Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 15:10 Ásthildur segir bæjaryfirvöld hafa komið af fjöllum þegar þeim barst krafa óbyggðanefndar fyrir helgi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. „Við erum rétt byrjuð að skoða þetta. Í fyrsta kasti skiljum við ekkert í þessu,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir að það sé mikil vinna að fara yfir landamerki á eyjunni, hver eigi hvað og hvort eitthvað sé í eigu einkaaðila. „Okkur líst ekki vel á þetta við fyrstu skoðun, en við erum að skoða þetta. Okkar stöðu og hvort að Óbyggðanefnd sé að teygja sig lengra en þeir hafa heimild til,“ segir Ásthildur. Sá hluti eyjunnar sem ríkið hefur gert kröfu um er rauðmerktur á kortinu. Vísir/Grafík Ásthildur segir að bæjarfélaginu hafi borist krafa frá Óbyggðanefnd fyrir helgi og hafi þrjá mánuði til að svara henni. Í kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er birt á vef Óbyggðanefndar um þjóðlendumörk á Norðurlandi eystra, innan svæðis 12, segir að þess sé krafist að „sá hluti Grímseyjar sem telst falla utan heimalanda jarða á Grímsey samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, sbr. kafli 4 kröfulýsingar þessarar, teljist þjóðlenda. Afmörkum kröfunnar Sá hluti sem krafan nær til afmarkast með eftirfarandi hætti samkvæmt kröfulýsingunni: Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4). Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.“ Þá segir í kröfulýsingunni að við afmörkum á svæði sé miðað við að heimalönd jarða á Grímsey, eins og þau eru afmörkuð í landamerkjabréfum, teljist eignarlönd og falli utan þjóðlendukröfu. Allt svæði á Grímsey utan heimalanda teljist hins vegar þjóðlenda. Nánar er fjallað um þetta í kafla 5.2 hér. Krefjast þess að krafan sé dregin til baka Ásthildur segir bæjarstjórn á Akureyri á svipuðum stað með málið og Vestmanneyingar en bæjarstjóri bæjarins, Íris Róbertsdóttir, hefur gert miklar athugasemdir við kröfu Óbyggðanefndar til Heimaeyjar og allra úteyja og skerja sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur krafist þess að krafan verði dregin til baka. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Akureyri Grímsey Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
„Við erum rétt byrjuð að skoða þetta. Í fyrsta kasti skiljum við ekkert í þessu,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir að það sé mikil vinna að fara yfir landamerki á eyjunni, hver eigi hvað og hvort eitthvað sé í eigu einkaaðila. „Okkur líst ekki vel á þetta við fyrstu skoðun, en við erum að skoða þetta. Okkar stöðu og hvort að Óbyggðanefnd sé að teygja sig lengra en þeir hafa heimild til,“ segir Ásthildur. Sá hluti eyjunnar sem ríkið hefur gert kröfu um er rauðmerktur á kortinu. Vísir/Grafík Ásthildur segir að bæjarfélaginu hafi borist krafa frá Óbyggðanefnd fyrir helgi og hafi þrjá mánuði til að svara henni. Í kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er birt á vef Óbyggðanefndar um þjóðlendumörk á Norðurlandi eystra, innan svæðis 12, segir að þess sé krafist að „sá hluti Grímseyjar sem telst falla utan heimalanda jarða á Grímsey samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, sbr. kafli 4 kröfulýsingar þessarar, teljist þjóðlenda. Afmörkum kröfunnar Sá hluti sem krafan nær til afmarkast með eftirfarandi hætti samkvæmt kröfulýsingunni: Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4). Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.“ Þá segir í kröfulýsingunni að við afmörkum á svæði sé miðað við að heimalönd jarða á Grímsey, eins og þau eru afmörkuð í landamerkjabréfum, teljist eignarlönd og falli utan þjóðlendukröfu. Allt svæði á Grímsey utan heimalanda teljist hins vegar þjóðlenda. Nánar er fjallað um þetta í kafla 5.2 hér. Krefjast þess að krafan sé dregin til baka Ásthildur segir bæjarstjórn á Akureyri á svipuðum stað með málið og Vestmanneyingar en bæjarstjóri bæjarins, Íris Róbertsdóttir, hefur gert miklar athugasemdir við kröfu Óbyggðanefndar til Heimaeyjar og allra úteyja og skerja sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur krafist þess að krafan verði dregin til baka.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Akureyri Grímsey Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01