Flúði kuldann heima og gisti í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 08:37 Ásmundur Friðriksson þingmaður hrósaði viðbragðsaðilum fyrir skjót vinnubrögð. Vísir/Arnar Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er búsettur á Suðurnesjum en flúði kuldann þar og fór til Kópavogs. „Það er búið að vera ansi kalt og auðvitað er kuldinn hjá okkur ekkert miðað við það sem Grindvíkingar þurfa að upplifa en þetta er svona samfélagslegur viðburður í augnablikinu. Það var skítakuldi heima,“ segir Ásmundur og það hafi endað með því að hann og konan fóru og gistu hjá dóttur sinni í nótt. Ásmundur ræddi málið í Bítinu í morgun. Hann sagði þau hjónin hafa sparað rafmagnið eins og þau gátu og sem dæmi ekki getað hlaðið bílinn heima. „Þetta er mjög takmarkandi,“ sagði hann og að þau hafi haft miklar áhyggjur af mögulegum skemmdum. Hann hafi rætt við pípara sem hafi sagt þeim að margir væru erlendis og að þeir höfðu áhyggjur af þeim heimilum þar sem enginn er við og nefndi sem dæmi bílaplön sem eru hituð. Hann sagði píparana ótrúlega fljóta að vinna en að húsin séu mörg. Hann hrósaði öllum viðbragðsaðilum sem starfa við það að koma hitanum á. Ásmundur sagði að þau ætluðu líklega að gista eina nótt í viðbót. Það hafi í raun ekki verið óbærilegt heima hjá þeim en tók það skýrt fram að þau væru bara tvö hjónin, öll börnin væru uppkomin og flutt að heiman. Staðan væri allt önnur fyrir fólk með ung börn. „Það er mjög víða ansi strembið.“ Gott að vera vitur eftirá Spurður um stöðuna hvað varðar orkuflutninga á Suðurnesin sagði Ásmundur að það væri afskaplega gott að vera vitur eftirá en eins og fram hefur komið er flutningskerfið ekki hannað til húshitunar. Ásmundur sagði að það væri almennt þannig í stjórnsýslunni að fólk þyrfti að vera tilbúnara. „Við þurfum að eiga tæki, við þurfum að eiga efni og víra í leiðslur og við megum ekki standa frammi fyrir því í svona hörmungum að það eru kannski aðföngin sem það strandar á,“ sagði hann og að það væri nauðsynlegt að framkvæma áhættumar og skrá niður hvað þurfi að vera til í landinu til að sinna lágmarksviðbúnaði. Þau ræddu einnig stöðuna í Grindavík og Ásmundur sagði að það mætti ekki gleyma því að það þyrfti oft að taka áhættu til að bjarga atvinnulífi eða öðru. Spurður um umræðu fyrr í dag í Bítinu um það að tryggja fólki að fullu hús sín og innbú en ekki bara hluta eins og er lagt til í nýju frumvarpi frá stjórnvöldum sagði Ásmundur að það þyrfti að fara vel yfir málið. Hann vildi ekki taka undir hugmyndir Heimis um að tryggja þeim sitt í samræmi við markaðsverk í stað brunabótamats. Hann benti á að sums staðar á landinu sé brunabótamat hærra en markaðsvirði þeirra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan í heild. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Vatn Jarðhiti Almannavarnir Vogar Kópavogur Tengdar fréttir „Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. 11. febrúar 2024 21:00 „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. 11. febrúar 2024 18:45 Sumir með heitt vatn en eiga alls ekki að nota það Heitt vatn rennur nú um kerfi einhverra húsa í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir vatnið alls ekki vera til notkunar íbúa. 11. febrúar 2024 10:46 Vegagerð yfir hraunið er lokið Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. 11. febrúar 2024 10:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það er búið að vera ansi kalt og auðvitað er kuldinn hjá okkur ekkert miðað við það sem Grindvíkingar þurfa að upplifa en þetta er svona samfélagslegur viðburður í augnablikinu. Það var skítakuldi heima,“ segir Ásmundur og það hafi endað með því að hann og konan fóru og gistu hjá dóttur sinni í nótt. Ásmundur ræddi málið í Bítinu í morgun. Hann sagði þau hjónin hafa sparað rafmagnið eins og þau gátu og sem dæmi ekki getað hlaðið bílinn heima. „Þetta er mjög takmarkandi,“ sagði hann og að þau hafi haft miklar áhyggjur af mögulegum skemmdum. Hann hafi rætt við pípara sem hafi sagt þeim að margir væru erlendis og að þeir höfðu áhyggjur af þeim heimilum þar sem enginn er við og nefndi sem dæmi bílaplön sem eru hituð. Hann sagði píparana ótrúlega fljóta að vinna en að húsin séu mörg. Hann hrósaði öllum viðbragðsaðilum sem starfa við það að koma hitanum á. Ásmundur sagði að þau ætluðu líklega að gista eina nótt í viðbót. Það hafi í raun ekki verið óbærilegt heima hjá þeim en tók það skýrt fram að þau væru bara tvö hjónin, öll börnin væru uppkomin og flutt að heiman. Staðan væri allt önnur fyrir fólk með ung börn. „Það er mjög víða ansi strembið.“ Gott að vera vitur eftirá Spurður um stöðuna hvað varðar orkuflutninga á Suðurnesin sagði Ásmundur að það væri afskaplega gott að vera vitur eftirá en eins og fram hefur komið er flutningskerfið ekki hannað til húshitunar. Ásmundur sagði að það væri almennt þannig í stjórnsýslunni að fólk þyrfti að vera tilbúnara. „Við þurfum að eiga tæki, við þurfum að eiga efni og víra í leiðslur og við megum ekki standa frammi fyrir því í svona hörmungum að það eru kannski aðföngin sem það strandar á,“ sagði hann og að það væri nauðsynlegt að framkvæma áhættumar og skrá niður hvað þurfi að vera til í landinu til að sinna lágmarksviðbúnaði. Þau ræddu einnig stöðuna í Grindavík og Ásmundur sagði að það mætti ekki gleyma því að það þyrfti oft að taka áhættu til að bjarga atvinnulífi eða öðru. Spurður um umræðu fyrr í dag í Bítinu um það að tryggja fólki að fullu hús sín og innbú en ekki bara hluta eins og er lagt til í nýju frumvarpi frá stjórnvöldum sagði Ásmundur að það þyrfti að fara vel yfir málið. Hann vildi ekki taka undir hugmyndir Heimis um að tryggja þeim sitt í samræmi við markaðsverk í stað brunabótamats. Hann benti á að sums staðar á landinu sé brunabótamat hærra en markaðsvirði þeirra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan í heild.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Vatn Jarðhiti Almannavarnir Vogar Kópavogur Tengdar fréttir „Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. 11. febrúar 2024 21:00 „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. 11. febrúar 2024 18:45 Sumir með heitt vatn en eiga alls ekki að nota það Heitt vatn rennur nú um kerfi einhverra húsa í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir vatnið alls ekki vera til notkunar íbúa. 11. febrúar 2024 10:46 Vegagerð yfir hraunið er lokið Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. 11. febrúar 2024 10:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. 11. febrúar 2024 21:00
„Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. 11. febrúar 2024 18:45
Sumir með heitt vatn en eiga alls ekki að nota það Heitt vatn rennur nú um kerfi einhverra húsa í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir vatnið alls ekki vera til notkunar íbúa. 11. febrúar 2024 10:46
Vegagerð yfir hraunið er lokið Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar. 11. febrúar 2024 10:44