Hjáveitulögn í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2024 00:48 Starfsmenn HS Orku unnu í alla nótt við að tengja nýja lögn í stað þeirrar sem fór undir hraun á fimmtudagsmorgun. HS Orka Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um klukkan 22:30 í kvöld. Vegna þessa berst ekki lengur heitt vatn til Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. Fram kemur í tilkynningunni að lögnin hafi líklega laskast við hraunrennslið í gærmorgun. Þá hafi hún að líkindum brostið endanlega þegar aukið var á vatnsdælingu seint í kvöld. Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar. Þegar er hafinn undirbúningur að lagningu nýrrar lagnar í nánu samstarfi við almannavarnir en ljóst er að sú framkvæmd mun taka einhverja daga. Ekki er hægt að áætla nákvæmari tímasetningar á þessari stundu. Brýnt er að fylgja leiðbeiningu almannavarna og HS Veitna varðandi viðbrögð í þessum erfiðu og krefjandi aðstæðum. Ljóst er að fregnirnar koma illa við íbúa á Suðurnesjum sem áttu von á því að heitt vatn kæmist á hús þeirra á sunnudag, þegar fullur þrýstingur yrði kominn á nýju lögnina. Páll Erland, forstjóri HS veitna, sagði í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að ekkert annað en heitavatnsleysi væri í kortunum þar til ný varalögn væri virkjuð. Það átti að takast í kvöld og svo var reiknað með fullum þrýstingi á kerfið á sunnudag og um leið hiti í húsin í Reykjanesbæ og nágrenni. Nú ríkir óvissa um hvenær það tekst. Páll sagði ljóst að heitavatnsleysi gæti varað í margar vikur ef ekki tekst að tengja nýja heitavatnslögn. Því væri allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Nokkurra stiga frost er í veðurkortunum fyrir suðvesturhornið næstu daga en svo ættu að fara sjást jákvæðar tölur upp úr miðri viku. Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu vegna stöðunnar. Hana má sjá í heild að neðan. Seint í kvöld eða um kl. 22:30 kom í ljós að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni þar með er ljóst að lögning ber ekki heitt vatn lengur til Reykjanesbæjar. Væntanlega laskaðist lögnin við hraunrennslið í gærmorgun og seint í kvöld, þegar aukið var við vatnsdælingu, virðist hún hafa brostið endanlega. Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar. Þegar er hafinn undirbúningur að lagningu nýrrar lagnar en ljóst er að sú framkvæmd mun taka einhverja daga. Ekki er hægt að áætla nákvæmari tímasetningar á þessari stundu. Afleiðingar af eldgosinu sem hófst um sexleytið í gærmorgun er að sýna sig að verða verulegar og mun hafa mjög mikil áhrif á daglegt líf íbúa á Reykjanesi næstu dagana. Því er óhætt að segja að næsta vika mun taka á samtakamátt og samheldni íbúa.Það er ljóst að næstu dagar og nætur geta því orðið kaldar í húsum á Suðurnesjum. Mörg eru búin að tryggja sér rafmagnshitara og er það ítrekað að minna fólk á að nota þau raftæki sparlega, eða eftir þörfum og taki þar með tillit til annarra. Í kvöld kom það vel í ljós hvaða áhrif álagspunktar á kerfið geta haft þegar rafmagn fór af stórum hluta svæðisins. Áður hefur komið fram að rafdreifikerfi HS Veitna er ekki hannað til húskyndingar og því þolir kerfið ekki mikla álagspunkta. Það er ekki hægt að segja það nægilega oft hve mikilvægt það er fyrir rafkerfið á Suðurnesjum að fara sparlega með rafmagnið. Það mun skipta sköpum fyrir næstu daga. Áfram vilja Almannavarnir hvetja öll til þess að huga að nágrönnum sínum, það er ekki víst að öll hafi haft tækifæri til að verða sér úti um hitara eða skilji þær leiðbeiningar sem sendar hafa verið út í dag um takmörkun á notkun þeirra. Einhver orðið sér út um gashitara og minnum við á mikilvægi þess að hafa opna glugga þegar gas er notað. Þá er ekki síður mikilvægt að slökkva á öllu gasi áður en fólk fer að sofa og setja gaskútinn út fyrir dyr. Aldrei á að nota gas í lokuðu rými innanhúss og yfir nótt, mikilvægt er að lofta um rými þar sem gas er í notkun. Til að halda rafmagni á húsum er mikilvægt að allir hámarki rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð, fari sparlega með rafmagn, slökkva á rafmagnsofnum á meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð og hlaði ekki rafbíla heima fyrir heldur noti hverfahleðslur og hraðhleðslur sem í boði eru á svæðinu. Frekari upplýsingar um framhaldið og stöðu mála verða sendar til íbúa á morgun.Spurt og svarað vegna heitavatnsleysis;https://www.almannavarnir.is/frettir/spurt-og-svarad-vegna-heitavatnsleysis-a-sudurnesjum/Ráðleggingar Félags pípulagningarmanna og Samtaka rafverktaka:https://www.almannavarnir.is/skerding-a-hitaveitu/ Eldgos og jarðhræringar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vara við langvarandi rafmagnsleysi haldi fólk ekki út Almannavarnir hvetja íbúa á Reykjanesi til að spara rafmagn og vara við alvarlegum afleiðingum haldi kerfið ekki út þessa álagstíma. 9. febrúar 2024 21:17 Ástandið ekki gott en kraftaverk unnið í nótt Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum ekki vera gott vegna heitavatnsleysis en dómsmálaráðherra vill meina að þarna hafi verið unnið kraftaverk. 9. febrúar 2024 21:01 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningunni að lögnin hafi líklega laskast við hraunrennslið í gærmorgun. Þá hafi hún að líkindum brostið endanlega þegar aukið var á vatnsdælingu seint í kvöld. Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar. Þegar er hafinn undirbúningur að lagningu nýrrar lagnar í nánu samstarfi við almannavarnir en ljóst er að sú framkvæmd mun taka einhverja daga. Ekki er hægt að áætla nákvæmari tímasetningar á þessari stundu. Brýnt er að fylgja leiðbeiningu almannavarna og HS Veitna varðandi viðbrögð í þessum erfiðu og krefjandi aðstæðum. Ljóst er að fregnirnar koma illa við íbúa á Suðurnesjum sem áttu von á því að heitt vatn kæmist á hús þeirra á sunnudag, þegar fullur þrýstingur yrði kominn á nýju lögnina. Páll Erland, forstjóri HS veitna, sagði í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að ekkert annað en heitavatnsleysi væri í kortunum þar til ný varalögn væri virkjuð. Það átti að takast í kvöld og svo var reiknað með fullum þrýstingi á kerfið á sunnudag og um leið hiti í húsin í Reykjanesbæ og nágrenni. Nú ríkir óvissa um hvenær það tekst. Páll sagði ljóst að heitavatnsleysi gæti varað í margar vikur ef ekki tekst að tengja nýja heitavatnslögn. Því væri allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Nokkurra stiga frost er í veðurkortunum fyrir suðvesturhornið næstu daga en svo ættu að fara sjást jákvæðar tölur upp úr miðri viku. Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu vegna stöðunnar. Hana má sjá í heild að neðan. Seint í kvöld eða um kl. 22:30 kom í ljós að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni þar með er ljóst að lögning ber ekki heitt vatn lengur til Reykjanesbæjar. Væntanlega laskaðist lögnin við hraunrennslið í gærmorgun og seint í kvöld, þegar aukið var við vatnsdælingu, virðist hún hafa brostið endanlega. Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar. Þegar er hafinn undirbúningur að lagningu nýrrar lagnar en ljóst er að sú framkvæmd mun taka einhverja daga. Ekki er hægt að áætla nákvæmari tímasetningar á þessari stundu. Afleiðingar af eldgosinu sem hófst um sexleytið í gærmorgun er að sýna sig að verða verulegar og mun hafa mjög mikil áhrif á daglegt líf íbúa á Reykjanesi næstu dagana. Því er óhætt að segja að næsta vika mun taka á samtakamátt og samheldni íbúa.Það er ljóst að næstu dagar og nætur geta því orðið kaldar í húsum á Suðurnesjum. Mörg eru búin að tryggja sér rafmagnshitara og er það ítrekað að minna fólk á að nota þau raftæki sparlega, eða eftir þörfum og taki þar með tillit til annarra. Í kvöld kom það vel í ljós hvaða áhrif álagspunktar á kerfið geta haft þegar rafmagn fór af stórum hluta svæðisins. Áður hefur komið fram að rafdreifikerfi HS Veitna er ekki hannað til húskyndingar og því þolir kerfið ekki mikla álagspunkta. Það er ekki hægt að segja það nægilega oft hve mikilvægt það er fyrir rafkerfið á Suðurnesjum að fara sparlega með rafmagnið. Það mun skipta sköpum fyrir næstu daga. Áfram vilja Almannavarnir hvetja öll til þess að huga að nágrönnum sínum, það er ekki víst að öll hafi haft tækifæri til að verða sér úti um hitara eða skilji þær leiðbeiningar sem sendar hafa verið út í dag um takmörkun á notkun þeirra. Einhver orðið sér út um gashitara og minnum við á mikilvægi þess að hafa opna glugga þegar gas er notað. Þá er ekki síður mikilvægt að slökkva á öllu gasi áður en fólk fer að sofa og setja gaskútinn út fyrir dyr. Aldrei á að nota gas í lokuðu rými innanhúss og yfir nótt, mikilvægt er að lofta um rými þar sem gas er í notkun. Til að halda rafmagni á húsum er mikilvægt að allir hámarki rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð, fari sparlega með rafmagn, slökkva á rafmagnsofnum á meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð og hlaði ekki rafbíla heima fyrir heldur noti hverfahleðslur og hraðhleðslur sem í boði eru á svæðinu. Frekari upplýsingar um framhaldið og stöðu mála verða sendar til íbúa á morgun.Spurt og svarað vegna heitavatnsleysis;https://www.almannavarnir.is/frettir/spurt-og-svarad-vegna-heitavatnsleysis-a-sudurnesjum/Ráðleggingar Félags pípulagningarmanna og Samtaka rafverktaka:https://www.almannavarnir.is/skerding-a-hitaveitu/
Eldgos og jarðhræringar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vara við langvarandi rafmagnsleysi haldi fólk ekki út Almannavarnir hvetja íbúa á Reykjanesi til að spara rafmagn og vara við alvarlegum afleiðingum haldi kerfið ekki út þessa álagstíma. 9. febrúar 2024 21:17 Ástandið ekki gott en kraftaverk unnið í nótt Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum ekki vera gott vegna heitavatnsleysis en dómsmálaráðherra vill meina að þarna hafi verið unnið kraftaverk. 9. febrúar 2024 21:01 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Vara við langvarandi rafmagnsleysi haldi fólk ekki út Almannavarnir hvetja íbúa á Reykjanesi til að spara rafmagn og vara við alvarlegum afleiðingum haldi kerfið ekki út þessa álagstíma. 9. febrúar 2024 21:17
Ástandið ekki gott en kraftaverk unnið í nótt Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum ekki vera gott vegna heitavatnsleysis en dómsmálaráðherra vill meina að þarna hafi verið unnið kraftaverk. 9. febrúar 2024 21:01