Vill axla ábyrgð eftir misheppnað rán á Pizzunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 15:56 Pizzan er staðsett í verslunarkjarnanum Hverafold í Grafarvogi. Hverafold 23 ára karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán á veitingastaðnum Pizzunni fyrir rúmum tveimur árum. Hann hafði lítið upp úr krafsinu og missti bæði síma sinn og lykla á vettvangi glæpsins. Hann sagðist fyrir dómi vilja axla ábyrgð á brotum sínum en hann hefur farið í meðferð vegna fíknivanda. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á dögunum. Þar kemur fram að karlmaðurinn hafi í nóvember 2021 mætt grímuklæddur og vopnaður hnífi á útibú Pizzunnar í Hverafold í Grafarvogi í þeim tilgangi að komast yfir reiðufé. Karlmaðurinn fór beint inn fyrir afgreiðsluborðið og opnaði sjóðvél staðarins þar sem var að finna um átján þúsund krónur. Hann var kunnugur staðháttum en hann var fyrrverandi starfsmaður Pizzunnar. Missti síma sinn og lykil Er starfsfólk varð vart við manninn ógnaði hann fólkinu með hnífnum með því að beina honum í áttina til þeirra. Sagði hann eitthvað á þá leið að hann yrði að gera þetta. Hljóp hann þvínæst út af staðnum en ekki vildi betur til en svo að í hamagangnum missti hann farsíma sinn og lykil. Starfsfólkið tók gripina í sína vörslu en karlmaðurinn sneri aftur til að vitja munanna. Eftir orðaskipti reyndi kona sem vann á staðnum að ná taki á honum. Brást hann við með því að sveifla hnífnum að henni. Hljóp hann svo á brott. Annar starfsmaður og vegfarandi yfirburðu manninn á næstu grösum og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang. Sagðist vilja axla ábyrgð Málið tók skamma stund í meðferð dómstóla því maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann sagðist fyrir dómi hafa leitað sér aðstoðar eftir atvikið og farið í meðferð vegna fíknar sinnar bæði á Íslandi og erlendis. Gögn staðfestu frásögn mannsins. Hann væri nú í vinnu erlendis þar sem hann byggi og væri laus við lyfin. Sagðist hann vilja axla ábyrgð á verknaði sínum. Karlmaðurinn hefur ekki áður hlotið dóm fyrir ofbeldi. Dómurinn leit til ungs aldurs hans og játningar. Þá hefði hann ekki haft neitt upp úr krafsinu við ránið. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing og var hún skilorðsbundin þar sem málið hefði tekið svo langan tíma í meðferð þrátt fyrir að vera hvorki umfangsmikið né flókið. Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á dögunum. Þar kemur fram að karlmaðurinn hafi í nóvember 2021 mætt grímuklæddur og vopnaður hnífi á útibú Pizzunnar í Hverafold í Grafarvogi í þeim tilgangi að komast yfir reiðufé. Karlmaðurinn fór beint inn fyrir afgreiðsluborðið og opnaði sjóðvél staðarins þar sem var að finna um átján þúsund krónur. Hann var kunnugur staðháttum en hann var fyrrverandi starfsmaður Pizzunnar. Missti síma sinn og lykil Er starfsfólk varð vart við manninn ógnaði hann fólkinu með hnífnum með því að beina honum í áttina til þeirra. Sagði hann eitthvað á þá leið að hann yrði að gera þetta. Hljóp hann þvínæst út af staðnum en ekki vildi betur til en svo að í hamagangnum missti hann farsíma sinn og lykil. Starfsfólkið tók gripina í sína vörslu en karlmaðurinn sneri aftur til að vitja munanna. Eftir orðaskipti reyndi kona sem vann á staðnum að ná taki á honum. Brást hann við með því að sveifla hnífnum að henni. Hljóp hann svo á brott. Annar starfsmaður og vegfarandi yfirburðu manninn á næstu grösum og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang. Sagðist vilja axla ábyrgð Málið tók skamma stund í meðferð dómstóla því maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann sagðist fyrir dómi hafa leitað sér aðstoðar eftir atvikið og farið í meðferð vegna fíknar sinnar bæði á Íslandi og erlendis. Gögn staðfestu frásögn mannsins. Hann væri nú í vinnu erlendis þar sem hann byggi og væri laus við lyfin. Sagðist hann vilja axla ábyrgð á verknaði sínum. Karlmaðurinn hefur ekki áður hlotið dóm fyrir ofbeldi. Dómurinn leit til ungs aldurs hans og játningar. Þá hefði hann ekki haft neitt upp úr krafsinu við ránið. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing og var hún skilorðsbundin þar sem málið hefði tekið svo langan tíma í meðferð þrátt fyrir að vera hvorki umfangsmikið né flókið.
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira