Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2024 06:00 Camembert og Brie eru á barmi útrýmingar vegna stöðlunar í ostaframleiðslu. David Silverman/Getty Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. Vísindastofnun franska ríkisins (CNRS) greinir frá þessum fréttum. Staða flestra mygluosta er nokkuð slæm vegna ósjálfbærra framleiðslustaðla en camembert og brie eru þeir einu sem eru á barmi útrýmingar. Yfirvofandi útrýmingu má rekja til ofuráhersla ostaframleiðenda á albínóastofn sveppsins Penicillium camemberti. Til að viðhalda hýði ostanna hvítu frekar en marglitu var albinóastofninn sá eini sem hefur verið notaður. Þessi einsleitni í stofnavali hefur leitt til þess að það hefur dregið verulega úr erfðafræðilegri fjölbreytni P. camemberti. Vegna þessa ósjálfbæra vals á albínóastofninum blasir núna við að stofn sveppsins gæti dáið út og þar með væru Camembert og Brie orðnir útdauðir. Hurfu frá öðrum en hvítum Sveppurinn P. camemberti sem myndast á Camembert og Brie, sem eru nokkuð sambærilegir ostar, er upprunalega talinn hafa orðið náttúrulega í Frakklandi til þegar ostar voru geymdir í rökum kjöllurum. Eftir því sem ostaframleiðsla óx varð hagkvæmara að nota gró ræktuð í rannsóknastofum. Frá sjötta áratug síðustu aldar voru sveppirnir einræktaðir svo þeir yxu hraðar og myndu samræmast iðnaðarstöðlum hvað varðaði bragð, lit og kröfur um matvælaöryggi. Ostarnir voru þá enn nokkuð fjölbreyttir að lit, gráir, grænir og jafnvel appelsínugulir. Franskir ostaframleiðendur hafa einsett sér að viðhalda hvítu hýði.Getty Ostaframleiðendur í Normandí voru fyrstir til að nota albínóastofn sveppsins til að framleiða osta með hvítu hýði. Vísindamenn segja það hafa verið upphafið að vandanum. „Það sem gerist, rétt eins og þegar hvaða lífvera, hvort sem hún er stór eða smá, er beitt óhóflega harkalegu vali, er að erfðafræðilegur fjölbreytileiki þeirra rýrnar verulega,“ sagði Jeanne Ropars, vísindamaður við rannsóknastofu Paris-Saclay-háskóla í viðtali við Times. „Ostaframleiðendurnir gerður sér ekki grein fyrir að þeir hefðu valið staka lífveru, sem er ekki sjálfbært,“ sagði hún einnig. Aukin fjölbreytni eina leiðin til björgunar CNRS segir að þrátt fyrir að sveppurinn hafi upprunalega getað fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun hafi framleiðendur „notað kynlausu aðferðina og þannig framleitt einræktaða ættleggi til að viðhalda myglunni“. Sú aðferð skili samræmdari niðurstöðum en með tímanum feli það líka í sér rýrnun P. camemberti. Staðan er nú þannig að sveppurinn hefur bæði glatað hæfninni til kynæxlunar og hæfninni til að framleiða gró með kynlausri æxlun. Það hefur gert það að verkum að ostaframleiðendur eru í veruleg vandræðum með að finna nægilega mikið af gróum til að framleiða meiri ost. Eina leiðin til að bjarga ostinum, að sögn rannsóknarmannsins Tatiönu Giraud, er með því að auka erfðafræðilegan fjölbreytileikann með „kynæxlun milli ólíkra lífvera með mismunandi erfðamengi“. Það þýðir að unnendur brie og camembert myndu þurfa að sætta sig við töluvert meiri fjölbreytni í bragði, lit og áferð. Frakkland Matur Matvælaframleiðsla Sveppir Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Vísindastofnun franska ríkisins (CNRS) greinir frá þessum fréttum. Staða flestra mygluosta er nokkuð slæm vegna ósjálfbærra framleiðslustaðla en camembert og brie eru þeir einu sem eru á barmi útrýmingar. Yfirvofandi útrýmingu má rekja til ofuráhersla ostaframleiðenda á albínóastofn sveppsins Penicillium camemberti. Til að viðhalda hýði ostanna hvítu frekar en marglitu var albinóastofninn sá eini sem hefur verið notaður. Þessi einsleitni í stofnavali hefur leitt til þess að það hefur dregið verulega úr erfðafræðilegri fjölbreytni P. camemberti. Vegna þessa ósjálfbæra vals á albínóastofninum blasir núna við að stofn sveppsins gæti dáið út og þar með væru Camembert og Brie orðnir útdauðir. Hurfu frá öðrum en hvítum Sveppurinn P. camemberti sem myndast á Camembert og Brie, sem eru nokkuð sambærilegir ostar, er upprunalega talinn hafa orðið náttúrulega í Frakklandi til þegar ostar voru geymdir í rökum kjöllurum. Eftir því sem ostaframleiðsla óx varð hagkvæmara að nota gró ræktuð í rannsóknastofum. Frá sjötta áratug síðustu aldar voru sveppirnir einræktaðir svo þeir yxu hraðar og myndu samræmast iðnaðarstöðlum hvað varðaði bragð, lit og kröfur um matvælaöryggi. Ostarnir voru þá enn nokkuð fjölbreyttir að lit, gráir, grænir og jafnvel appelsínugulir. Franskir ostaframleiðendur hafa einsett sér að viðhalda hvítu hýði.Getty Ostaframleiðendur í Normandí voru fyrstir til að nota albínóastofn sveppsins til að framleiða osta með hvítu hýði. Vísindamenn segja það hafa verið upphafið að vandanum. „Það sem gerist, rétt eins og þegar hvaða lífvera, hvort sem hún er stór eða smá, er beitt óhóflega harkalegu vali, er að erfðafræðilegur fjölbreytileiki þeirra rýrnar verulega,“ sagði Jeanne Ropars, vísindamaður við rannsóknastofu Paris-Saclay-háskóla í viðtali við Times. „Ostaframleiðendurnir gerður sér ekki grein fyrir að þeir hefðu valið staka lífveru, sem er ekki sjálfbært,“ sagði hún einnig. Aukin fjölbreytni eina leiðin til björgunar CNRS segir að þrátt fyrir að sveppurinn hafi upprunalega getað fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun hafi framleiðendur „notað kynlausu aðferðina og þannig framleitt einræktaða ættleggi til að viðhalda myglunni“. Sú aðferð skili samræmdari niðurstöðum en með tímanum feli það líka í sér rýrnun P. camemberti. Staðan er nú þannig að sveppurinn hefur bæði glatað hæfninni til kynæxlunar og hæfninni til að framleiða gró með kynlausri æxlun. Það hefur gert það að verkum að ostaframleiðendur eru í veruleg vandræðum með að finna nægilega mikið af gróum til að framleiða meiri ost. Eina leiðin til að bjarga ostinum, að sögn rannsóknarmannsins Tatiönu Giraud, er með því að auka erfðafræðilegan fjölbreytileikann með „kynæxlun milli ólíkra lífvera með mismunandi erfðamengi“. Það þýðir að unnendur brie og camembert myndu þurfa að sætta sig við töluvert meiri fjölbreytni í bragði, lit og áferð.
Frakkland Matur Matvælaframleiðsla Sveppir Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent