Hlaut sex ára dóm fyrir smygl og forðast enn fangelsi fyrir að stinga frænda Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 16:30 Quincy Promes lék með Hollendingum á EM 2021, ári eftir að hafa skipulagt stórfellt kókaínsmygl. Getty/Dmitriy Golubovich Knattspyrnumaðurinn Quincy Promes, sem leikið hefur fimmtíu A-landsleiki fyrir Holland, var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir aðild sína að kókaínsmygli. Dómurinn bætist við eins og hálfs árs dóm sem Promes hlaut síðasta sumar fyrir að stinga frænda sinn í hnéð. Hann hefur hins vegar ekki setið í fangelsi, og mætti ekki til dómsuppkvaðningar í dag, því hann hefur haldið sig í Rússlandi og er raunar enn að spila fótbolta, með Spartak Moskvu. Promes, sem er 32 ára, hlaut eins og fyrr segir sex ára dóm vegna smygls á 1.350 kg af kókaíni, í lok janúar 2020. Um var að ræða tvær sendingar sem faldar voru í saltpokum, í gámaskipi sem kom til hafnar í Antwerpen í Belgíu frá Brasilíu. Spartak Moscow forward Quincy Promes has been sentenced in his absence to six years in prison by a Dutch court for his involvement in smuggling 1,350kgs of cocaine.https://t.co/AYjn49aRav— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 14, 2024 Promes var dæmdur fyrir sinn þátt í að stýra innflutningnum og fjármagna hann. Af skilaboðum hans til annarra sem smyglinu tengdust mátti sjá að Promes hefði varið til þess 75.000 evrum. Samkvæmt dómnum vildi Promes einfaldlega eignast meiri auðæfi en hann hafði þó gert sem atvinnumaður í fótbolta. Hann var á þessum tíma leikmaður Ajax í Hollandi en var áður hjá Sevilla á Spáni. Hann lék þar áður með Spartak Moskvu 2014-2018 og sneri svo aftur til Rússlands 2021, árið sem hann spilaði síðast fyrir Hollands hönd. Promes hefur skorað sex mörk í sautján deildarleikjum fyrir Spartak í vetur. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Dómurinn bætist við eins og hálfs árs dóm sem Promes hlaut síðasta sumar fyrir að stinga frænda sinn í hnéð. Hann hefur hins vegar ekki setið í fangelsi, og mætti ekki til dómsuppkvaðningar í dag, því hann hefur haldið sig í Rússlandi og er raunar enn að spila fótbolta, með Spartak Moskvu. Promes, sem er 32 ára, hlaut eins og fyrr segir sex ára dóm vegna smygls á 1.350 kg af kókaíni, í lok janúar 2020. Um var að ræða tvær sendingar sem faldar voru í saltpokum, í gámaskipi sem kom til hafnar í Antwerpen í Belgíu frá Brasilíu. Spartak Moscow forward Quincy Promes has been sentenced in his absence to six years in prison by a Dutch court for his involvement in smuggling 1,350kgs of cocaine.https://t.co/AYjn49aRav— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 14, 2024 Promes var dæmdur fyrir sinn þátt í að stýra innflutningnum og fjármagna hann. Af skilaboðum hans til annarra sem smyglinu tengdust mátti sjá að Promes hefði varið til þess 75.000 evrum. Samkvæmt dómnum vildi Promes einfaldlega eignast meiri auðæfi en hann hafði þó gert sem atvinnumaður í fótbolta. Hann var á þessum tíma leikmaður Ajax í Hollandi en var áður hjá Sevilla á Spáni. Hann lék þar áður með Spartak Moskvu 2014-2018 og sneri svo aftur til Rússlands 2021, árið sem hann spilaði síðast fyrir Hollands hönd. Promes hefur skorað sex mörk í sautján deildarleikjum fyrir Spartak í vetur. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira