Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 15:10 Ásthildur segir bæjaryfirvöld hafa komið af fjöllum þegar þeim barst krafa óbyggðanefndar fyrir helgi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. „Við erum rétt byrjuð að skoða þetta. Í fyrsta kasti skiljum við ekkert í þessu,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir að það sé mikil vinna að fara yfir landamerki á eyjunni, hver eigi hvað og hvort eitthvað sé í eigu einkaaðila. „Okkur líst ekki vel á þetta við fyrstu skoðun, en við erum að skoða þetta. Okkar stöðu og hvort að Óbyggðanefnd sé að teygja sig lengra en þeir hafa heimild til,“ segir Ásthildur. Sá hluti eyjunnar sem ríkið hefur gert kröfu um er rauðmerktur á kortinu. Vísir/Grafík Ásthildur segir að bæjarfélaginu hafi borist krafa frá Óbyggðanefnd fyrir helgi og hafi þrjá mánuði til að svara henni. Í kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er birt á vef Óbyggðanefndar um þjóðlendumörk á Norðurlandi eystra, innan svæðis 12, segir að þess sé krafist að „sá hluti Grímseyjar sem telst falla utan heimalanda jarða á Grímsey samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, sbr. kafli 4 kröfulýsingar þessarar, teljist þjóðlenda. Afmörkum kröfunnar Sá hluti sem krafan nær til afmarkast með eftirfarandi hætti samkvæmt kröfulýsingunni: Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4). Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.“ Þá segir í kröfulýsingunni að við afmörkum á svæði sé miðað við að heimalönd jarða á Grímsey, eins og þau eru afmörkuð í landamerkjabréfum, teljist eignarlönd og falli utan þjóðlendukröfu. Allt svæði á Grímsey utan heimalanda teljist hins vegar þjóðlenda. Nánar er fjallað um þetta í kafla 5.2 hér. Krefjast þess að krafan sé dregin til baka Ásthildur segir bæjarstjórn á Akureyri á svipuðum stað með málið og Vestmanneyingar en bæjarstjóri bæjarins, Íris Róbertsdóttir, hefur gert miklar athugasemdir við kröfu Óbyggðanefndar til Heimaeyjar og allra úteyja og skerja sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur krafist þess að krafan verði dregin til baka. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Akureyri Grímsey Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Við erum rétt byrjuð að skoða þetta. Í fyrsta kasti skiljum við ekkert í þessu,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir að það sé mikil vinna að fara yfir landamerki á eyjunni, hver eigi hvað og hvort eitthvað sé í eigu einkaaðila. „Okkur líst ekki vel á þetta við fyrstu skoðun, en við erum að skoða þetta. Okkar stöðu og hvort að Óbyggðanefnd sé að teygja sig lengra en þeir hafa heimild til,“ segir Ásthildur. Sá hluti eyjunnar sem ríkið hefur gert kröfu um er rauðmerktur á kortinu. Vísir/Grafík Ásthildur segir að bæjarfélaginu hafi borist krafa frá Óbyggðanefnd fyrir helgi og hafi þrjá mánuði til að svara henni. Í kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er birt á vef Óbyggðanefndar um þjóðlendumörk á Norðurlandi eystra, innan svæðis 12, segir að þess sé krafist að „sá hluti Grímseyjar sem telst falla utan heimalanda jarða á Grímsey samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, sbr. kafli 4 kröfulýsingar þessarar, teljist þjóðlenda. Afmörkum kröfunnar Sá hluti sem krafan nær til afmarkast með eftirfarandi hætti samkvæmt kröfulýsingunni: Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4). Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.“ Þá segir í kröfulýsingunni að við afmörkum á svæði sé miðað við að heimalönd jarða á Grímsey, eins og þau eru afmörkuð í landamerkjabréfum, teljist eignarlönd og falli utan þjóðlendukröfu. Allt svæði á Grímsey utan heimalanda teljist hins vegar þjóðlenda. Nánar er fjallað um þetta í kafla 5.2 hér. Krefjast þess að krafan sé dregin til baka Ásthildur segir bæjarstjórn á Akureyri á svipuðum stað með málið og Vestmanneyingar en bæjarstjóri bæjarins, Íris Róbertsdóttir, hefur gert miklar athugasemdir við kröfu Óbyggðanefndar til Heimaeyjar og allra úteyja og skerja sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur krafist þess að krafan verði dregin til baka.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Akureyri Grímsey Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01