Heitavatnsleysi gæti varað í margar vikur ef ekki tekst að tengja varalögn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 15:45 Páll Erland, forstjóri HS veitna segir gríðarlega mikilvægt að hraunbreiðan nái ekki breiða ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja varalögn. Vísir Varabirgðir af heitu vatni í tönkum á Fitjum klárast á næstu klukkustundum. Þá tekur við heitavatnsleysi í Reykjanesbæ, á Suðurnesjum og í Vogum. Unnið er hörðum höndum við að tengja varalögn, en ef hún fer einnig undir hraun gæti heitavatnsleysi varað í margar vikur. Páll Erland, forstjóri HS veitna, ræddi við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu og fór yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Hitaveitulögnin fór undir hraun á hádegi og nú er svo komið að varabirgðir klárast á næstu klukkustundum. „Þá tekur ekkert annað en heitavatnsleysi við þangað til búið er að virkja nýja varalögn. Sem er verið að vinna í að tengja,“ segir Páll. „Nú skiptir miklu máli að hraunbreiðan breiði ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja hana.“ Hraun flæddi einnig yfir raflínu frá Svartsengi og tók með sér rafmagnsstaura. Þar með fór rafmagn af Grindavík, en varaaflvélar leiða nú rafmagn til bæjarins. Páll segir sveitarfélög á Suðurnesjum fá rafmagn frá Reykjanesi og Suðurnesjalínu. Svartsengi er nú keyrt á varavélum. „Rafmagns-og kaldavatnsframleiðslan heldur áfram og um það snýst málið núna. Að verja það. Það kemst ekkert rafmagn frá Svartsengi en við erum það vel sett að Fitjar og varaleiðir eru vel tengd.“ Kerfið ekki hannað fyrir rafkyndingu Um þúsund heimili munu nú þurfa að reiða sig á rafmagnsofna og blásara til að hita híbýli sín. „Það er mjög stórt viðfangsefni, og það verður eina leiðin til að hita hús,“ segir Páll. „Við höfum einmitt verið að upplýsa um að rafdreifikerfið er ekki hannað fyrir rafkyndingu heils sveitafélags og þar með þarf hver húseigandi að gæta þess að nota ekki meira tvö og hálft kílóvött af rafmagni í kyndingu. Það er mjög mikilvægt að fólk sýni þá ábyrgð því annars getur rafdreifikerfið í götunni, hverfinu eða þess vegna öllum bænum laskast.“ Er þetta ástand sem gæti varað í margar vikur? „Ef vel fer náum við hita á hús á næstu sólarhringum en rafmagn verður í þessari stöðu eitthvað um sinn.“ Hinsvegar sé ljóst að ef ekki takist að tengja nýja heitavatnslögn getur heitavatnsleysi varað í margar vikur. Þannig það er allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Páll segir að heita vatnið fari af hverfum eitt af öðru fram til miðnættis. Þá verði orðið heitavatnslaust. Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Páll Erland, forstjóri HS veitna, ræddi við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu og fór yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Hitaveitulögnin fór undir hraun á hádegi og nú er svo komið að varabirgðir klárast á næstu klukkustundum. „Þá tekur ekkert annað en heitavatnsleysi við þangað til búið er að virkja nýja varalögn. Sem er verið að vinna í að tengja,“ segir Páll. „Nú skiptir miklu máli að hraunbreiðan breiði ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja hana.“ Hraun flæddi einnig yfir raflínu frá Svartsengi og tók með sér rafmagnsstaura. Þar með fór rafmagn af Grindavík, en varaaflvélar leiða nú rafmagn til bæjarins. Páll segir sveitarfélög á Suðurnesjum fá rafmagn frá Reykjanesi og Suðurnesjalínu. Svartsengi er nú keyrt á varavélum. „Rafmagns-og kaldavatnsframleiðslan heldur áfram og um það snýst málið núna. Að verja það. Það kemst ekkert rafmagn frá Svartsengi en við erum það vel sett að Fitjar og varaleiðir eru vel tengd.“ Kerfið ekki hannað fyrir rafkyndingu Um þúsund heimili munu nú þurfa að reiða sig á rafmagnsofna og blásara til að hita híbýli sín. „Það er mjög stórt viðfangsefni, og það verður eina leiðin til að hita hús,“ segir Páll. „Við höfum einmitt verið að upplýsa um að rafdreifikerfið er ekki hannað fyrir rafkyndingu heils sveitafélags og þar með þarf hver húseigandi að gæta þess að nota ekki meira tvö og hálft kílóvött af rafmagni í kyndingu. Það er mjög mikilvægt að fólk sýni þá ábyrgð því annars getur rafdreifikerfið í götunni, hverfinu eða þess vegna öllum bænum laskast.“ Er þetta ástand sem gæti varað í margar vikur? „Ef vel fer náum við hita á hús á næstu sólarhringum en rafmagn verður í þessari stöðu eitthvað um sinn.“ Hinsvegar sé ljóst að ef ekki takist að tengja nýja heitavatnslögn getur heitavatnsleysi varað í margar vikur. Þannig það er allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Páll segir að heita vatnið fari af hverfum eitt af öðru fram til miðnættis. Þá verði orðið heitavatnslaust.
Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent