Seðlabankastjóri segir allt á réttri leið Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2024 11:52 Ásgeir Jónsson fær sér styrkjandi kaffibolla áður en hann tilkynnti um óbreytta meginvexti í morgun. Stöð 2/Sigurjón Verulega hefur dregið úr einkaneyslu og hagvöxtur fer hratt minnkandi enda hafa raunvextir hækkað töluvert frá því í júní í fyrra. Seðlabankinn fylgist grannt með framgangi kjaraviðræðna og ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum. Meginvextir Seðlabankans verða áfram 9,5 prósent samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar í morgun. Verðbólga hefur hins vegar minnkað hraðar en bankinn gerði ráð fyrir og er nú komin niður í 6,7 prósent. Það þýðir að raunvextir hafa hækkað um eitt prósentustig frá því í desember. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni að ganga upp. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að verðbólgan sem nú stendur í 6,7 prósentum, verði komin niður í 4,1 prósent í árslok.Stöð 2/Sigurjón „Við tókum þá ákvörðun að hækka vexti verulega á fyrri hluta ársins í fyrra. Það er að skila sér núna með því aðhagkerfið er að hægja á sér. Þannig að þetta er allt í rétta átt,“ sagði Ásgeir eftir að peningastefnunefnd kynnti vaxtaákvörðun sína í morgun. Verðbólga minnkaði hraðar en búist var við, það væri að hægja á eftirspurn og viðskiptajöfnuður færi batnandi. „En það eru ansi mörg óvissumál í gangi. Ég get nefnt kjarasamningana sérstaklega sem nú er verið að ræða. Líka auðvitað aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík,“ segir seðlabankastjóri. En búist er við frumvarpi stjórnvalda vegna uppkaupa á húsnæði Grindvíkinga fyrir lok þessarar viku. Mikil ábyrgð hvílir á herðum Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara í þeim víðtæku kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Hann setti forystu breiðfylkingarinnar og SA í fjölmiðlabann í síðustu vikur en ágætur gangur virðist vera í viðræðum þeirra og annarra hópa.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir eðlilegt að heimilin væru farin að halda að sér höndum í neyslu og aukið sparnað, enda væru raunvextir orðnir háir. Íslensk heimili væru hagsýn en Seðlabankinn hefði einnig hert skilyrði til lántöku, sem hefði sín áhrif. Það er stutt í næsta vaxtaákvörðunardag Seðlabankans hinn 20. mars. Almennt er vonast til að þá muni niðurstaða kjarasamninga á bæði almenna- og opinbera markaðnum liggja fyrir sem og aðgerðir stjórnvalda vegna Grindavíkur. Seðlabankinn spáir því að meginvextir hans verði komnir niður í 4,1 prósent í lok þessa árs og telur Ásgeir góðar líkur á að það takist. „Þannig að við bara bíðum og sjáum. Hlutirnir eru að ganga réttan veg og við munum bregðast við þegar við teljum að tíminn sé kominn.“ Bæði til lækkunar og hækkunar? „Já, auðvitað já,“ sagði Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Vextir haldast óbreyttir en spennan fer minnkandi og verðbólguhorfur batna Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda vöxtum áfram óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila, en í yfirlýsingu nefndarinnar er sagt að vísbendingar séu um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var reiknað með. Háir vextir séu farnir að bíta sem endurspeglast í minnkandi spennu og batnandi verðbólguhorfum. 7. febrúar 2024 09:00 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans verða áfram 9,5 prósent samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar í morgun. Verðbólga hefur hins vegar minnkað hraðar en bankinn gerði ráð fyrir og er nú komin niður í 6,7 prósent. Það þýðir að raunvextir hafa hækkað um eitt prósentustig frá því í desember. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni að ganga upp. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að verðbólgan sem nú stendur í 6,7 prósentum, verði komin niður í 4,1 prósent í árslok.Stöð 2/Sigurjón „Við tókum þá ákvörðun að hækka vexti verulega á fyrri hluta ársins í fyrra. Það er að skila sér núna með því aðhagkerfið er að hægja á sér. Þannig að þetta er allt í rétta átt,“ sagði Ásgeir eftir að peningastefnunefnd kynnti vaxtaákvörðun sína í morgun. Verðbólga minnkaði hraðar en búist var við, það væri að hægja á eftirspurn og viðskiptajöfnuður færi batnandi. „En það eru ansi mörg óvissumál í gangi. Ég get nefnt kjarasamningana sérstaklega sem nú er verið að ræða. Líka auðvitað aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík,“ segir seðlabankastjóri. En búist er við frumvarpi stjórnvalda vegna uppkaupa á húsnæði Grindvíkinga fyrir lok þessarar viku. Mikil ábyrgð hvílir á herðum Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara í þeim víðtæku kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Hann setti forystu breiðfylkingarinnar og SA í fjölmiðlabann í síðustu vikur en ágætur gangur virðist vera í viðræðum þeirra og annarra hópa.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir eðlilegt að heimilin væru farin að halda að sér höndum í neyslu og aukið sparnað, enda væru raunvextir orðnir háir. Íslensk heimili væru hagsýn en Seðlabankinn hefði einnig hert skilyrði til lántöku, sem hefði sín áhrif. Það er stutt í næsta vaxtaákvörðunardag Seðlabankans hinn 20. mars. Almennt er vonast til að þá muni niðurstaða kjarasamninga á bæði almenna- og opinbera markaðnum liggja fyrir sem og aðgerðir stjórnvalda vegna Grindavíkur. Seðlabankinn spáir því að meginvextir hans verði komnir niður í 4,1 prósent í lok þessa árs og telur Ásgeir góðar líkur á að það takist. „Þannig að við bara bíðum og sjáum. Hlutirnir eru að ganga réttan veg og við munum bregðast við þegar við teljum að tíminn sé kominn.“ Bæði til lækkunar og hækkunar? „Já, auðvitað já,“ sagði Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Vextir haldast óbreyttir en spennan fer minnkandi og verðbólguhorfur batna Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda vöxtum áfram óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila, en í yfirlýsingu nefndarinnar er sagt að vísbendingar séu um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var reiknað með. Háir vextir séu farnir að bíta sem endurspeglast í minnkandi spennu og batnandi verðbólguhorfum. 7. febrúar 2024 09:00 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Vextir haldast óbreyttir en spennan fer minnkandi og verðbólguhorfur batna Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda vöxtum áfram óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila, en í yfirlýsingu nefndarinnar er sagt að vísbendingar séu um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var reiknað með. Háir vextir séu farnir að bíta sem endurspeglast í minnkandi spennu og batnandi verðbólguhorfum. 7. febrúar 2024 09:00
Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13
Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46
Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27