Léku með fyrrverandi Ísrealshermanni en földu uppruna hans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 11:54 Vadim Gluzman sinnti herskyldu í ísraelska hernum en hefur lengi verið búsettur í Bandaríkjunum. Vísir/Samsett Ísraelskur fiðluleikari lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg í Hörpu í fyrradag. Upplýsingar um uppruna hans voru fjarlægðar í framhaldi af því að kvartanir bárust. Einleikarinn heitir Vadim Gluzman og er samkvæmt heimasíðu Sinfóníunnar meðal fremstu fiðluleikara samtímans.. Hann er þekktur fyrir túlkun sína á verkum frá gullöld fiðlubókmenntanna. Hann er fæddur í Úkraínu en fluttist til Ísraels sextán ára gamall í svokallaðri „alíju“ sem er hebreskt hugtak yfir flutninga gyðinga búsettra víðs vegar um heiminn til landsins helga. Í viðtali við bandarísk-ísraelsku menningarsamtökin AICF segist hann vera fyrrverandi hermaður og stoltur af því að hafa sinnt herskyldu. „Ég er stoltur af því að vera Ísraeli, stoltur að hafa sinnt skyldu minni í ísraelska hernum og stoltur af því að eiga heima í Ísrael,“ segir hann. Með því að bera saman útgáfur af kynningarsíðu tónleikanna annars vegar frá 4. október 2023 og hins vegar í dag á síðu Wayback Machine, sem er síða sem geymir gamlar útgáfur af vefsíðum, er hægt að sjá að í eldri útgáfu síðunnar var skýrt tekið fram í upphaf textans að Vadim væri Ísraeli. Vildu ekki tjá sig Ísraelskur uppruni hans kom fram á upphaflegu auglýsingarefni tónleikahaldara en eftir að kvartanir bárust um að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlaði að spila með stoltum fyrrverandi ísraelskum hermanni hafi nýtt auglýsingarefni verið birt þar sem ekkert kom um herþjónustu Vadims. Í nýja efninu komi aðeins fram að hann sé fæddur í Úkraínu. Einnig hafi ekkert verið snert á þessu í umfjöllun Ríkisútvarpsins um tónleikana. Haft var samband við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit Íslands og Margréti Ragnarsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra en þær vildu ekki tjá sig um málið. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónleikar á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Einleikarinn heitir Vadim Gluzman og er samkvæmt heimasíðu Sinfóníunnar meðal fremstu fiðluleikara samtímans.. Hann er þekktur fyrir túlkun sína á verkum frá gullöld fiðlubókmenntanna. Hann er fæddur í Úkraínu en fluttist til Ísraels sextán ára gamall í svokallaðri „alíju“ sem er hebreskt hugtak yfir flutninga gyðinga búsettra víðs vegar um heiminn til landsins helga. Í viðtali við bandarísk-ísraelsku menningarsamtökin AICF segist hann vera fyrrverandi hermaður og stoltur af því að hafa sinnt herskyldu. „Ég er stoltur af því að vera Ísraeli, stoltur að hafa sinnt skyldu minni í ísraelska hernum og stoltur af því að eiga heima í Ísrael,“ segir hann. Með því að bera saman útgáfur af kynningarsíðu tónleikanna annars vegar frá 4. október 2023 og hins vegar í dag á síðu Wayback Machine, sem er síða sem geymir gamlar útgáfur af vefsíðum, er hægt að sjá að í eldri útgáfu síðunnar var skýrt tekið fram í upphaf textans að Vadim væri Ísraeli. Vildu ekki tjá sig Ísraelskur uppruni hans kom fram á upphaflegu auglýsingarefni tónleikahaldara en eftir að kvartanir bárust um að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlaði að spila með stoltum fyrrverandi ísraelskum hermanni hafi nýtt auglýsingarefni verið birt þar sem ekkert kom um herþjónustu Vadims. Í nýja efninu komi aðeins fram að hann sé fæddur í Úkraínu. Einnig hafi ekkert verið snert á þessu í umfjöllun Ríkisútvarpsins um tónleikana. Haft var samband við Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit Íslands og Margréti Ragnarsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra en þær vildu ekki tjá sig um málið.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónleikar á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira