Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Hópur bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum skrifar 12. febrúar 2024 18:01 Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þann 2. febrúar s.l. var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Þessi krafa hefur þó enn ekki verið send okkur Eyjamönnum heldur benti góðviljaður lögmaður okkur á að hún hefði birst á heimasíðu Óbyggðanefndar. Þessa nefnd hafa Eyjamenn hingað til látið afskiptalausa, og hún okkur, enda fremur langsótt að telja 13 ferkílómetra eyju með 4,600 íbúum til óbyggða; jafnvel þótt úteyjarnar séu taldar með enda eru þær flestar byggðar reisulegum veiðihúsum. Með langri sögulegri upprifjun á 35 blaðsíðum, sem nær allt frá Landnámu Ara fróða á 12. öld, kemst lögmaður Óbyggðanefndar fyrir þína hönd að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi að heimta af Vestmannaeyjabæ í fyrsta lagi allar úteyjar og sker - og á Heimaey sjálfri m.a. fjöll á borð við Heimaklett og Blátind. Einnig vill ríkið eignast allar hlíðar Herjólfsdals – þ.m.t. brekkuna sem Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð er kenndur við. Dalbotninn sjálfan mega Eyjamenn þó náðarsamlegast eiga áfram. Einnig vill ríkið eigna sér sem þjóðlendu allt Eldfell og allt nýja hraunið sem myndaðist í gosinu 1973. Virðist þá gilda einu að þar sé búið að leggja vegi, skipuleggja og úthluta lóðum til atvinnurekstrar og miklar framkvæmdir þegar hafnar, m.a. við landeldi á laxi. Hér er fátt eitt upp talið af því sem ríkið vill nú sölsa undir sig í Vestmannaeyjum - sem er þeim mun undarlegra þegar haft er í huga að sama ríki afsalaði til Vestmannaeyjabæjar öllu þessu landi á grundvelli sérstakrar lagasetningar þar um 1960, fyrir 63 árum. Við ætlum hins vegar ekki í þessu bréfi að efna til lagaþrætu um málið. Það gerist stundum að þrengsta túlkun á tilteknum lagagreinum fer út fyrir landamæri almennrar og heilbrigðrar skynsemi. Frægt dæmi er þegar til stóð fyrir nokkrum áratugum að skattleggja þá aura sem blaðburðarbörn unnu sér inn. Þáverandi forsætisráðherra beitti heilbrigðri skynsemi og sagði sem frægt varð: ‘’Svona gera menn ekki’’ – og málið var dautt. Núna förum við þess á leit við þig, hæstvirtur ráðherra, að þú beitir sambærilegri skynsemi í þessu máli og látir draga umrædda kröfu, sem gerð er í þínu nafni, til baka. Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum. Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu? Með vinsemd og virðingu, Páll Magnússon Njáll Ragnarsson Eyþór Harðarson Íris Róbertsdóttir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Helga Jóhanna Harðardóttir Hildur Sólveig Sigurðardóttir Margrét Rós Ingólfsdóttir Gísli Stefánsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þann 2. febrúar s.l. var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Þessi krafa hefur þó enn ekki verið send okkur Eyjamönnum heldur benti góðviljaður lögmaður okkur á að hún hefði birst á heimasíðu Óbyggðanefndar. Þessa nefnd hafa Eyjamenn hingað til látið afskiptalausa, og hún okkur, enda fremur langsótt að telja 13 ferkílómetra eyju með 4,600 íbúum til óbyggða; jafnvel þótt úteyjarnar séu taldar með enda eru þær flestar byggðar reisulegum veiðihúsum. Með langri sögulegri upprifjun á 35 blaðsíðum, sem nær allt frá Landnámu Ara fróða á 12. öld, kemst lögmaður Óbyggðanefndar fyrir þína hönd að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi að heimta af Vestmannaeyjabæ í fyrsta lagi allar úteyjar og sker - og á Heimaey sjálfri m.a. fjöll á borð við Heimaklett og Blátind. Einnig vill ríkið eignast allar hlíðar Herjólfsdals – þ.m.t. brekkuna sem Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð er kenndur við. Dalbotninn sjálfan mega Eyjamenn þó náðarsamlegast eiga áfram. Einnig vill ríkið eigna sér sem þjóðlendu allt Eldfell og allt nýja hraunið sem myndaðist í gosinu 1973. Virðist þá gilda einu að þar sé búið að leggja vegi, skipuleggja og úthluta lóðum til atvinnurekstrar og miklar framkvæmdir þegar hafnar, m.a. við landeldi á laxi. Hér er fátt eitt upp talið af því sem ríkið vill nú sölsa undir sig í Vestmannaeyjum - sem er þeim mun undarlegra þegar haft er í huga að sama ríki afsalaði til Vestmannaeyjabæjar öllu þessu landi á grundvelli sérstakrar lagasetningar þar um 1960, fyrir 63 árum. Við ætlum hins vegar ekki í þessu bréfi að efna til lagaþrætu um málið. Það gerist stundum að þrengsta túlkun á tilteknum lagagreinum fer út fyrir landamæri almennrar og heilbrigðrar skynsemi. Frægt dæmi er þegar til stóð fyrir nokkrum áratugum að skattleggja þá aura sem blaðburðarbörn unnu sér inn. Þáverandi forsætisráðherra beitti heilbrigðri skynsemi og sagði sem frægt varð: ‘’Svona gera menn ekki’’ – og málið var dautt. Núna förum við þess á leit við þig, hæstvirtur ráðherra, að þú beitir sambærilegri skynsemi í þessu máli og látir draga umrædda kröfu, sem gerð er í þínu nafni, til baka. Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum. Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu? Með vinsemd og virðingu, Páll Magnússon Njáll Ragnarsson Eyþór Harðarson Íris Róbertsdóttir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Helga Jóhanna Harðardóttir Hildur Sólveig Sigurðardóttir Margrét Rós Ingólfsdóttir Gísli Stefánsson
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar