Sótti um vernd vopnaður kennsluefni í að koma illa fram við konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 17:37 Maðurinn kom til Ísland þann 30. janúar síðastliðinn. Hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Erlendur karlmaður sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi í lok janúar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan mál hans er til umfjöllunar. Í fórum hans fannst efni um hvernig eigi að beita konur misrétti. Það var þriðjudagskvöldið 30. janúar sem maðurinn kom til landsins. Lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ræddu við manninn sem gat ekki framvísað skilríkjum. Við tollskoðun fundust ýmis skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en engin skilríki. Sagðist óttast um líf sitt Maðurinn upplýsti um fæðingardag sinn en breytti svo svarinu sínu. Hann væri að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna hótana um að honum yrði ráðinn bani. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum. Hann hefði ætlað að sækja um vernd í einu landi en ekki getað orðið sér út um áritun til þess lands. Hann hefði verið hrakinn burt og menn væru að elta hann og vildu drepa hvert sem hann færi. Hann sagðist ekki þekkja neinn á Íslandi og hefði enga tengingu við landið. Hann hefði borgað flugmiðann sjálfur, væri andlega veikur og á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun sagðist hann hafa verið í samtökum frá því hann var undir lögaldri. Hefur áður sótt um alþjóðlega vernd Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru að finna í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þar kemur fram að við skoðun á skjölum í farangri mannsins hafi fundist dagbækur um hvernig eigi að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum. Sömuleiðis um það hvernig beita eigi konur kynbundnu misrétti. Í lögreglukerfinu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag. Samkvæmt kerfinu sótti maðurinn um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi ánöfnuðu öðrum karlmanni og sömuleiðis dvalarleyfiskorti. Honum var fylgt úr landi af stoðdeild Ríkislögreglustjóra árið 2021. Lögregla segir samanburð á myndum og fingraförum sýna að allar líkur sé um að ræða sama mann. Hann var handtekinn aðfaranótt 31. janúar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vægari úrræði vandfundin Lögreglan á Suðurnesjum segir í gæsluvarðhaldskröfunni að ný umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum. Unnið sé að rannsókn málsins og gæti það leitt til brottvísunar hans. Fyrirséð er að einhverja daga geti tekið að ljúka málinu. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald enda væri ekki unnt að beita vægari úrræðum í málinu. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Úrskurðinn má lesa hér. Hælisleitendur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Það var þriðjudagskvöldið 30. janúar sem maðurinn kom til landsins. Lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ræddu við manninn sem gat ekki framvísað skilríkjum. Við tollskoðun fundust ýmis skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en engin skilríki. Sagðist óttast um líf sitt Maðurinn upplýsti um fæðingardag sinn en breytti svo svarinu sínu. Hann væri að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna hótana um að honum yrði ráðinn bani. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum. Hann hefði ætlað að sækja um vernd í einu landi en ekki getað orðið sér út um áritun til þess lands. Hann hefði verið hrakinn burt og menn væru að elta hann og vildu drepa hvert sem hann færi. Hann sagðist ekki þekkja neinn á Íslandi og hefði enga tengingu við landið. Hann hefði borgað flugmiðann sjálfur, væri andlega veikur og á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun sagðist hann hafa verið í samtökum frá því hann var undir lögaldri. Hefur áður sótt um alþjóðlega vernd Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru að finna í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þar kemur fram að við skoðun á skjölum í farangri mannsins hafi fundist dagbækur um hvernig eigi að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum. Sömuleiðis um það hvernig beita eigi konur kynbundnu misrétti. Í lögreglukerfinu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag. Samkvæmt kerfinu sótti maðurinn um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi ánöfnuðu öðrum karlmanni og sömuleiðis dvalarleyfiskorti. Honum var fylgt úr landi af stoðdeild Ríkislögreglustjóra árið 2021. Lögregla segir samanburð á myndum og fingraförum sýna að allar líkur sé um að ræða sama mann. Hann var handtekinn aðfaranótt 31. janúar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vægari úrræði vandfundin Lögreglan á Suðurnesjum segir í gæsluvarðhaldskröfunni að ný umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum. Unnið sé að rannsókn málsins og gæti það leitt til brottvísunar hans. Fyrirséð er að einhverja daga geti tekið að ljúka málinu. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald enda væri ekki unnt að beita vægari úrræðum í málinu. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Úrskurðinn má lesa hér.
Hælisleitendur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira