Úrslitaleikur HM 2026 verður spilaður í New Jersey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 09:00 Metlife leikvangurinn er heimavöllur NFL-liðanna frá New York borg. Leikvangurinn hýsti Super Bowl leikinn árið 2014. Getty/John Moore Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið það hvar leikirnir verða spilaðir á næsta heimsmeistaramóti karla í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Mesta spennan var í kringum það hvar úrslitaleikurinn yrði spilaður. Nú er það ákveðið að úrslitaleikurinn fer fram á MetLife leikvanginum í New Jersey 19. júlí 2026 en þetta er heimavöllur NFL-liðanna New York Giants og New York Jets. Þegar Bandaríkjamenn héldu HM í fótbolta síðast árið 1994 var úrslitaleikurinn spilaður á Rose Bowl á Los Angeles svæðinu. Að þessu sinni stóð valið á milli MetLife og tveggja annarra leikvanga eða heimavallar Dallas Cowboys í Arlington í Texas og SoFi leikvangsins í Inglewood á Los Angeles svæðinu. BREAKING: The 2026 FIFA World Cup Final will be played at MetLife Stadium in New Jersey.MetLife Stadium was chosen over SoFi Stadium in Los Angeles and AT&T Stadium in Dallas. pic.twitter.com/OVsmnb8Rbb— Joe Pompliano (@JoePompliano) February 4, 2024 Undanúrslitaleikirnir fara líka báðir fram í Bandaríkjunum. Annar er spilaður AT&T leikvanginum í Arlington í Texas (heimavöllur Dallas Cowboys) en hinn verður spilaður á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta (heimavöllur Atlanta Falcons). Opnunarleikurinn fer aftur á móti fram á Azteca leikvanginum í Mexíkóborg en þetta verður þriðja heimsmeistarakeppnin þar sem er spilað á honum en úrslitaleikirnir á bæði HM 1970 og HM 1986 fóru þar fram. Leikirnir í átta liða úrslitunum verða allir líka spilaðir í Bandaríkjunum eða á Gillette leikvanginum í Foxborough (New England Patriots), á SoFi leikvanginum í Inglewood (Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers), á Arrowhead leikvanginum í Kansas City (Kansas City Chiefs) og á Hard Rock leikvanginum í Miami (Miami Dolphins). Hard Rock leikvangurinn mun einnig hýsa leikinn um þriðja sætið. Heimsmeistaramótið 2026 verður það fyrsta með 48 þjóðum en FIFA fjölgaði þátttökuþjóðum um sextán frá því á HM í Katar 2022. Aðeins 24 þjóðir voru með þegar heimsmeistaramótið fór síðast fram í Bandaríkjunum árið 1994. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) ccc HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Mesta spennan var í kringum það hvar úrslitaleikurinn yrði spilaður. Nú er það ákveðið að úrslitaleikurinn fer fram á MetLife leikvanginum í New Jersey 19. júlí 2026 en þetta er heimavöllur NFL-liðanna New York Giants og New York Jets. Þegar Bandaríkjamenn héldu HM í fótbolta síðast árið 1994 var úrslitaleikurinn spilaður á Rose Bowl á Los Angeles svæðinu. Að þessu sinni stóð valið á milli MetLife og tveggja annarra leikvanga eða heimavallar Dallas Cowboys í Arlington í Texas og SoFi leikvangsins í Inglewood á Los Angeles svæðinu. BREAKING: The 2026 FIFA World Cup Final will be played at MetLife Stadium in New Jersey.MetLife Stadium was chosen over SoFi Stadium in Los Angeles and AT&T Stadium in Dallas. pic.twitter.com/OVsmnb8Rbb— Joe Pompliano (@JoePompliano) February 4, 2024 Undanúrslitaleikirnir fara líka báðir fram í Bandaríkjunum. Annar er spilaður AT&T leikvanginum í Arlington í Texas (heimavöllur Dallas Cowboys) en hinn verður spilaður á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta (heimavöllur Atlanta Falcons). Opnunarleikurinn fer aftur á móti fram á Azteca leikvanginum í Mexíkóborg en þetta verður þriðja heimsmeistarakeppnin þar sem er spilað á honum en úrslitaleikirnir á bæði HM 1970 og HM 1986 fóru þar fram. Leikirnir í átta liða úrslitunum verða allir líka spilaðir í Bandaríkjunum eða á Gillette leikvanginum í Foxborough (New England Patriots), á SoFi leikvanginum í Inglewood (Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers), á Arrowhead leikvanginum í Kansas City (Kansas City Chiefs) og á Hard Rock leikvanginum í Miami (Miami Dolphins). Hard Rock leikvangurinn mun einnig hýsa leikinn um þriðja sætið. Heimsmeistaramótið 2026 verður það fyrsta með 48 þjóðum en FIFA fjölgaði þátttökuþjóðum um sextán frá því á HM í Katar 2022. Aðeins 24 þjóðir voru með þegar heimsmeistaramótið fór síðast fram í Bandaríkjunum árið 1994. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) ccc
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira