Kántrístjarna tók upp nýtt myndband á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2024 08:56 Skjáskot úr myndbandinu við lagið Deeper Well sem tekið var upp á Íslandi. YouTube Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu. „Myndbandið við Deeper Well var tekið upp á undurfagra Íslandi, í náttúrunni, með mosanum og huldufólkinu,“ segir Musgraves á Instagram. Þar lofar hún því einnig að hafa ekki truflað huldufólkið við gerð myndbandsins. View this post on Instagram A post shared by Kacey Mossgraves (@spaceykacey) Á vef Pitchfork er fjallað um nýju plötuna og myndbandið. Þar segir að myndbandið sé framleitt af stúdíó London Alley og leikstýrt af Hannah Lux Davis. „Stundum ertu komin að krossgötum. Vindarnir breytast. Það sem einu sinni hreif þig gerir það ekki lengur,“ er haft þar eftir Musgraves um plötuna. Þar kemur einnig fram að hún hafi tekið upp plötuna í New York í Electric Lady Studios og að hún hafi unnið að plötunni með pródúsentunum og listamönnunum Daniel Tashian og Ian Fitchuk. Auk þess hafi Shane McAnally og Josh Osborn komið að gerð hennar en þeir unnu að hennar fyrstu tveimur plötum. Lagalisti Deeper Well: Cardinal Deeper Well Too Good to Be True Moving Out Giver / Taker Sway Dinner With Friends Heart of the Woods Jade Green The Architect Lonely Millionaire Heaven Is Anime Eyes Heimsótti Bláa lónið Musgraves birti margar myndir af heimsókn sinni til landsins síðasta sumar. Hún heimsótti sem dæmi Bláa lónið í gulri viðvörun og skoðaði síðar norðurljósin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stór hluti myndbandsins tekið upp á Árbæjarsafninu í Reykjavík í október síðastliðnum. Ekki viðraði vel til myndatöku þótt það sjáist ekki á myndbandinu, raunar var bandvitlaust veður. Torfbæir Árbæjarsafnsins þekkjast vel í myndbandinu, senurnar þar sem dýrin koma við sögu, hún plantar blómum og það sem tekið er inni í gömlum íslenskum húsum. Hollywood Tónlist Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
„Myndbandið við Deeper Well var tekið upp á undurfagra Íslandi, í náttúrunni, með mosanum og huldufólkinu,“ segir Musgraves á Instagram. Þar lofar hún því einnig að hafa ekki truflað huldufólkið við gerð myndbandsins. View this post on Instagram A post shared by Kacey Mossgraves (@spaceykacey) Á vef Pitchfork er fjallað um nýju plötuna og myndbandið. Þar segir að myndbandið sé framleitt af stúdíó London Alley og leikstýrt af Hannah Lux Davis. „Stundum ertu komin að krossgötum. Vindarnir breytast. Það sem einu sinni hreif þig gerir það ekki lengur,“ er haft þar eftir Musgraves um plötuna. Þar kemur einnig fram að hún hafi tekið upp plötuna í New York í Electric Lady Studios og að hún hafi unnið að plötunni með pródúsentunum og listamönnunum Daniel Tashian og Ian Fitchuk. Auk þess hafi Shane McAnally og Josh Osborn komið að gerð hennar en þeir unnu að hennar fyrstu tveimur plötum. Lagalisti Deeper Well: Cardinal Deeper Well Too Good to Be True Moving Out Giver / Taker Sway Dinner With Friends Heart of the Woods Jade Green The Architect Lonely Millionaire Heaven Is Anime Eyes Heimsótti Bláa lónið Musgraves birti margar myndir af heimsókn sinni til landsins síðasta sumar. Hún heimsótti sem dæmi Bláa lónið í gulri viðvörun og skoðaði síðar norðurljósin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stór hluti myndbandsins tekið upp á Árbæjarsafninu í Reykjavík í október síðastliðnum. Ekki viðraði vel til myndatöku þótt það sjáist ekki á myndbandinu, raunar var bandvitlaust veður. Torfbæir Árbæjarsafnsins þekkjast vel í myndbandinu, senurnar þar sem dýrin koma við sögu, hún plantar blómum og það sem tekið er inni í gömlum íslenskum húsum.
Hollywood Tónlist Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira