Kántrístjarna tók upp nýtt myndband á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2024 08:56 Skjáskot úr myndbandinu við lagið Deeper Well sem tekið var upp á Íslandi. YouTube Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu. „Myndbandið við Deeper Well var tekið upp á undurfagra Íslandi, í náttúrunni, með mosanum og huldufólkinu,“ segir Musgraves á Instagram. Þar lofar hún því einnig að hafa ekki truflað huldufólkið við gerð myndbandsins. View this post on Instagram A post shared by Kacey Mossgraves (@spaceykacey) Á vef Pitchfork er fjallað um nýju plötuna og myndbandið. Þar segir að myndbandið sé framleitt af stúdíó London Alley og leikstýrt af Hannah Lux Davis. „Stundum ertu komin að krossgötum. Vindarnir breytast. Það sem einu sinni hreif þig gerir það ekki lengur,“ er haft þar eftir Musgraves um plötuna. Þar kemur einnig fram að hún hafi tekið upp plötuna í New York í Electric Lady Studios og að hún hafi unnið að plötunni með pródúsentunum og listamönnunum Daniel Tashian og Ian Fitchuk. Auk þess hafi Shane McAnally og Josh Osborn komið að gerð hennar en þeir unnu að hennar fyrstu tveimur plötum. Lagalisti Deeper Well: Cardinal Deeper Well Too Good to Be True Moving Out Giver / Taker Sway Dinner With Friends Heart of the Woods Jade Green The Architect Lonely Millionaire Heaven Is Anime Eyes Heimsótti Bláa lónið Musgraves birti margar myndir af heimsókn sinni til landsins síðasta sumar. Hún heimsótti sem dæmi Bláa lónið í gulri viðvörun og skoðaði síðar norðurljósin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stór hluti myndbandsins tekið upp á Árbæjarsafninu í Reykjavík í október síðastliðnum. Ekki viðraði vel til myndatöku þótt það sjáist ekki á myndbandinu, raunar var bandvitlaust veður. Torfbæir Árbæjarsafnsins þekkjast vel í myndbandinu, senurnar þar sem dýrin koma við sögu, hún plantar blómum og það sem tekið er inni í gömlum íslenskum húsum. Hollywood Tónlist Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
„Myndbandið við Deeper Well var tekið upp á undurfagra Íslandi, í náttúrunni, með mosanum og huldufólkinu,“ segir Musgraves á Instagram. Þar lofar hún því einnig að hafa ekki truflað huldufólkið við gerð myndbandsins. View this post on Instagram A post shared by Kacey Mossgraves (@spaceykacey) Á vef Pitchfork er fjallað um nýju plötuna og myndbandið. Þar segir að myndbandið sé framleitt af stúdíó London Alley og leikstýrt af Hannah Lux Davis. „Stundum ertu komin að krossgötum. Vindarnir breytast. Það sem einu sinni hreif þig gerir það ekki lengur,“ er haft þar eftir Musgraves um plötuna. Þar kemur einnig fram að hún hafi tekið upp plötuna í New York í Electric Lady Studios og að hún hafi unnið að plötunni með pródúsentunum og listamönnunum Daniel Tashian og Ian Fitchuk. Auk þess hafi Shane McAnally og Josh Osborn komið að gerð hennar en þeir unnu að hennar fyrstu tveimur plötum. Lagalisti Deeper Well: Cardinal Deeper Well Too Good to Be True Moving Out Giver / Taker Sway Dinner With Friends Heart of the Woods Jade Green The Architect Lonely Millionaire Heaven Is Anime Eyes Heimsótti Bláa lónið Musgraves birti margar myndir af heimsókn sinni til landsins síðasta sumar. Hún heimsótti sem dæmi Bláa lónið í gulri viðvörun og skoðaði síðar norðurljósin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stór hluti myndbandsins tekið upp á Árbæjarsafninu í Reykjavík í október síðastliðnum. Ekki viðraði vel til myndatöku þótt það sjáist ekki á myndbandinu, raunar var bandvitlaust veður. Torfbæir Árbæjarsafnsins þekkjast vel í myndbandinu, senurnar þar sem dýrin koma við sögu, hún plantar blómum og það sem tekið er inni í gömlum íslenskum húsum.
Hollywood Tónlist Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira