Harðneituðu að spila í Ísrael: „UEFA steig sem betur fer inn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. febrúar 2024 12:00 Ísland og Ísrael mættust í Þjóðadeildinni árið 2022. Vísir/Hulda Margrét Ísraelska knattspyrnusambandið pressaði stíft á KSÍ og UEFA að fá að halda umspilsleik karlalandsliða Íslands og Ísrael í heimalandinu. KSÍ harðneitaði ítrekuðum beiðnum og UEFA ákvað að leikurinn skyldi haldinn á hlutlausum velli. Líkt og fram hefur komið mun leikurinn fara fram í Ungverjalandi þann 21. mars næst komandi. Ákvörðun um leikstað átti að liggja fyrir í desember en sú dróst töluvert á langinn. Ísrael gerði kröfu allt þar til í lok janúar að leikurinn færi fram í heimalandinu. „Þegar dregið var í umspilsleikinn í nóvember var ekki ljóst hvar Ísrael myndi spila vegna ástandsins sem er náttúrulega alveg hræðilegt á þessum slóðum. Okkar krafa var sú að við myndum aldrei spila við Ísrael í Ísrael,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, í samtali við Vísi. Jörundur Áki er yfir knattspyrnusviði hjá KSÍ.Stöð 2 „Það tók smá tíma að fá niðurstöðu í það mál. Ísrael hélt kröfu sinni til streitu en það kom aldrei til greina af okkar hálfu. UEFA steig inn í sem betur fer og niðurstaðan að við spilum í Ungverjalandi.“ Sniðganga ekki komið til umræðu Í ljósi innrásar Ísraela í Palestínu hefur borið á þeirri kröfu meðal almennings að íslenska liðið mæti ekki til leiks gegn Ísraelum. Samskonar krafa hefur verið gerð á sniðgöngu á söngvakeppninni Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Jörundur Áki segir ljóst að meðan UEFA reki Ísrael ekki úr keppni þýði sniðganga það sama og að gefa Ísraelum sæti í úrslitaleik umspilsins. Það hafi því ekki komið til umræðu að Ísland mæti ekki til leiks. „Það hefur ekki komið til umræðu að mæta ekki í leikinn. Það er alveg ljóst að meðan UEFA heldur Ísrael inni í þessari keppni sem er enn í gangi og hófst í fyrra þá munum við mæta,“ „Markmiðið er að vinna Ísrael. Við ætlum ekki að gefa þeim auðveldu leiðina í þessu og ætlum okkur í úrslitakeppnina í sumar.“ segir Jörundur Áki. Leikur Íslands og Ísrael er 21. mars næst komandi. Sigurvegari þess leiks mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Landslið karla í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael KSÍ Tengdar fréttir Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira
Líkt og fram hefur komið mun leikurinn fara fram í Ungverjalandi þann 21. mars næst komandi. Ákvörðun um leikstað átti að liggja fyrir í desember en sú dróst töluvert á langinn. Ísrael gerði kröfu allt þar til í lok janúar að leikurinn færi fram í heimalandinu. „Þegar dregið var í umspilsleikinn í nóvember var ekki ljóst hvar Ísrael myndi spila vegna ástandsins sem er náttúrulega alveg hræðilegt á þessum slóðum. Okkar krafa var sú að við myndum aldrei spila við Ísrael í Ísrael,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, í samtali við Vísi. Jörundur Áki er yfir knattspyrnusviði hjá KSÍ.Stöð 2 „Það tók smá tíma að fá niðurstöðu í það mál. Ísrael hélt kröfu sinni til streitu en það kom aldrei til greina af okkar hálfu. UEFA steig inn í sem betur fer og niðurstaðan að við spilum í Ungverjalandi.“ Sniðganga ekki komið til umræðu Í ljósi innrásar Ísraela í Palestínu hefur borið á þeirri kröfu meðal almennings að íslenska liðið mæti ekki til leiks gegn Ísraelum. Samskonar krafa hefur verið gerð á sniðgöngu á söngvakeppninni Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Jörundur Áki segir ljóst að meðan UEFA reki Ísrael ekki úr keppni þýði sniðganga það sama og að gefa Ísraelum sæti í úrslitaleik umspilsins. Það hafi því ekki komið til umræðu að Ísland mæti ekki til leiks. „Það hefur ekki komið til umræðu að mæta ekki í leikinn. Það er alveg ljóst að meðan UEFA heldur Ísrael inni í þessari keppni sem er enn í gangi og hófst í fyrra þá munum við mæta,“ „Markmiðið er að vinna Ísrael. Við ætlum ekki að gefa þeim auðveldu leiðina í þessu og ætlum okkur í úrslitakeppnina í sumar.“ segir Jörundur Áki. Leikur Íslands og Ísrael er 21. mars næst komandi. Sigurvegari þess leiks mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar.
Landslið karla í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael KSÍ Tengdar fréttir Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira
Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti