Landris hafið á ný undir Svartsengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 10:42 Allir GPS-mælar við Svartsengi sýna skýr merki um landris og kvikusöfnun. Björn Steinbekk Mælar á Svartsengissvæðinu sýna að landris sé hafið og að kvika sé farin að safnast undir Svartsengi að nýju. Enn sé of snemmt að gera líkanreikninga eða mæla nákvæma staðsetningu. Stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna lauk fyrir skömmu. „Það eru merki um það að landrisið sé byrjað aftur eins og búist var við miðað við atburðarásina eftir gosin á undan,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur, spurður út í stöðuna á Svartsengissvæðinu. Er það á nákvæmlega sama stað? „Allir mælar á Svartsengissvæðinu sýna skýrt landris. Það er ekkert meira komið. Það á eftir að gera líkanreikning og það eru ekki gervitunglamyndir sem sýna nákvæma staðsetningu. Það eru GPS-mælar á svæðinu sem sýna skýrt landris,“ segir hann. Samkvæmt fréttatilkynningu Veðurstofunnar rís land á svæðinu um hálfan til einn sentímetra á dag sem sé svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Miklar líkur séu því á að atburðarás fyrri atburða endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Dýpri geymir dæli kviku undir Svartsengi Einar segir vísindamenn hafa búist við þessu í ljósi fyrri atburða frá því að kvikugangurinn stóri myndaðist í Grindavík í nóvember. Það hafi komið þrír atburðir í röð þar sem land hafi farið að rísa í kjölfar eldgosa. „Fyrir eldgosið núna á fimmtudaginn var kvikan búin að safnast í tæpan mánuð undir Svartsengi og þegar kvikumagnið og kvikuþrýstingurinn er orðið nægt þannig að kvikan hlaupi yfir í Sundhnúksgígana þá gýs þar og kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er orðið nokkurn veginn tómt,“ segir Einar. „En það er dýpri geymir einhvers staðar neðar sem heldur áfram að dæla kviku undir Svartsengi. Þannig það að landrisið sé orðið skýrt aftur segir okkur að kvika sé aftur farin að safnast undir Svartsengi,“ segir hann. „Við fylgjumst með því hvernig landrisið þróast, gerum líkanreikninga, áætlum hversu mikið rúmmál er að safnast þarna smátt og smátt. Fyrir síðasta gos þá voru þetta um tíu milljón rúmmetrar þannig það er talan sem við horfum á núna,“ segir Einar. Við vitum ekkert hvað það er mikið magn þarna undir? Það gætu haldið áfram gos með reglulegu millibili? „Það er óvissan í þessu. Það sem er að koma úr dýpri geyminum, það er erfitt að áætla hversu stór hann er eða hversu lengi getur komið úr honum. En það er greinilega að koma,“ segir Einar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna lauk fyrir skömmu. „Það eru merki um það að landrisið sé byrjað aftur eins og búist var við miðað við atburðarásina eftir gosin á undan,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur, spurður út í stöðuna á Svartsengissvæðinu. Er það á nákvæmlega sama stað? „Allir mælar á Svartsengissvæðinu sýna skýrt landris. Það er ekkert meira komið. Það á eftir að gera líkanreikning og það eru ekki gervitunglamyndir sem sýna nákvæma staðsetningu. Það eru GPS-mælar á svæðinu sem sýna skýrt landris,“ segir hann. Samkvæmt fréttatilkynningu Veðurstofunnar rís land á svæðinu um hálfan til einn sentímetra á dag sem sé svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Miklar líkur séu því á að atburðarás fyrri atburða endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Dýpri geymir dæli kviku undir Svartsengi Einar segir vísindamenn hafa búist við þessu í ljósi fyrri atburða frá því að kvikugangurinn stóri myndaðist í Grindavík í nóvember. Það hafi komið þrír atburðir í röð þar sem land hafi farið að rísa í kjölfar eldgosa. „Fyrir eldgosið núna á fimmtudaginn var kvikan búin að safnast í tæpan mánuð undir Svartsengi og þegar kvikumagnið og kvikuþrýstingurinn er orðið nægt þannig að kvikan hlaupi yfir í Sundhnúksgígana þá gýs þar og kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er orðið nokkurn veginn tómt,“ segir Einar. „En það er dýpri geymir einhvers staðar neðar sem heldur áfram að dæla kviku undir Svartsengi. Þannig það að landrisið sé orðið skýrt aftur segir okkur að kvika sé aftur farin að safnast undir Svartsengi,“ segir hann. „Við fylgjumst með því hvernig landrisið þróast, gerum líkanreikninga, áætlum hversu mikið rúmmál er að safnast þarna smátt og smátt. Fyrir síðasta gos þá voru þetta um tíu milljón rúmmetrar þannig það er talan sem við horfum á núna,“ segir Einar. Við vitum ekkert hvað það er mikið magn þarna undir? Það gætu haldið áfram gos með reglulegu millibili? „Það er óvissan í þessu. Það sem er að koma úr dýpri geyminum, það er erfitt að áætla hversu stór hann er eða hversu lengi getur komið úr honum. En það er greinilega að koma,“ segir Einar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira