Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 18:52 Framkvæmdir við nýtt hraun á Reykjanesskaga. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. „Þetta var alveg einstakt afrek sem var unnið hér á síðustu tveimur sólarhringum,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku um framkvæmdir við að koma heitu vatni aftur á hús á Suðurnesjum. Búið hafi verið til framleiðsluplan og stállagnir sem voru til vara soðnar saman. „Það er síðan dregið út á nýjum vegi sem var lagður yfir hraunið, soðið saman í báða enda og svo vatni hleypt á.“ Upphafleg varalögn hefði verið grafin ofan í jörðina. Sú framkvæmd hafi staðið yfir, en ekki lokið. „Við ætluðum að grafa hana á kílómeters kafla, en vorum bara komin með sex hundruð metra. Það var nú fyrsta planið, að reyna að tengja þá lögn. Því miður hafði hraun komist að henni, við vitum ekki hvar eða hvernig. Í fyrstu rann vatn í gegn en svo gaf hún sig, þannig að við þurftum að fara í þetta plan B og leggja lögnina ofanjarðar,“ segir Tómas Már og bætir við að starfsfólk muni koma lögninni í öruggt skjól. Tómas Már ræddi við fréttastofu á Reykjanesskaga í dag. Leita þurfi varanlegra lausna Tómas Már segir að þrátt fyrir að mikið þrekvirki hafi þegar verið unnið sé heilmikið verkefni eftir. „Við þurfum að gera aðra lögn, við þurfum að gera varanlega lögn, við þurfum að leggja lagnir annars staðar frá svæðinu til að vera örugg. Svo erum við líka með framkvæmdir í lághitaveita, sem á að tryggja lágmarksviðbragð, og ýmislegt annað,“ segir hann. Tómas segir mikla vinnu hafa farið fram síðustu þrjú ár, til að mynda tilraunir í hrauninu í Fagradalsfjalli. Þær hafi nýst vel núna. Gagnrýni á að engar ráðstafanir hafi verið gerðar, til að mynda með lagningu varalagnar, sé ekki réttmæt að hans mati. „Hér hefur verið unnið mjög gott starf af öllum aðilum, undir stjórn Almannavarna, til þess að vera viðbúin þessu ástandi,“ segir Tómas Már. Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Þetta var alveg einstakt afrek sem var unnið hér á síðustu tveimur sólarhringum,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku um framkvæmdir við að koma heitu vatni aftur á hús á Suðurnesjum. Búið hafi verið til framleiðsluplan og stállagnir sem voru til vara soðnar saman. „Það er síðan dregið út á nýjum vegi sem var lagður yfir hraunið, soðið saman í báða enda og svo vatni hleypt á.“ Upphafleg varalögn hefði verið grafin ofan í jörðina. Sú framkvæmd hafi staðið yfir, en ekki lokið. „Við ætluðum að grafa hana á kílómeters kafla, en vorum bara komin með sex hundruð metra. Það var nú fyrsta planið, að reyna að tengja þá lögn. Því miður hafði hraun komist að henni, við vitum ekki hvar eða hvernig. Í fyrstu rann vatn í gegn en svo gaf hún sig, þannig að við þurftum að fara í þetta plan B og leggja lögnina ofanjarðar,“ segir Tómas Már og bætir við að starfsfólk muni koma lögninni í öruggt skjól. Tómas Már ræddi við fréttastofu á Reykjanesskaga í dag. Leita þurfi varanlegra lausna Tómas Már segir að þrátt fyrir að mikið þrekvirki hafi þegar verið unnið sé heilmikið verkefni eftir. „Við þurfum að gera aðra lögn, við þurfum að gera varanlega lögn, við þurfum að leggja lagnir annars staðar frá svæðinu til að vera örugg. Svo erum við líka með framkvæmdir í lághitaveita, sem á að tryggja lágmarksviðbragð, og ýmislegt annað,“ segir hann. Tómas segir mikla vinnu hafa farið fram síðustu þrjú ár, til að mynda tilraunir í hrauninu í Fagradalsfjalli. Þær hafi nýst vel núna. Gagnrýni á að engar ráðstafanir hafi verið gerðar, til að mynda með lagningu varalagnar, sé ekki réttmæt að hans mati. „Hér hefur verið unnið mjög gott starf af öllum aðilum, undir stjórn Almannavarna, til þess að vera viðbúin þessu ástandi,“ segir Tómas Már.
Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14
Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07