„Sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. febrúar 2024 09:00 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Evrópuleik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í haust. Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Gísli Eyjólfsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið Breiðablik og freistar gæfunnar í atvinnumennsku með Halmstad í Svíþjóð. Hann þakkar unnustunni traustið og segir verkefnið tikka í öll box. Gísli samdi við Halmstad á dögunum og fór beint til móts við félagið í æfingaferð á Spáni. Hann segir liðið hafa sýnt sér töluverðan áhuga. „Þjálfarinn var mjög áhugasamur og vissi mjög mikið um mig. Hann var búinn að fylgjast með mér allt síðasta sumar og Evrópukeppnin gerði líka sitt og dregur athygli að manni. Hann vildi þá eiginleika sem ég hef í sitt lið, það er eiginlega ekkert flóknara en það,“ segir Gísli. Tjékkaði í öll box Gísli verður samherji Birnis Snæs Ingasonar sem samdi við Halmstad fyrr í vetur. Gísli er 29 ára gamall og á tvö börn, eins árs og fjögurra ára, með kærustu sinni. Hann er þakklátur kærustunni fyrir að koma með sér í þetta ævintýri. „Mér fannst þetta fínn tímapunktur vegna þess að við erum með krakka á góðum aldri. Anna, kærasta mín, sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður og var til í þetta. Eftir að þau voru klár var lítið sem gat stoppað þetta. Þetta er ævintýri, að búa í öðru landi,“ „Þetta snýst ekki lengur um mig þannig að það þurfti margt að ganga upp. Þetta þurfti að vera gott lið, í góðri deild. Staðurinn og bærinn þurfti að vera frábær, og liðið að sýna virkilegan áhuga. Þetta tjékkaði í öll boxin þannig að ég er virkilega ánægður að vera kominn loksins hingað,“ segir Gísli. Saknar Blika strax en tímapunkturinn réttur Gísli segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið en tímapunkturinn sé réttur til að prófa eitthvað nýtt. „Breiðablik er minn klúbbur. Ég er uppalinn þarna og hef aldrei áður skrifað undir félagsskipti - ég hef alltaf farið á láni ef ég fer einhvert frá Breiðabliki. Ég er að slíta naflastrenginn dálítið,“ „Það er margt fólk í Breiðabliki sem maður á eftir að sakna mjög mikið og bara klúbburinn í heild sinni. Særún sjúkraþjálfari, ég er strax farinn að sakna hennar, allir strákarnir, þjálfararnir, stuðningsmennirnir og klúbburinn í heild. Mér er mjög annt um þennan klúbb þannig að þetta er alveg erfitt að kveðja þetta fólk en þetta er fínn tímapunktur núna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Breiðablik Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Gísli samdi við Halmstad á dögunum og fór beint til móts við félagið í æfingaferð á Spáni. Hann segir liðið hafa sýnt sér töluverðan áhuga. „Þjálfarinn var mjög áhugasamur og vissi mjög mikið um mig. Hann var búinn að fylgjast með mér allt síðasta sumar og Evrópukeppnin gerði líka sitt og dregur athygli að manni. Hann vildi þá eiginleika sem ég hef í sitt lið, það er eiginlega ekkert flóknara en það,“ segir Gísli. Tjékkaði í öll box Gísli verður samherji Birnis Snæs Ingasonar sem samdi við Halmstad fyrr í vetur. Gísli er 29 ára gamall og á tvö börn, eins árs og fjögurra ára, með kærustu sinni. Hann er þakklátur kærustunni fyrir að koma með sér í þetta ævintýri. „Mér fannst þetta fínn tímapunktur vegna þess að við erum með krakka á góðum aldri. Anna, kærasta mín, sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður og var til í þetta. Eftir að þau voru klár var lítið sem gat stoppað þetta. Þetta er ævintýri, að búa í öðru landi,“ „Þetta snýst ekki lengur um mig þannig að það þurfti margt að ganga upp. Þetta þurfti að vera gott lið, í góðri deild. Staðurinn og bærinn þurfti að vera frábær, og liðið að sýna virkilegan áhuga. Þetta tjékkaði í öll boxin þannig að ég er virkilega ánægður að vera kominn loksins hingað,“ segir Gísli. Saknar Blika strax en tímapunkturinn réttur Gísli segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið en tímapunkturinn sé réttur til að prófa eitthvað nýtt. „Breiðablik er minn klúbbur. Ég er uppalinn þarna og hef aldrei áður skrifað undir félagsskipti - ég hef alltaf farið á láni ef ég fer einhvert frá Breiðabliki. Ég er að slíta naflastrenginn dálítið,“ „Það er margt fólk í Breiðabliki sem maður á eftir að sakna mjög mikið og bara klúbburinn í heild sinni. Særún sjúkraþjálfari, ég er strax farinn að sakna hennar, allir strákarnir, þjálfararnir, stuðningsmennirnir og klúbburinn í heild. Mér er mjög annt um þennan klúbb þannig að þetta er alveg erfitt að kveðja þetta fólk en þetta er fínn tímapunktur núna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Breiðablik Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira