Grindvíkingar gera ýmsar athugasemdir við uppkaupsfrumvarpið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 06:41 Ljóst er af umsögnunum í samráðsgátt stjórnvalda að nokkur óánægja er með frumvarpið. Vísir/Einar Alls hafa borist 172 umsagnir um drög að frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, sem birt voru í samráðsgátt á föstudag. Umsagnartíminn rennur út í dag. Ljóst er af umsögnunum að margir hafa áhyggjur af því hvernig málum verður háttað og eru ekki síst gerðar athugasemdir við að frumvarpið nái aðeins til þeirra eigna þar sem eigandi hafði skráð lögheimili þegar íbúum var gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og að miðað sé við að kaupverðið nemi 95 prósent ef brunabótamati. „Mér finnst ekki hægt að mismuna íbúum svona,“ segir Jenný Lovísa Árnadóttir. „Hvað með þá sem eiga eignir sem voru í leigu en eigendur búa annars staðar? Eiga þeir þá bara að missa aleigu sína af því að þeir áttu ekki lögheimili í eigninni?“ spyr hún. „Þetta er algjörlega galið,“ segir Hilmar Þór Halldórsson. „Brunabótamatið er töluvert lægra heldur en við keyptum á. Eigum við að tapa nokkrum milljónum á þessu?“ Nokkrir nefna að þeir vilji fá að taka lánin sín með sér, líkt og heimilt sé í öðrum fasteignaviðskiptum. Þá bendir að minnsta kosti einn á að íbúum hafi verið bent á það af fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar á íbúafundum að kaupa viðbótarbrunabótatryggingu til að vega upp of lágt brunabótamat. „Ég tel það rétt að brunatrygging ásamt viðbótatryggingunni verði greitt út,“ segir Jakob Sigurðsson. Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir segir að bæta ætti við möguleika á aðstoðarlánum, á borð við svokölluð hlutdeildarlán, til að brúa bilið á milli fasteignaverðsins í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir mótmæla þeim skamma fresti sem gefin er til athugasemdi í samráðsgáttinni en þeirra á meðal eru fasteigna- og byggingafélög, sem mótmæla því meðal annars að frumvarpið nái ekki til lögaðila. Segja þau þetta varla standast jafnræðissjónarmið. Hér má finna umsagnirnar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Ljóst er af umsögnunum að margir hafa áhyggjur af því hvernig málum verður háttað og eru ekki síst gerðar athugasemdir við að frumvarpið nái aðeins til þeirra eigna þar sem eigandi hafði skráð lögheimili þegar íbúum var gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og að miðað sé við að kaupverðið nemi 95 prósent ef brunabótamati. „Mér finnst ekki hægt að mismuna íbúum svona,“ segir Jenný Lovísa Árnadóttir. „Hvað með þá sem eiga eignir sem voru í leigu en eigendur búa annars staðar? Eiga þeir þá bara að missa aleigu sína af því að þeir áttu ekki lögheimili í eigninni?“ spyr hún. „Þetta er algjörlega galið,“ segir Hilmar Þór Halldórsson. „Brunabótamatið er töluvert lægra heldur en við keyptum á. Eigum við að tapa nokkrum milljónum á þessu?“ Nokkrir nefna að þeir vilji fá að taka lánin sín með sér, líkt og heimilt sé í öðrum fasteignaviðskiptum. Þá bendir að minnsta kosti einn á að íbúum hafi verið bent á það af fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar á íbúafundum að kaupa viðbótarbrunabótatryggingu til að vega upp of lágt brunabótamat. „Ég tel það rétt að brunatrygging ásamt viðbótatryggingunni verði greitt út,“ segir Jakob Sigurðsson. Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir segir að bæta ætti við möguleika á aðstoðarlánum, á borð við svokölluð hlutdeildarlán, til að brúa bilið á milli fasteignaverðsins í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir mótmæla þeim skamma fresti sem gefin er til athugasemdi í samráðsgáttinni en þeirra á meðal eru fasteigna- og byggingafélög, sem mótmæla því meðal annars að frumvarpið nái ekki til lögaðila. Segja þau þetta varla standast jafnræðissjónarmið. Hér má finna umsagnirnar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira