Harðneituðu að spila í Ísrael: „UEFA steig sem betur fer inn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. febrúar 2024 12:00 Ísland og Ísrael mættust í Þjóðadeildinni árið 2022. Vísir/Hulda Margrét Ísraelska knattspyrnusambandið pressaði stíft á KSÍ og UEFA að fá að halda umspilsleik karlalandsliða Íslands og Ísrael í heimalandinu. KSÍ harðneitaði ítrekuðum beiðnum og UEFA ákvað að leikurinn skyldi haldinn á hlutlausum velli. Líkt og fram hefur komið mun leikurinn fara fram í Ungverjalandi þann 21. mars næst komandi. Ákvörðun um leikstað átti að liggja fyrir í desember en sú dróst töluvert á langinn. Ísrael gerði kröfu allt þar til í lok janúar að leikurinn færi fram í heimalandinu. „Þegar dregið var í umspilsleikinn í nóvember var ekki ljóst hvar Ísrael myndi spila vegna ástandsins sem er náttúrulega alveg hræðilegt á þessum slóðum. Okkar krafa var sú að við myndum aldrei spila við Ísrael í Ísrael,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, í samtali við Vísi. Jörundur Áki er yfir knattspyrnusviði hjá KSÍ.Stöð 2 „Það tók smá tíma að fá niðurstöðu í það mál. Ísrael hélt kröfu sinni til streitu en það kom aldrei til greina af okkar hálfu. UEFA steig inn í sem betur fer og niðurstaðan að við spilum í Ungverjalandi.“ Sniðganga ekki komið til umræðu Í ljósi innrásar Ísraela í Palestínu hefur borið á þeirri kröfu meðal almennings að íslenska liðið mæti ekki til leiks gegn Ísraelum. Samskonar krafa hefur verið gerð á sniðgöngu á söngvakeppninni Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Jörundur Áki segir ljóst að meðan UEFA reki Ísrael ekki úr keppni þýði sniðganga það sama og að gefa Ísraelum sæti í úrslitaleik umspilsins. Það hafi því ekki komið til umræðu að Ísland mæti ekki til leiks. „Það hefur ekki komið til umræðu að mæta ekki í leikinn. Það er alveg ljóst að meðan UEFA heldur Ísrael inni í þessari keppni sem er enn í gangi og hófst í fyrra þá munum við mæta,“ „Markmiðið er að vinna Ísrael. Við ætlum ekki að gefa þeim auðveldu leiðina í þessu og ætlum okkur í úrslitakeppnina í sumar.“ segir Jörundur Áki. Leikur Íslands og Ísrael er 21. mars næst komandi. Sigurvegari þess leiks mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Landslið karla í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael KSÍ Tengdar fréttir Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Líkt og fram hefur komið mun leikurinn fara fram í Ungverjalandi þann 21. mars næst komandi. Ákvörðun um leikstað átti að liggja fyrir í desember en sú dróst töluvert á langinn. Ísrael gerði kröfu allt þar til í lok janúar að leikurinn færi fram í heimalandinu. „Þegar dregið var í umspilsleikinn í nóvember var ekki ljóst hvar Ísrael myndi spila vegna ástandsins sem er náttúrulega alveg hræðilegt á þessum slóðum. Okkar krafa var sú að við myndum aldrei spila við Ísrael í Ísrael,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, í samtali við Vísi. Jörundur Áki er yfir knattspyrnusviði hjá KSÍ.Stöð 2 „Það tók smá tíma að fá niðurstöðu í það mál. Ísrael hélt kröfu sinni til streitu en það kom aldrei til greina af okkar hálfu. UEFA steig inn í sem betur fer og niðurstaðan að við spilum í Ungverjalandi.“ Sniðganga ekki komið til umræðu Í ljósi innrásar Ísraela í Palestínu hefur borið á þeirri kröfu meðal almennings að íslenska liðið mæti ekki til leiks gegn Ísraelum. Samskonar krafa hefur verið gerð á sniðgöngu á söngvakeppninni Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Jörundur Áki segir ljóst að meðan UEFA reki Ísrael ekki úr keppni þýði sniðganga það sama og að gefa Ísraelum sæti í úrslitaleik umspilsins. Það hafi því ekki komið til umræðu að Ísland mæti ekki til leiks. „Það hefur ekki komið til umræðu að mæta ekki í leikinn. Það er alveg ljóst að meðan UEFA heldur Ísrael inni í þessari keppni sem er enn í gangi og hófst í fyrra þá munum við mæta,“ „Markmiðið er að vinna Ísrael. Við ætlum ekki að gefa þeim auðveldu leiðina í þessu og ætlum okkur í úrslitakeppnina í sumar.“ segir Jörundur Áki. Leikur Íslands og Ísrael er 21. mars næst komandi. Sigurvegari þess leiks mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar.
Landslið karla í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael KSÍ Tengdar fréttir Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35