Sindri segist hafa framleitt lélegar byssur viljandi Árni Sæberg skrifar 8. febrúar 2024 12:26 Sindri Snær í réttarsal ásamt verjanda sínum. Vísir/Árni Sindri Snær Birgisson játar að hafa selt þremur nafngreindum einstaklingum þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FCG. Hann segir aðeins eitt þeirra hafa virkað almennilega og hin hafi verið léleg af ásettu ráði. Sindri Snær gaf skýrslu fyrir dómi í morgun hvað varðar þann hluta hryðjuverkamálsins svokallaða sem snýr að vopnalagabrotum hans. Hann sætir ákæru fyrir vopnalagabrot í níu liðum, meðal annars fyrir að framleiða skotvopn, íhluti í skotvopn og skotfæri. Hann játaði sök hvað varðaði framleiðslu á þrívíddarprentuðum skotvopnum en neitaði að mestu öðru leyti. „Ég framleiði þetta viljandi þannig að þetta myndi klikka eftir tíu eða tuttugu skot. Ég var að selja þetta og ég kærði mig ekki um það að fólk hefði vel smíðuð og virk skotvopn. Ég gerði þetta í auðgunarskyni.“ Þó segist hann aldrei hafa fengið greitt í peningum. Hann hafi alltaf fengið greitt í fíkniefnum en hann viti ekki nákvæmlega hversu mikils virði fíkniefnin voru. Viðmiðunarverð hafi verið hálf milljón króna fyrir hvert skotvopn. Þá segir hann að samákærði hans Ísidór Nathansson hafi haft litla aðkomu að framleiðslu og sölu skotvopnanna. Hann hafi aðeins framleitt einhverja íhluti í skotvopn. Forvitni hafi leitt þá til að framleiða „swift link“ Sindri er meðal annars ákærður fyrir framleiðslu á svokölluðum swift link, hröðunarstykki fyrir riffil. Hann segir að hann hafi ekki framleitt stykkið en Ísidór hafi gert það að hans beiðni. Það hafi verið fróðleiksfýsn sem fékk þá til þess að framleiða og reyna að koma stykkinu fyrir í AK-47 riffli. Það hafi aldrei gengið upp. Faðir hans hafi átt rifflana Sindri er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft þrjá riffla af gerðunum AR-15, AK-47 og CZ-557, í fórum sínum án heimildar. Vopnin fundust við leit inni í svefnherbergi Sindra Snæs. Hann segir föður sinn hafa átt vopnin en hann hafi búið heima hjá honum þar sem hann hafi verið á milli húsnæða. Byssuskápur með rifflunum hafi fylgt með búslóðinni og verið komið fyrir inni í herberginu hans vegna plássleysis. Herbergi föður hans hafi verið lítið og þeir hafi ekki viljað geyma skápinn inni í stofu, í eldhúsinu eða á baðherberginu. Hann hafi aldrei handleikið vopnin án þess að faðir hans væri viðstaddur. Faðirinn hafi til að mynda verið viðstaddur þegar þeir Ísidór boruðu í hlaup AK-47 riffilsins og reynt að koma „swiftlink“ fyrir í honum. Faðirinn sagði Sindra eiga vopnin Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, segir að Birgir Ragnar Baldursson, faðir Sindra Snæs, hafi sagt í skýrslutöku að Sindri hefði átt hugmyndina að því að kaupa rifflana. Hann hafi verið sáttur með að eiga haglabyssu og boltariffilinn. Sindri hafi átt hugmyndina að því að kaupa AK-47 og AR-15. Sindri eigi þessi tvö vopn. Hann hafi fengið sér skotvopnaleyfi til þess að Sindri gæti eignast þessi skotvopn. Sindri Snær segir ekkert af þessu rétt. Sindri Snær segir samantekt ákæruvaldsins á skýrslutöku yfir föður hans vera „í ruglinu“ og leggur fyrir Karl Inga sækjanda að fara betur yfir skýrsluna. Verjendur benda á að skýrsla sem Karl Ingi vísar til sé samantektarskýrsla, ekki beint endurrit. „Þetta er skýrsla sem lögreglumaður skrifar upp. Ekki áreiðanlegustu heimildirnar,“ segir Sveinn Andri. Aðalmeðferð heldur áfram í dag og næstu daga. Eftir hádegi gefur Sindri Snær skýrslu hvað varðar þann hluta ákærunnar sem snýr að ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. 15. nóvember 2023 19:37 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Sindri Snær gaf skýrslu fyrir dómi í morgun hvað varðar þann hluta hryðjuverkamálsins svokallaða sem snýr að vopnalagabrotum hans. Hann sætir ákæru fyrir vopnalagabrot í níu liðum, meðal annars fyrir að framleiða skotvopn, íhluti í skotvopn og skotfæri. Hann játaði sök hvað varðaði framleiðslu á þrívíddarprentuðum skotvopnum en neitaði að mestu öðru leyti. „Ég framleiði þetta viljandi þannig að þetta myndi klikka eftir tíu eða tuttugu skot. Ég var að selja þetta og ég kærði mig ekki um það að fólk hefði vel smíðuð og virk skotvopn. Ég gerði þetta í auðgunarskyni.“ Þó segist hann aldrei hafa fengið greitt í peningum. Hann hafi alltaf fengið greitt í fíkniefnum en hann viti ekki nákvæmlega hversu mikils virði fíkniefnin voru. Viðmiðunarverð hafi verið hálf milljón króna fyrir hvert skotvopn. Þá segir hann að samákærði hans Ísidór Nathansson hafi haft litla aðkomu að framleiðslu og sölu skotvopnanna. Hann hafi aðeins framleitt einhverja íhluti í skotvopn. Forvitni hafi leitt þá til að framleiða „swift link“ Sindri er meðal annars ákærður fyrir framleiðslu á svokölluðum swift link, hröðunarstykki fyrir riffil. Hann segir að hann hafi ekki framleitt stykkið en Ísidór hafi gert það að hans beiðni. Það hafi verið fróðleiksfýsn sem fékk þá til þess að framleiða og reyna að koma stykkinu fyrir í AK-47 riffli. Það hafi aldrei gengið upp. Faðir hans hafi átt rifflana Sindri er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft þrjá riffla af gerðunum AR-15, AK-47 og CZ-557, í fórum sínum án heimildar. Vopnin fundust við leit inni í svefnherbergi Sindra Snæs. Hann segir föður sinn hafa átt vopnin en hann hafi búið heima hjá honum þar sem hann hafi verið á milli húsnæða. Byssuskápur með rifflunum hafi fylgt með búslóðinni og verið komið fyrir inni í herberginu hans vegna plássleysis. Herbergi föður hans hafi verið lítið og þeir hafi ekki viljað geyma skápinn inni í stofu, í eldhúsinu eða á baðherberginu. Hann hafi aldrei handleikið vopnin án þess að faðir hans væri viðstaddur. Faðirinn hafi til að mynda verið viðstaddur þegar þeir Ísidór boruðu í hlaup AK-47 riffilsins og reynt að koma „swiftlink“ fyrir í honum. Faðirinn sagði Sindra eiga vopnin Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, segir að Birgir Ragnar Baldursson, faðir Sindra Snæs, hafi sagt í skýrslutöku að Sindri hefði átt hugmyndina að því að kaupa rifflana. Hann hafi verið sáttur með að eiga haglabyssu og boltariffilinn. Sindri hafi átt hugmyndina að því að kaupa AK-47 og AR-15. Sindri eigi þessi tvö vopn. Hann hafi fengið sér skotvopnaleyfi til þess að Sindri gæti eignast þessi skotvopn. Sindri Snær segir ekkert af þessu rétt. Sindri Snær segir samantekt ákæruvaldsins á skýrslutöku yfir föður hans vera „í ruglinu“ og leggur fyrir Karl Inga sækjanda að fara betur yfir skýrsluna. Verjendur benda á að skýrsla sem Karl Ingi vísar til sé samantektarskýrsla, ekki beint endurrit. „Þetta er skýrsla sem lögreglumaður skrifar upp. Ekki áreiðanlegustu heimildirnar,“ segir Sveinn Andri. Aðalmeðferð heldur áfram í dag og næstu daga. Eftir hádegi gefur Sindri Snær skýrslu hvað varðar þann hluta ákærunnar sem snýr að ætlaðri skipulagningu hryðjuverka.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. 15. nóvember 2023 19:37 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. 15. nóvember 2023 19:37
Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17
Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06
Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43