Unnur minnist unnusta síns Lúðvíks sem hvarf í sprungu Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2024 17:00 Unnar B. Árnadóttur minnist unnusta síns, Lúðvíks Péturssonar, sem hvarf sporlaust í sprungu í Grindavík. aðsend Minningarathöfn um Lúðvík Pétursson var haldin í Langholtskirkju í dag, föstudaginn 9. febrúar, en hann týndist í Grindavík 10. janúar sl. þegar hann var að vinna við að fylla sprungur fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Lúðvík ólst upp á Kjalarnesi og gekk þar í grunnskóla þar til hann fór í gagnfræðiskólann í Mosfellsbæ. Hann lærði vélstjórn í Vélskóla Íslands og vann fjölbreytt störf. Hann var meðal annars á sjó, starfaði við grjóthleðslu, keyrði vörubíl og vann á gröfu. Síðustu árin vann hann hjá Kranaþjónustu Rúnars sem vinnuvélastjóri og var þekktur fyrir fagmennsku, verkvit og traust í sínum störfum. Hann var vel liðin af vinnufélögum sínum og eftirsóttur í verkefni. Lúðvík var faðir fjögurra barna og tveggja stjúpbarna unnustu sinnar og barnabörnin voru tvö. Hittust í Herjólfi Unnur B. Árnadóttir unnusta Lúðvíks, sem ávallt var kallaður Lúlli, minnist hans sem duglegasta og mest drífandi manneskju sem hún hefur kynnst, traustum fjölskyldumanni og matgæðing sem naut lífsins í gegnum fjölbreytta útivist og samveru, svo spillti ekki fyrir að hann var líka fyndinn og skemmtilegur. Táknrænt var fyrir minningarathöfnina að grafa Lúðvíks var höfð sérstaklega fyrir utan kirkjuna. vísir/arnar „Það er óbærilegur sársauki sem fylgir því að missa maka og besta vin í blóma lífsins á þennan hátt. Hann var okkur í fjölskyldunni svo mikilvægur og ég mun aldrei koma því í orð hversu mikill söknuðurinn er. Hann var kletturinn minn og hversdagsleikinn.” Þetta kemur fram í minningarorðum Unnar en þar heiðrar hún minningu Lúðvíks. Unnur og Lúðvík hittust fyrst í Herjólfi á leið til Eyja árið 2020. Þau voru bæði á leiðinni að keppa í Puffin run-hlaupinu, hún vissi frá fyrstu stundu að þeim var ætlað að vera saman. Það sem heillaði hana strax við Lúðvík var hans sterka sjálfsmynd og sjálfsmat og hvað hann hafði góða nærveru. Hann talaði fallega um börnin sín, barnabarnið og aðra fjölskyldumeðlimi. Bæði með óendanlegan áhuga á útivist Áhugamál þeirra rímuðu mjög vel, þau höfðu áhuga á útivist og hreyfingu og líf þeirra snerist um að gera sem mest af skemmtilegum hlutum, tvö ein eða með fjölskyldu og vinum; „Við upplifðum og gerðum margt saman enda varst þú duglegasta og mest drífandi manneskja sem ég hef kynnst. Þú varst alltaf til í að skipuleggja og upplifa eitthvað nýtt og það eru ómetanlegar minningarnar þegar við skiptumst á að skipuleggja óvissuferðir fyrir hvort annað í sumarfríum og fórum þá eitthvað sem okkur hafði lengi langað til að fara en kannski ekki gert áður eins og til dæmis að fara á kajak, hjóla að Háa fossi, sjósund upp á skaga, svo eitthvað sé nefnt, “ segir Unnur í minningarorðum. Útivistin sameinaði þau Unni og Lúðvík.aðsend Þau ferðuðust víða um landið ýmist í hefðbundin ferðalög með fjölskyldunni eða í útivistarferðir. Þau hlupu og hjóluðu meðal annars Laugaveginn sem er 55 km leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Allar ferðir sem þau fóru voru með eitthvað extra og metnaði hans engin takmörk sett. Sem dæmi þá bar nestið sem hann útbjó þess skýr merki þegar þau ferðuðust. Stefndi á heilan járnkarl „Á ferðalögum stoppuðum við oft með prímusinn og hann útbjó máltíð, því þegar Lúlli var annarsvegar, þá var ekkert venjulegt nesti, það var alvöru máltíðir eins og risarækjur og hvítlauksbrauð með parmesan og pestói. Heiðmörk var okkar uppáhaldsstaður, við hlupum ófáa ríkishringi og við fórum líka reglulega upp á okkar uppáhalds fjall, Esjuna. Þetta voru okkar staðir og þér leið vel í náttúrunni. Það var skemmtileg hefð sem við höfðum skapað okkur að ganga með íslenska fánann upp að steini á 17. júní. Það er sárt að hugsa til þess að ferðirnar verði ekki fleiri með þér,“ segir í minningarorðunum. Grafan stendur ein fyrir utan Langholtskirkju.vísir/arnar Lúðvík og Unnur ferðuðust víða erlendis og oftar en ekki voru það hreyfitengdar ferðir, en hann stefndi á að klára heilan járnkarl næsta sumar eftir að hafa klárað hálfan járnkarl á Ítalíu. Þau hlupu maraþon í Danmörku, fóru í hjólaferð á Ítalíu og svo mætti áfram telja. „Uppáhaldsferðin okkar var til Hawaii þar sem við hlupum maraþon sem þú skipulagðir fyrir okkur á Maui í töluvert heitara loftslagi en við erum vön. Þú lést draum þinn um að læra á brimbretti rætast á Hawaii þar sem höfrungar og risaskjaldbökur syntu í kringum brettið.” Lúðvík einstaklega orðheppinn og barngóður Unnur segir, að endingu í minningarorðum sínum, að henni hafi þótt afar vænt um hversu vel Lúðvík tók börnum hennar, þeim Ásu Karen, Árna Fannari og tengdadótturinni Söru. „Svo ekki sé minnst á augasteinninn okkar hann Unnstein Orra. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá honum og hann hjá þér. Eins og börnin mín orðuðu það um daginn: „Það var alltaf svo þægilegt að vera í kringum þig, þú varst orðheppinn, fyndinn og skemmtilegur og einstaklega fljótur til svars“. Á fyrri myndinni má sjá fjölskylduna í fimmtugsafmælisferð Unnar og Lúðvíks síðasta sumar á Tenerife. Á myndinni eru Árni Fannar, Sara Lind, Ása Karen, Unnsteinn Orri, Unnur og Lúðvík. Á myndinni hægra megin eru þau Unnur og Lúðvík á ættarmóti ásamt fjölskyldu Lúðvíks.aðsend Unnur og börnin hans eru öll sammála því að Lúðvík var besti ferðafélagi sem þau höfðu kynnst og heilögu föstudagspizzukvöldin verða aldrei söm. „Þig langaði til að ég kynni að prjóna og varst óþreytandi við að biðja mig um lopapeysu handa þér en ég er engin handavinnukona. Hinsvegar ákvað ég að prjóna mína fyrstu lopapeysu sem ég gaf þér í jólagjöf síðustu jól. Þú varst svo ánægður með peysuna og ert í henni núna.“ Unnur vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra viðbragðsaðila og sérstakar þakkir til þeirra sem sigu ofan í sprunguna í leit að Lúðvík og til áfallateymis Rauða krossins. Andlát Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Lúðvík ólst upp á Kjalarnesi og gekk þar í grunnskóla þar til hann fór í gagnfræðiskólann í Mosfellsbæ. Hann lærði vélstjórn í Vélskóla Íslands og vann fjölbreytt störf. Hann var meðal annars á sjó, starfaði við grjóthleðslu, keyrði vörubíl og vann á gröfu. Síðustu árin vann hann hjá Kranaþjónustu Rúnars sem vinnuvélastjóri og var þekktur fyrir fagmennsku, verkvit og traust í sínum störfum. Hann var vel liðin af vinnufélögum sínum og eftirsóttur í verkefni. Lúðvík var faðir fjögurra barna og tveggja stjúpbarna unnustu sinnar og barnabörnin voru tvö. Hittust í Herjólfi Unnur B. Árnadóttir unnusta Lúðvíks, sem ávallt var kallaður Lúlli, minnist hans sem duglegasta og mest drífandi manneskju sem hún hefur kynnst, traustum fjölskyldumanni og matgæðing sem naut lífsins í gegnum fjölbreytta útivist og samveru, svo spillti ekki fyrir að hann var líka fyndinn og skemmtilegur. Táknrænt var fyrir minningarathöfnina að grafa Lúðvíks var höfð sérstaklega fyrir utan kirkjuna. vísir/arnar „Það er óbærilegur sársauki sem fylgir því að missa maka og besta vin í blóma lífsins á þennan hátt. Hann var okkur í fjölskyldunni svo mikilvægur og ég mun aldrei koma því í orð hversu mikill söknuðurinn er. Hann var kletturinn minn og hversdagsleikinn.” Þetta kemur fram í minningarorðum Unnar en þar heiðrar hún minningu Lúðvíks. Unnur og Lúðvík hittust fyrst í Herjólfi á leið til Eyja árið 2020. Þau voru bæði á leiðinni að keppa í Puffin run-hlaupinu, hún vissi frá fyrstu stundu að þeim var ætlað að vera saman. Það sem heillaði hana strax við Lúðvík var hans sterka sjálfsmynd og sjálfsmat og hvað hann hafði góða nærveru. Hann talaði fallega um börnin sín, barnabarnið og aðra fjölskyldumeðlimi. Bæði með óendanlegan áhuga á útivist Áhugamál þeirra rímuðu mjög vel, þau höfðu áhuga á útivist og hreyfingu og líf þeirra snerist um að gera sem mest af skemmtilegum hlutum, tvö ein eða með fjölskyldu og vinum; „Við upplifðum og gerðum margt saman enda varst þú duglegasta og mest drífandi manneskja sem ég hef kynnst. Þú varst alltaf til í að skipuleggja og upplifa eitthvað nýtt og það eru ómetanlegar minningarnar þegar við skiptumst á að skipuleggja óvissuferðir fyrir hvort annað í sumarfríum og fórum þá eitthvað sem okkur hafði lengi langað til að fara en kannski ekki gert áður eins og til dæmis að fara á kajak, hjóla að Háa fossi, sjósund upp á skaga, svo eitthvað sé nefnt, “ segir Unnur í minningarorðum. Útivistin sameinaði þau Unni og Lúðvík.aðsend Þau ferðuðust víða um landið ýmist í hefðbundin ferðalög með fjölskyldunni eða í útivistarferðir. Þau hlupu og hjóluðu meðal annars Laugaveginn sem er 55 km leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Allar ferðir sem þau fóru voru með eitthvað extra og metnaði hans engin takmörk sett. Sem dæmi þá bar nestið sem hann útbjó þess skýr merki þegar þau ferðuðust. Stefndi á heilan járnkarl „Á ferðalögum stoppuðum við oft með prímusinn og hann útbjó máltíð, því þegar Lúlli var annarsvegar, þá var ekkert venjulegt nesti, það var alvöru máltíðir eins og risarækjur og hvítlauksbrauð með parmesan og pestói. Heiðmörk var okkar uppáhaldsstaður, við hlupum ófáa ríkishringi og við fórum líka reglulega upp á okkar uppáhalds fjall, Esjuna. Þetta voru okkar staðir og þér leið vel í náttúrunni. Það var skemmtileg hefð sem við höfðum skapað okkur að ganga með íslenska fánann upp að steini á 17. júní. Það er sárt að hugsa til þess að ferðirnar verði ekki fleiri með þér,“ segir í minningarorðunum. Grafan stendur ein fyrir utan Langholtskirkju.vísir/arnar Lúðvík og Unnur ferðuðust víða erlendis og oftar en ekki voru það hreyfitengdar ferðir, en hann stefndi á að klára heilan járnkarl næsta sumar eftir að hafa klárað hálfan járnkarl á Ítalíu. Þau hlupu maraþon í Danmörku, fóru í hjólaferð á Ítalíu og svo mætti áfram telja. „Uppáhaldsferðin okkar var til Hawaii þar sem við hlupum maraþon sem þú skipulagðir fyrir okkur á Maui í töluvert heitara loftslagi en við erum vön. Þú lést draum þinn um að læra á brimbretti rætast á Hawaii þar sem höfrungar og risaskjaldbökur syntu í kringum brettið.” Lúðvík einstaklega orðheppinn og barngóður Unnur segir, að endingu í minningarorðum sínum, að henni hafi þótt afar vænt um hversu vel Lúðvík tók börnum hennar, þeim Ásu Karen, Árna Fannari og tengdadótturinni Söru. „Svo ekki sé minnst á augasteinninn okkar hann Unnstein Orra. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá honum og hann hjá þér. Eins og börnin mín orðuðu það um daginn: „Það var alltaf svo þægilegt að vera í kringum þig, þú varst orðheppinn, fyndinn og skemmtilegur og einstaklega fljótur til svars“. Á fyrri myndinni má sjá fjölskylduna í fimmtugsafmælisferð Unnar og Lúðvíks síðasta sumar á Tenerife. Á myndinni eru Árni Fannar, Sara Lind, Ása Karen, Unnsteinn Orri, Unnur og Lúðvík. Á myndinni hægra megin eru þau Unnur og Lúðvík á ættarmóti ásamt fjölskyldu Lúðvíks.aðsend Unnur og börnin hans eru öll sammála því að Lúðvík var besti ferðafélagi sem þau höfðu kynnst og heilögu föstudagspizzukvöldin verða aldrei söm. „Þig langaði til að ég kynni að prjóna og varst óþreytandi við að biðja mig um lopapeysu handa þér en ég er engin handavinnukona. Hinsvegar ákvað ég að prjóna mína fyrstu lopapeysu sem ég gaf þér í jólagjöf síðustu jól. Þú varst svo ánægður með peysuna og ert í henni núna.“ Unnur vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra viðbragðsaðila og sérstakar þakkir til þeirra sem sigu ofan í sprunguna í leit að Lúðvík og til áfallateymis Rauða krossins.
Andlát Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira