„Þá er þetta bara búið hjá okkur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2024 21:09 Verðmætabjörgun fyrirtækja í Grindavík fór fram í dag. Vísir Uppsagnir fyrirtækja í Grindavík eru áhyggjuefni að mati bæjarbúa sem segja lítið eftir af bænum ef fyrirtækin fara. Starfsfólk nokkurra fyrirtækja vann að verðmætabjörgun í bænum í dag en hjá sumum þeirra er tjónið þegar orðið gífurlegt. Hjá þeim fyrirtækjum sem fengu leyfi til að vera með starfsfólk í bænum í dag var mikið um að vera. Unnið var að því hörðum höndum að undirbúa flutninga og bjarga verðmætum. Ljóst er að tap er þegar orðið gífurlegt hjá mörgum fyrirtækjum. „Alveg hryllilegt. Þetta bara blæðir út í rólegheitunum. Við erum hérna með hundrað milljónir í verðmætum sem við erum að taka út núna í afurðum sem er búið að standa hérna inn í kuldanum og enginn veit hvort að sé í lagi eða ekki,“ sagði Árni Heiðar Gylfason vélstjóri hjá Ægi sjávarfangi þegar fréttastofa leit við hjá honum í dag. Aðeins voru fáir að störfum hjá hverju fyrirtæki eða tíu manns þar sem mest var. Ekki voru allir sáttir við þetta. Þeirra á meðal var Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi. „Þetta er naumt skammtað. Við hefðum viljað getað verið með hérna tuttugu og fimm manns og pakkað þessu og sent bara vöruna út fullunna. Það er ekki við það komandi hjá þessum yfirvöldum sem hérna stjórna.“ Í gær var greint frá því að hundrað og þrjátíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hafi fengið bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Skömmu áður hafði Stakkavík í Grindavík sagt upp um fimmtíu manns. Jón segir fréttir sem þessar hafa mikil áhrif á bæjarbúa. „Þetta er ákveðinn punktur svona. Það dofnar yfir fólki, maður finnur það.“ Fleiri deila þessum áhyggjum hans en þeirra á meðal er Lárus Vilhjálmsson vélstjóri hjá Þorbirni. „Ef að fyrirtækin fara á þá getum við líka lokað bænum. Þá er þetta bara búið hjá okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09 Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Hjá þeim fyrirtækjum sem fengu leyfi til að vera með starfsfólk í bænum í dag var mikið um að vera. Unnið var að því hörðum höndum að undirbúa flutninga og bjarga verðmætum. Ljóst er að tap er þegar orðið gífurlegt hjá mörgum fyrirtækjum. „Alveg hryllilegt. Þetta bara blæðir út í rólegheitunum. Við erum hérna með hundrað milljónir í verðmætum sem við erum að taka út núna í afurðum sem er búið að standa hérna inn í kuldanum og enginn veit hvort að sé í lagi eða ekki,“ sagði Árni Heiðar Gylfason vélstjóri hjá Ægi sjávarfangi þegar fréttastofa leit við hjá honum í dag. Aðeins voru fáir að störfum hjá hverju fyrirtæki eða tíu manns þar sem mest var. Ekki voru allir sáttir við þetta. Þeirra á meðal var Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi. „Þetta er naumt skammtað. Við hefðum viljað getað verið með hérna tuttugu og fimm manns og pakkað þessu og sent bara vöruna út fullunna. Það er ekki við það komandi hjá þessum yfirvöldum sem hérna stjórna.“ Í gær var greint frá því að hundrað og þrjátíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hafi fengið bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Skömmu áður hafði Stakkavík í Grindavík sagt upp um fimmtíu manns. Jón segir fréttir sem þessar hafa mikil áhrif á bæjarbúa. „Þetta er ákveðinn punktur svona. Það dofnar yfir fólki, maður finnur það.“ Fleiri deila þessum áhyggjum hans en þeirra á meðal er Lárus Vilhjálmsson vélstjóri hjá Þorbirni. „Ef að fyrirtækin fara á þá getum við líka lokað bænum. Þá er þetta bara búið hjá okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09 Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11
Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09
Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42