Sjómenn og SFS ná saman um nýjan kjarasamning Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2024 14:14 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SGS, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, eftir að búið var að skrifa undir nýjan kjarasamning fyrr í dag. Aðsend Nýr kjarasamningur á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður undirritaður í dag í húsnæði ríkissáttasemjara. Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019, en á síðasta ári var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands. Þar segir að samningaviðræður um nýjan samning hafi staðið yfir síðustu mánuði. „Í þeim viðræðum var lögð mikil áhersla á að taka tillit til þeirra athugasemda og gagnrýni sem fram kom í umræðum um samninginn á síðasta ári og hefur það gengið eftir í helstu atriðum. Að lokinni undirritun verða samningarnir kynntir ítarlega fyrir félagsmönnum og að því loknu hefst rafræn atkvæðagreiðsla mánudaginn 12. febrúar kl. 12:00 og lýkur föstudaginn 16. febrúar kl. 15:00,“ segir í tilkynningunni. Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaðurinn segir samninginn góðan Haft er eftir Valmundi Valmundssyni, formannni Sjómannasambandsins, að sjómenn séu nú í þeirri stöðu að vera með kjarasamning í höndunum sem hafi verið undirritaður og fari í kynningu og í atkvæðagreiðslu í framhaldinu hjá sjómönnum innan félaganna. „Að mínu mati er þetta góður samningur og við höfum náð að semja um flest þau atriði sem gagnrýnd voru í samningnum sem var felldur í fyrra. Núna eru sjómenn í góðri stöðu til að samþykkja samning sem verður með binditíma í 5 ár og ég vonast eftir því að samningurinn verði samþykktur,“ segir Valmundur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vísir/Arnar Í tilkynningu frá SFS er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, að sá kjarasamningur sem nú sé undirritaður feli sannanlega í sér töluvert meiri kostnað fyrir sjávarútvegsfyrirtæki en áður hafi verið ráð fyrir gert. „Samningurinn er því ekki án áskorana og vafalaust munu félagsmenn SFS hafa á honum ólíkar skoðanir. Á heildina litið vona ég þó að aðilar beggja megin borðsins sjái samning þennan sem jákvætt skref í þeirri vegferð að tryggja sameiginlega hagsmuni sjómanna og fyrirtækjanna. Festa og fyrirsjáanleiki í kjaramálum eru til þess fallin að skapa skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar. Meira verður þar með til skiptanna fyrir öll sem starfa á grundvelli þessa kjarasamnings,“ segir Heiðrún Lind. Binditíminn styttur Fram kemur í tilkynningunni frá Sjómannasambandinu að í nýja samningnum sé binditími samningsins styttur verulega eða úr tíu árum í fimm ár. Slíkt feli í sér að sjómenn geti sagt samningnum upp eftir fimm ár og svo aftur eftir sjö ár. Þetta sé grundvallarbreyting á samningnum. „Önnur mikilvæg breyting er að grein 1.39 í samningnum hefur verið breytt. Tekið er út að samningsbundinn gerðardómur leysi úr ágreiningi sem komið getur upp milli aðila vegna ákvæðisins. Í staðinn skipa samningsaðilar hlutlausa óvinhalla nefnd sem hefur það hlutverk. Ef ekki næst samkomulag um nefndarmenn mun Ríkissáttasemjari koma að skipan nefndarmanna. Þá má finna mikilvæga breytingu um ísun yfir fiskikör sem fara í gáma til sölu erlendis. Verður sú ísun ekki á hendi skipverja lengur nema í neyðartilvikum, samkvæmt nýjum samningi. Útgerðarmenn eiga að semja við löndunargengi á staðnum um að ísa yfir körin sem fara í gámana, eigi skipverjar frí við löndun skv. kjarasamningi. Ef sjómenn sjá um yfirísun sjálfir í neyðartilfellum fár þeir greidda yfirvinnu fyrir. Vísir/Vilhelm Í samningunum nú er að finna sambærilegt ákvæði og var í síðasta samningi um að framlag í lífeyrissjóð geti hækkað úr 12,0% í 15,5% en sjómenn hafa þó val um þetta atriði. Sjómenn fá 400.000 króna eingreiðslu frá útgerðarfyrirtækjum ef samningur verður samþykktur. Miðað er við 160 lögskráningardaga á síðasta ári. Þetta er viðbót frá fyrri samningi sem skiptir máli. Kemur til greiðslu 1. mars 2024. Desemberuppbót kemur inn í samninginn þann 15. desember 2028. Miðað við 160 lögskráningardaga á ári,“ segir í tilkynningu Sjómannasambandsins um hinn nýja kjarasamning. Að neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Valmund. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands. Þar segir að samningaviðræður um nýjan samning hafi staðið yfir síðustu mánuði. „Í þeim viðræðum var lögð mikil áhersla á að taka tillit til þeirra athugasemda og gagnrýni sem fram kom í umræðum um samninginn á síðasta ári og hefur það gengið eftir í helstu atriðum. Að lokinni undirritun verða samningarnir kynntir ítarlega fyrir félagsmönnum og að því loknu hefst rafræn atkvæðagreiðsla mánudaginn 12. febrúar kl. 12:00 og lýkur föstudaginn 16. febrúar kl. 15:00,“ segir í tilkynningunni. Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaðurinn segir samninginn góðan Haft er eftir Valmundi Valmundssyni, formannni Sjómannasambandsins, að sjómenn séu nú í þeirri stöðu að vera með kjarasamning í höndunum sem hafi verið undirritaður og fari í kynningu og í atkvæðagreiðslu í framhaldinu hjá sjómönnum innan félaganna. „Að mínu mati er þetta góður samningur og við höfum náð að semja um flest þau atriði sem gagnrýnd voru í samningnum sem var felldur í fyrra. Núna eru sjómenn í góðri stöðu til að samþykkja samning sem verður með binditíma í 5 ár og ég vonast eftir því að samningurinn verði samþykktur,“ segir Valmundur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vísir/Arnar Í tilkynningu frá SFS er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, að sá kjarasamningur sem nú sé undirritaður feli sannanlega í sér töluvert meiri kostnað fyrir sjávarútvegsfyrirtæki en áður hafi verið ráð fyrir gert. „Samningurinn er því ekki án áskorana og vafalaust munu félagsmenn SFS hafa á honum ólíkar skoðanir. Á heildina litið vona ég þó að aðilar beggja megin borðsins sjái samning þennan sem jákvætt skref í þeirri vegferð að tryggja sameiginlega hagsmuni sjómanna og fyrirtækjanna. Festa og fyrirsjáanleiki í kjaramálum eru til þess fallin að skapa skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar. Meira verður þar með til skiptanna fyrir öll sem starfa á grundvelli þessa kjarasamnings,“ segir Heiðrún Lind. Binditíminn styttur Fram kemur í tilkynningunni frá Sjómannasambandinu að í nýja samningnum sé binditími samningsins styttur verulega eða úr tíu árum í fimm ár. Slíkt feli í sér að sjómenn geti sagt samningnum upp eftir fimm ár og svo aftur eftir sjö ár. Þetta sé grundvallarbreyting á samningnum. „Önnur mikilvæg breyting er að grein 1.39 í samningnum hefur verið breytt. Tekið er út að samningsbundinn gerðardómur leysi úr ágreiningi sem komið getur upp milli aðila vegna ákvæðisins. Í staðinn skipa samningsaðilar hlutlausa óvinhalla nefnd sem hefur það hlutverk. Ef ekki næst samkomulag um nefndarmenn mun Ríkissáttasemjari koma að skipan nefndarmanna. Þá má finna mikilvæga breytingu um ísun yfir fiskikör sem fara í gáma til sölu erlendis. Verður sú ísun ekki á hendi skipverja lengur nema í neyðartilvikum, samkvæmt nýjum samningi. Útgerðarmenn eiga að semja við löndunargengi á staðnum um að ísa yfir körin sem fara í gámana, eigi skipverjar frí við löndun skv. kjarasamningi. Ef sjómenn sjá um yfirísun sjálfir í neyðartilfellum fár þeir greidda yfirvinnu fyrir. Vísir/Vilhelm Í samningunum nú er að finna sambærilegt ákvæði og var í síðasta samningi um að framlag í lífeyrissjóð geti hækkað úr 12,0% í 15,5% en sjómenn hafa þó val um þetta atriði. Sjómenn fá 400.000 króna eingreiðslu frá útgerðarfyrirtækjum ef samningur verður samþykktur. Miðað er við 160 lögskráningardaga á síðasta ári. Þetta er viðbót frá fyrri samningi sem skiptir máli. Kemur til greiðslu 1. mars 2024. Desemberuppbót kemur inn í samninginn þann 15. desember 2028. Miðað við 160 lögskráningardaga á ári,“ segir í tilkynningu Sjómannasambandsins um hinn nýja kjarasamning. Að neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Valmund.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira