„Ánægður með þessar stáltaugar í lokin“ Stefán Marteinn skrifar 7. febrúar 2024 22:13 Rúnar Ingi var ánægður með stáltaugarnar sem Njarðvíkingar sýndu í lokin. Vísir/Snædís Bára Njarðvík lagði Grindavík af velli með eins stigs mun 68-67 þegar liðin mættust í 17.umferð Subway deildar kvenna í kvöld. Lengst af leiknum leit út fyrir að sigurinn yrði nokkuð þægilegur fyrir Njarðvík en ótrúlegur endasprettur hjá Grindavík gerði leikinn virkilega spennandi undir lokin. „Við gerðum þetta rosalega erfitt fyrir okkur í seinni hálfleiknum heilt yfir. Ég tek kannski sök á partinum að ég hefði kannski átt að rótera aðeins örar, sagði rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég þurfti aðeins að rugla í róteringunum því Jana er hérna bara í engum takti við leikinn og í villu vandræðum þannig ég er með skrítnar róteringar og mér fannst bara nokkrir lykilleikmenn alveg vera búnir á því hérna þegar líða tók á fjórða leikhluta. En meinhollt að fá á sig svona áhlaup og vera einhvern veginn við það að kasta frá sér góðum leik en gera samt nóg og eiga nokkur stór play undir lok leiks og síðustu mínútuna til þess að ná í tvö stig.“ Rúnar Ingi var þó ekki alveg sammála því að það hafi verið kominn einhver værukærð í liðið en lið hans leiddi á köflum með 20 stigum. „Við kannski fórum að minnka aðeins boltahreyfinguna á fimm á fimm vörn eiginlega og það kannski hjálpar fólki oft að við vorum ekkert að skapa allt úr boltaflæði í fyrri hálfleik. Við vorum að fá mjög hraðar sóknir útaf við vorum að ná í stopp og við ætluðum að fara í sömu árásir á móti kannski meira skipulagðri Grindavíkur vörn þegar þær voru komnar allar tilbaka útaf því þær voru búnar að skora hinu megin. Þá hægist svolítið á sóknarleiknum og við fórum svolítið mikið að fara bara út í erfiða hluti og aftur þá er ég bara glaður að sjá það því núna eigum við það til á video og getum unnið með það og sjáum hvernig við þurfum að heyfa okkur á ákveðnum tímum og hvað við erum góðar í og hvað við erum lélegar í.“ Þegar mest á reyndi hjá Njarðvík var það Selena Lott sem steig fram á vítalínuna með leikinn undir og setti niður tvö vítaskot sem tryggðu Njarðvík sigurinn. „Skemmtilegt því bara hérna í gærkvöldi þá sátum við hérna og vorum að horfa á körfuboltaleik og vorum einmitt að tala um svona clutch víti og ég spurði hana: Hefur þú einhvertíman klikkað úr vítaskotum þegar það eru minni en fimm sekúndur eftir og þú ert einu eða tveimur undir?. Hún sagði nei ég hef aldrei klikkað og ég var bara já ókei, það er gott að vita af því og hún sagði svo ég var ekkert að bulla í þér í gær. Hún stóð við stóru orðin svo sannarlega og var bara frábær í kvöld en hún á ennþá eitthvað í land í leikformi. Hún var ekki búin að spila í tvo mánuði áður en hún kom hérna og það dró svolítið af henni í seinni hálfleik en ég er bara mjög ánægður með hana og þessar stáltaugar hérna í lokin.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Við gerðum þetta rosalega erfitt fyrir okkur í seinni hálfleiknum heilt yfir. Ég tek kannski sök á partinum að ég hefði kannski átt að rótera aðeins örar, sagði rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég þurfti aðeins að rugla í róteringunum því Jana er hérna bara í engum takti við leikinn og í villu vandræðum þannig ég er með skrítnar róteringar og mér fannst bara nokkrir lykilleikmenn alveg vera búnir á því hérna þegar líða tók á fjórða leikhluta. En meinhollt að fá á sig svona áhlaup og vera einhvern veginn við það að kasta frá sér góðum leik en gera samt nóg og eiga nokkur stór play undir lok leiks og síðustu mínútuna til þess að ná í tvö stig.“ Rúnar Ingi var þó ekki alveg sammála því að það hafi verið kominn einhver værukærð í liðið en lið hans leiddi á köflum með 20 stigum. „Við kannski fórum að minnka aðeins boltahreyfinguna á fimm á fimm vörn eiginlega og það kannski hjálpar fólki oft að við vorum ekkert að skapa allt úr boltaflæði í fyrri hálfleik. Við vorum að fá mjög hraðar sóknir útaf við vorum að ná í stopp og við ætluðum að fara í sömu árásir á móti kannski meira skipulagðri Grindavíkur vörn þegar þær voru komnar allar tilbaka útaf því þær voru búnar að skora hinu megin. Þá hægist svolítið á sóknarleiknum og við fórum svolítið mikið að fara bara út í erfiða hluti og aftur þá er ég bara glaður að sjá það því núna eigum við það til á video og getum unnið með það og sjáum hvernig við þurfum að heyfa okkur á ákveðnum tímum og hvað við erum góðar í og hvað við erum lélegar í.“ Þegar mest á reyndi hjá Njarðvík var það Selena Lott sem steig fram á vítalínuna með leikinn undir og setti niður tvö vítaskot sem tryggðu Njarðvík sigurinn. „Skemmtilegt því bara hérna í gærkvöldi þá sátum við hérna og vorum að horfa á körfuboltaleik og vorum einmitt að tala um svona clutch víti og ég spurði hana: Hefur þú einhvertíman klikkað úr vítaskotum þegar það eru minni en fimm sekúndur eftir og þú ert einu eða tveimur undir?. Hún sagði nei ég hef aldrei klikkað og ég var bara já ókei, það er gott að vita af því og hún sagði svo ég var ekkert að bulla í þér í gær. Hún stóð við stóru orðin svo sannarlega og var bara frábær í kvöld en hún á ennþá eitthvað í land í leikformi. Hún var ekki búin að spila í tvo mánuði áður en hún kom hérna og það dró svolítið af henni í seinni hálfleik en ég er bara mjög ánægður með hana og þessar stáltaugar hérna í lokin.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira