysið og ráðaleysið í leik liðsins er það langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komi þar til baka. Liðið hefur náð samanlagt aðeins einu skoti á mark í þessum tveimur síðustu leikjum og Kane hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér. Áður hafði liðið dottið út úr þýska bikarnum á móti C-deildarliði Saarbrücken og tapaði 3-0 í meistarakeppninni á móti RB Leipzig. Pressan er mikil á liðinu og ekki síst á Thomas Tuchel þjálfara. Það gerir framhaldið ekki auðveldara en verst af öllu er að liðið ber sig ekki eins og stórlið. Að mæta svo máttlaust til leiks í þessa tvo mikilvægu leiki segir mikið til um ástandið og það lítur hreinlega út fyrir það að Kane fái ekki að lyfta bikar í vor. Sem betur fer er þó seinni leikurinn á móti Lazio ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Bæjarar hafa því tíma til að spila sig í gang. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Þýski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira