Katrín segir farsælast að orkufyrirtæki séu í almannaeign Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 19:20 Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku skýrir framkvæmdir út fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær. Stöð 2/Einar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur farsælast að allir orkuinnviðir séu í almanna eigu. Hún gaf Alþingi munnlega skýrslu um áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum í dag. Katrín tók sérstaklega fram í umræðunni að hún hefði hitt forystufólk og starfsfólk bæði HS Orku og HS Veitna á ferð sinni um Reykjanes í gær. Samskipti hennar við það fólk hefði alla tíð hafa verið til mikillar fyrirmyndar. Unnin hefðu verið stórvirki á undanförnum dögum til að koma köldu og heitu vatni til íbúa Reykjaness og tryggja raforkuöryggi. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Katrínu hins vegar að því hvort það væri til travala að HS Orka væri í einkaeigu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur farsælast að orkufyrirtæki séu öll í almannaeigu.Stöð 2/Einar Forsætisráðherra sagði ekki nokkurn vafa á því að forystufólk og starfsfólk bæði HS Orku og HS Veitna hefði verið að leggja sig allt fram á undanförnum dögum og vikum til að gera sem best í þágu íbúa á svæðinu. „Það breytir því hins vegar ekki að hér er um gríðarlega mikilvæga innviði að ræða, orkuinnviði. Það er mín eindregna skoðun, og ég tel að þessir atburðir endurspegli það, að það fer langbest á því að slíkir innviðir séu í almannaeigu. Hvort sem það er veitukerfið eða orkuframleiðslan. Þetta er risastórt öryggismál þar sem skiptir miklu máli að það séu einmitt aldrei neinir aðrir hagsmunir undir en öryggi íbúa. Það á auðvitað að vera stóra verkefnið. Þar með kasta ég engri rýrð á þetta ágæta starfsfólk og forystufólk,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Efnahagsmál Tengdar fréttir Kraftaverk við hitaveitulögnina Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld. 12. febrúar 2024 21:42 Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Spáir næsta gosi 1. mars Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir líklegt að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði í kringum 1. mars. Útlit sé fyrir að sama mynstur og hefur verið ríkjandi muni endurtaka sig. Þó geti jarðskjálfti eða annar atburður alltaf breytt stöðunni. 12. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Katrín tók sérstaklega fram í umræðunni að hún hefði hitt forystufólk og starfsfólk bæði HS Orku og HS Veitna á ferð sinni um Reykjanes í gær. Samskipti hennar við það fólk hefði alla tíð hafa verið til mikillar fyrirmyndar. Unnin hefðu verið stórvirki á undanförnum dögum til að koma köldu og heitu vatni til íbúa Reykjaness og tryggja raforkuöryggi. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Katrínu hins vegar að því hvort það væri til travala að HS Orka væri í einkaeigu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur farsælast að orkufyrirtæki séu öll í almannaeigu.Stöð 2/Einar Forsætisráðherra sagði ekki nokkurn vafa á því að forystufólk og starfsfólk bæði HS Orku og HS Veitna hefði verið að leggja sig allt fram á undanförnum dögum og vikum til að gera sem best í þágu íbúa á svæðinu. „Það breytir því hins vegar ekki að hér er um gríðarlega mikilvæga innviði að ræða, orkuinnviði. Það er mín eindregna skoðun, og ég tel að þessir atburðir endurspegli það, að það fer langbest á því að slíkir innviðir séu í almannaeigu. Hvort sem það er veitukerfið eða orkuframleiðslan. Þetta er risastórt öryggismál þar sem skiptir miklu máli að það séu einmitt aldrei neinir aðrir hagsmunir undir en öryggi íbúa. Það á auðvitað að vera stóra verkefnið. Þar með kasta ég engri rýrð á þetta ágæta starfsfólk og forystufólk,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Efnahagsmál Tengdar fréttir Kraftaverk við hitaveitulögnina Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld. 12. febrúar 2024 21:42 Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Spáir næsta gosi 1. mars Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir líklegt að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði í kringum 1. mars. Útlit sé fyrir að sama mynstur og hefur verið ríkjandi muni endurtaka sig. Þó geti jarðskjálfti eða annar atburður alltaf breytt stöðunni. 12. febrúar 2024 21:50 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Kraftaverk við hitaveitulögnina Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld. 12. febrúar 2024 21:42
Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43
Spáir næsta gosi 1. mars Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir líklegt að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði í kringum 1. mars. Útlit sé fyrir að sama mynstur og hefur verið ríkjandi muni endurtaka sig. Þó geti jarðskjálfti eða annar atburður alltaf breytt stöðunni. 12. febrúar 2024 21:50