Grindvíkingar gera ýmsar athugasemdir við uppkaupsfrumvarpið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 06:41 Ljóst er af umsögnunum í samráðsgátt stjórnvalda að nokkur óánægja er með frumvarpið. Vísir/Einar Alls hafa borist 172 umsagnir um drög að frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík, sem birt voru í samráðsgátt á föstudag. Umsagnartíminn rennur út í dag. Ljóst er af umsögnunum að margir hafa áhyggjur af því hvernig málum verður háttað og eru ekki síst gerðar athugasemdir við að frumvarpið nái aðeins til þeirra eigna þar sem eigandi hafði skráð lögheimili þegar íbúum var gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og að miðað sé við að kaupverðið nemi 95 prósent ef brunabótamati. „Mér finnst ekki hægt að mismuna íbúum svona,“ segir Jenný Lovísa Árnadóttir. „Hvað með þá sem eiga eignir sem voru í leigu en eigendur búa annars staðar? Eiga þeir þá bara að missa aleigu sína af því að þeir áttu ekki lögheimili í eigninni?“ spyr hún. „Þetta er algjörlega galið,“ segir Hilmar Þór Halldórsson. „Brunabótamatið er töluvert lægra heldur en við keyptum á. Eigum við að tapa nokkrum milljónum á þessu?“ Nokkrir nefna að þeir vilji fá að taka lánin sín með sér, líkt og heimilt sé í öðrum fasteignaviðskiptum. Þá bendir að minnsta kosti einn á að íbúum hafi verið bent á það af fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar á íbúafundum að kaupa viðbótarbrunabótatryggingu til að vega upp of lágt brunabótamat. „Ég tel það rétt að brunatrygging ásamt viðbótatryggingunni verði greitt út,“ segir Jakob Sigurðsson. Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir segir að bæta ætti við möguleika á aðstoðarlánum, á borð við svokölluð hlutdeildarlán, til að brúa bilið á milli fasteignaverðsins í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir mótmæla þeim skamma fresti sem gefin er til athugasemdi í samráðsgáttinni en þeirra á meðal eru fasteigna- og byggingafélög, sem mótmæla því meðal annars að frumvarpið nái ekki til lögaðila. Segja þau þetta varla standast jafnræðissjónarmið. Hér má finna umsagnirnar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Ljóst er af umsögnunum að margir hafa áhyggjur af því hvernig málum verður háttað og eru ekki síst gerðar athugasemdir við að frumvarpið nái aðeins til þeirra eigna þar sem eigandi hafði skráð lögheimili þegar íbúum var gert að rýma bæinn 10. nóvember síðastliðinn og að miðað sé við að kaupverðið nemi 95 prósent ef brunabótamati. „Mér finnst ekki hægt að mismuna íbúum svona,“ segir Jenný Lovísa Árnadóttir. „Hvað með þá sem eiga eignir sem voru í leigu en eigendur búa annars staðar? Eiga þeir þá bara að missa aleigu sína af því að þeir áttu ekki lögheimili í eigninni?“ spyr hún. „Þetta er algjörlega galið,“ segir Hilmar Þór Halldórsson. „Brunabótamatið er töluvert lægra heldur en við keyptum á. Eigum við að tapa nokkrum milljónum á þessu?“ Nokkrir nefna að þeir vilji fá að taka lánin sín með sér, líkt og heimilt sé í öðrum fasteignaviðskiptum. Þá bendir að minnsta kosti einn á að íbúum hafi verið bent á það af fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar á íbúafundum að kaupa viðbótarbrunabótatryggingu til að vega upp of lágt brunabótamat. „Ég tel það rétt að brunatrygging ásamt viðbótatryggingunni verði greitt út,“ segir Jakob Sigurðsson. Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir segir að bæta ætti við möguleika á aðstoðarlánum, á borð við svokölluð hlutdeildarlán, til að brúa bilið á milli fasteignaverðsins í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrir mótmæla þeim skamma fresti sem gefin er til athugasemdi í samráðsgáttinni en þeirra á meðal eru fasteigna- og byggingafélög, sem mótmæla því meðal annars að frumvarpið nái ekki til lögaðila. Segja þau þetta varla standast jafnræðissjónarmið. Hér má finna umsagnirnar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent