Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2024 16:50 Frá Grindavíkurbæ. Vísir/Arnar Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Þar segir að um sé að ræða lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem miði að því að skapa forsendur fyrir öruggri framtíð fyrir Grindvíkinga, sem kynntar voru 26. janúar síðastliðnum. Ríkisstjórnin hafi unnið málið með samráðshópi allra þingflokka. Það hafi verið kynnt bæjarstjórn Grindavíkur og þá er stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Alþingi í næstu viku. Fasteignafélagið Þórkatla annast kaupin Þá kemur fram í tilkynningu stjórnarráðsins að til þess að framkvæma aðgerðina muni ríkið stofna og fjármagna sérstakt félag. Félagið mun fá heitið Fasteignafélagið Þórkatla og hafa það hlutverk að kaupa fasteignirnar og bera ábyrgð á rekstri þeirra fyrir hönd ríkissjóðs. Félagið mun bera allan umsýslukostnað vegna kaupa á fasteignunum. Gert er ráð fyrir að félagið eigi tilkall til mögulegra bóta úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) og beri mögulegan kostnað við niðurrif komi til þess. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að fasteignirnar verði keyptar á verði sem nemur 95 prósent af brunabótamati að frádregnum veðskuldum. Kaupverðið byggir á samsvörun við bótagreiðslur úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands en ljóst er að mikil óvissa er um framtíð íbúðarhúsnæðisins, til dæmis möguleg förgun. Opið fyrir athugasemdir til mánudags Þá segir í tilkynningu stjórnarráðsins að Grindvíkingum verði gefinn kostur á að kynna sér efni frumvarpsins í samráðsgátt og koma afstöðu sinni á framfæri. Opið verði fyrir athugasemdir til mánudags. Vegna mikilvægis þess að hraða meðferð málsins er ekki svigrúm til að veita rýmri tíma. Í framhaldinu verður unnið úr athugasemdum og mun fjármála- og efnahagsráðherra leggja frumvarpið fram á Alþingi í næstu viku. Leiðbeiningum komið á upplýsingasíðu Grindvíkinga Þegar frumvarpið hefur verið afgreitt frá Alþingi verður leiðbeiningum um hvað Grindvíkingar þurfa að undirbúa fyrir umsóknina sem og umsókn um uppkaup komið fyrir á upplýsingasíðu Grindvíkinga á Ísland.is. Sömuleiðis verður þar að finna algengar spurningar varðandi undirbúning og útfærslur aðgerðarinnar. Er þetta gert til að auðvelda afgreiðslu á stuðningi stjórnvalda til Grindvíkinga. Umsókn um uppkaup verður gefinn rúmur tími og verður opið fyrir þær til 1. júlí 2024. Þeim sem geta ekki nýtt sér stafræna umsókn á Ísland.is eða eru undanþegnir lögheimilisskráningu á þessum tíma er bent á þjónustumiðstöð Grindvíkinga í Tollhúsinu. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Þar segir að um sé að ræða lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem miði að því að skapa forsendur fyrir öruggri framtíð fyrir Grindvíkinga, sem kynntar voru 26. janúar síðastliðnum. Ríkisstjórnin hafi unnið málið með samráðshópi allra þingflokka. Það hafi verið kynnt bæjarstjórn Grindavíkur og þá er stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Alþingi í næstu viku. Fasteignafélagið Þórkatla annast kaupin Þá kemur fram í tilkynningu stjórnarráðsins að til þess að framkvæma aðgerðina muni ríkið stofna og fjármagna sérstakt félag. Félagið mun fá heitið Fasteignafélagið Þórkatla og hafa það hlutverk að kaupa fasteignirnar og bera ábyrgð á rekstri þeirra fyrir hönd ríkissjóðs. Félagið mun bera allan umsýslukostnað vegna kaupa á fasteignunum. Gert er ráð fyrir að félagið eigi tilkall til mögulegra bóta úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) og beri mögulegan kostnað við niðurrif komi til þess. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að fasteignirnar verði keyptar á verði sem nemur 95 prósent af brunabótamati að frádregnum veðskuldum. Kaupverðið byggir á samsvörun við bótagreiðslur úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands en ljóst er að mikil óvissa er um framtíð íbúðarhúsnæðisins, til dæmis möguleg förgun. Opið fyrir athugasemdir til mánudags Þá segir í tilkynningu stjórnarráðsins að Grindvíkingum verði gefinn kostur á að kynna sér efni frumvarpsins í samráðsgátt og koma afstöðu sinni á framfæri. Opið verði fyrir athugasemdir til mánudags. Vegna mikilvægis þess að hraða meðferð málsins er ekki svigrúm til að veita rýmri tíma. Í framhaldinu verður unnið úr athugasemdum og mun fjármála- og efnahagsráðherra leggja frumvarpið fram á Alþingi í næstu viku. Leiðbeiningum komið á upplýsingasíðu Grindvíkinga Þegar frumvarpið hefur verið afgreitt frá Alþingi verður leiðbeiningum um hvað Grindvíkingar þurfa að undirbúa fyrir umsóknina sem og umsókn um uppkaup komið fyrir á upplýsingasíðu Grindvíkinga á Ísland.is. Sömuleiðis verður þar að finna algengar spurningar varðandi undirbúning og útfærslur aðgerðarinnar. Er þetta gert til að auðvelda afgreiðslu á stuðningi stjórnvalda til Grindvíkinga. Umsókn um uppkaup verður gefinn rúmur tími og verður opið fyrir þær til 1. júlí 2024. Þeim sem geta ekki nýtt sér stafræna umsókn á Ísland.is eða eru undanþegnir lögheimilisskráningu á þessum tíma er bent á þjónustumiðstöð Grindvíkinga í Tollhúsinu.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira